Conor greindi frá því á Twitter í morgun að hann myndi mæta Nate Diaz á UFC 200 bardagakvöldinu í Las Vegas 9. júlí og þakkaði White og Lorenzo Fertitta fyrir að koma því í kring.
Happy to announce that I am BACK on UFC 200!En miðað við orð White er Conor að fara með fleipur.
Shout out to @danawhite and @lorenzofertitta on getting this one done for the fans. #Respect
— Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) April 25, 2016
„Þetta er ekki satt. Við höfum hvorki talað við Conor né umboðsmanninn hans frá blaðamannafundinum á föstudaginn. Ég veit ekki af hverju hann setti þetta inn á Twitter,“ sagði White við TMZ.
„Ég veit ekki hversu oft ég þarf að endurtaka að það verður ekkert af bardaganum til að fólk fari að trúa því.“