White: Væri ekki sanngjarnt að leyfa Conor að berjast úr þessu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. apríl 2016 21:44 Vísir/Getty Dana White sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir UFC 200 í kvöld þar sem aðalumræðuefnið var Conor McGregor. Sjá einnig: Conor segist ekki vera hættur og kastar boltanum yfir til UFC Eins og ítarlega hefur verið fjallað um þá neitaði McGregor að taka þátt í kynningarstarfinu sem fer fram í Las Vegas um helgina. Allt byrjaði það með því að hann tilkynnti að hann væri hættur en það setti allt á annan endann í heimi UFC. McGregor átti að berjast við Nate Diaz á UFC 200 bardagakvöldinu í Las Vegas í júlí en nú er ljóst að ekkert verður úr því. Dana White, forseti UFC, lokaði endanlega á þann möguleika í kvöld. „Ég held að hann sé á Íslandi,“ var fyrsta svar Dana White á blaðamannafundinum í dag. Spurningin var einföld - hvar er Conor? „Það vita allir hver staðan er. Það er búið að fara yfir þetta mjög vel í fjölmiðlum.“ „En allir sem hafa barist fyrir UFC síðustu sextán árin hafa þurft að sinna þessu. Við reynum að gefa okkar mönnum eins mikinn slaka og við getum en þú verður einfaldlega að mæta og kynna bardagann - taka upp auglýsingarnar og annað slíkt.“ „Hingað komu aðilar úr öllum heimshornum. Þau komu öll. Þetta er bara hltui af starfinu. Þetta er það sem við gerum.“ White vildi ekki opna á neina möguleika fyrir Conor fyrir þennan bardaga. Ekki einu sinni að leyfa honum að taka þátt í blaðamannafundinum í gegnum gervihnattasamband. Sjá einnig: Skilaboð frá Conor til UFC: Þið eigið leik „Væri það sanngjarnt? Síðast þegar Conor barðist við Jose Aldo, þá var systir Jose að gifta sig. En Jose sat hér.“ „Þetta hafa margir gert. Margir hafa fórnað ýmsu. Þetta er hluti af starfinu. Þetta er það sem eina sem þú þarft nauðsynlega að gera?“ White var svo einfaldlega spurður, beint út, hvort það væri einhver möguleiki á að Conor myndi mögulega berjast á UFC 200. „Ég bara get ekki séð hvernig það er sanngjarnt. Það eru þrír mánuðir í bardagann og þess vegna gerum við þetta svona snemma. Til að trufla ekki undirbúninginn.“ Sjá einnig: Conor segist vera hættur „Ég skil vel að fólk vilji að Conor berjist. Fjölmiðlar vilja það, stuðningsmenn vilja það og ég vil það. Auðvitað vil ég það. En það er bara ekki sanngjarnt.“ Hann sagði þó einnig þetta: „Conor mun berjast aftur. En það er ekki sanngjarnt að hann fái að berjast á öðrum forsendum en aðrir. Það myndi setja slæmt fordæmi. Það er ekki díllinn. Svona hefur þetta verið í sextán ár.“ „Við erum að eyða tíu milljónum dollara í kynninguna og við getum ekki tekið upp auglýsingu með aðalbardaganum.“ MMA Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Hörður kominn undan feldinum Körfubolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Fleiri fréttir Friðrik Ingi hættur með Hauka Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Hörður kominn undan feldinum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Bikarævintýri Fram heldur áfram Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns Sjá meira
Dana White sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir UFC 200 í kvöld þar sem aðalumræðuefnið var Conor McGregor. Sjá einnig: Conor segist ekki vera hættur og kastar boltanum yfir til UFC Eins og ítarlega hefur verið fjallað um þá neitaði McGregor að taka þátt í kynningarstarfinu sem fer fram í Las Vegas um helgina. Allt byrjaði það með því að hann tilkynnti að hann væri hættur en það setti allt á annan endann í heimi UFC. McGregor átti að berjast við Nate Diaz á UFC 200 bardagakvöldinu í Las Vegas í júlí en nú er ljóst að ekkert verður úr því. Dana White, forseti UFC, lokaði endanlega á þann möguleika í kvöld. „Ég held að hann sé á Íslandi,“ var fyrsta svar Dana White á blaðamannafundinum í dag. Spurningin var einföld - hvar er Conor? „Það vita allir hver staðan er. Það er búið að fara yfir þetta mjög vel í fjölmiðlum.“ „En allir sem hafa barist fyrir UFC síðustu sextán árin hafa þurft að sinna þessu. Við reynum að gefa okkar mönnum eins mikinn slaka og við getum en þú verður einfaldlega að mæta og kynna bardagann - taka upp auglýsingarnar og annað slíkt.“ „Hingað komu aðilar úr öllum heimshornum. Þau komu öll. Þetta er bara hltui af starfinu. Þetta er það sem við gerum.“ White vildi ekki opna á neina möguleika fyrir Conor fyrir þennan bardaga. Ekki einu sinni að leyfa honum að taka þátt í blaðamannafundinum í gegnum gervihnattasamband. Sjá einnig: Skilaboð frá Conor til UFC: Þið eigið leik „Væri það sanngjarnt? Síðast þegar Conor barðist við Jose Aldo, þá var systir Jose að gifta sig. En Jose sat hér.“ „Þetta hafa margir gert. Margir hafa fórnað ýmsu. Þetta er hluti af starfinu. Þetta er það sem eina sem þú þarft nauðsynlega að gera?“ White var svo einfaldlega spurður, beint út, hvort það væri einhver möguleiki á að Conor myndi mögulega berjast á UFC 200. „Ég bara get ekki séð hvernig það er sanngjarnt. Það eru þrír mánuðir í bardagann og þess vegna gerum við þetta svona snemma. Til að trufla ekki undirbúninginn.“ Sjá einnig: Conor segist vera hættur „Ég skil vel að fólk vilji að Conor berjist. Fjölmiðlar vilja það, stuðningsmenn vilja það og ég vil það. Auðvitað vil ég það. En það er bara ekki sanngjarnt.“ Hann sagði þó einnig þetta: „Conor mun berjast aftur. En það er ekki sanngjarnt að hann fái að berjast á öðrum forsendum en aðrir. Það myndi setja slæmt fordæmi. Það er ekki díllinn. Svona hefur þetta verið í sextán ár.“ „Við erum að eyða tíu milljónum dollara í kynninguna og við getum ekki tekið upp auglýsingu með aðalbardaganum.“
MMA Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Hörður kominn undan feldinum Körfubolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Fleiri fréttir Friðrik Ingi hættur með Hauka Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Hörður kominn undan feldinum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Bikarævintýri Fram heldur áfram Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn