Ástþór lýsir yfir áhyggjum vegna uppljóstrana úr Panamaskjölunum sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 25. apríl 2016 18:00 Ástþór á fundinum í dag. vísir/pjetur Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi lýsti yfir þungum áhyggjum á blaðamannafundi á heimili sínu í Breiðholti í dag vegna uppljóstrana úr Panama-skjölunum svokölluðu og tengslum ráðamanna við aflandsfélög. Hann sendi utanríkisráðuneytinu bréf þess efnis að fundi loknum. Ástþór sagði upplýsingar úr skjölunum hafa varpað skugga á orðspor Íslands á alþjóðavísu. Þau hafi hugsanlega eyðilagt möguleikann á því að Alþingi verði friðartákn, líkt og hann orðaði. Þá gagnrýndi hann það að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hygðist sækjast eftir endurkjöri og fullyrti meðal annars að nafn fjölskyldu Dorritar Moussiaeff forsetafrúr sé að finna í Panama-skjölunum. Þá hafi fjölskyldan starfrækt fyrirtæki sitt frá skattaskjóli í Hong Kong. „Nú erum við að sjá að ásýnd landsins stórskaðast vegna spillingarmála. Ráðamenn þjóðarinnar koma fram í alþjóðlegum fjölmiðlum ljúgandi fullum hálsi. Þetta gerði fyrrverandi forsætisráðherra og í kjölfarið bera erlendir fjölmiðlar Ísland saman við bananalýðveldi. Hvað segja sömu fjölmiðlar er þeir átta sig á því að sjálfur forseti þjóðarinnar bar enn meiri lygar á torg í viðtali við CNN sjónvarpsstöðina? Verður ásýnd bananalýðveldisins Íslands fullkomnuð í sumar með endurkjöri þessa manns eða er þjóðin að fá sig fullsadda af sukkinu,” sagði Ástþór. Þá sagði hann mikilvægt að ráðist sé strax í aðgerðir gegn spillingarmálum, og að það verði hans helsta baráttumál, verði hann kjörinn forseti Íslands. Skrifstofustjóri forseta Íslands sendi yfirlýsingu í kvöld þar sem hann segir að hvorki Dorrit né Ólafur Ragnar viti nokkuð um umrætt aflandsfélag. Faðir Dorritar sé látinn og að móðir hennar, sem sé 86 ára, muni ekki eftir neinu slíku félagi. Forsetakosningar 2016 Panama-skjölin Tengdar fréttir Ólafur og Dorrit með tengsl við aflandsfélag Félag í eigu fjölskyldu Dorritar er að finna í Panama-skjölunum og skráð á Bresku jómfrúaeyjum. 25. apríl 2016 16:49 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira
Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi lýsti yfir þungum áhyggjum á blaðamannafundi á heimili sínu í Breiðholti í dag vegna uppljóstrana úr Panama-skjölunum svokölluðu og tengslum ráðamanna við aflandsfélög. Hann sendi utanríkisráðuneytinu bréf þess efnis að fundi loknum. Ástþór sagði upplýsingar úr skjölunum hafa varpað skugga á orðspor Íslands á alþjóðavísu. Þau hafi hugsanlega eyðilagt möguleikann á því að Alþingi verði friðartákn, líkt og hann orðaði. Þá gagnrýndi hann það að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hygðist sækjast eftir endurkjöri og fullyrti meðal annars að nafn fjölskyldu Dorritar Moussiaeff forsetafrúr sé að finna í Panama-skjölunum. Þá hafi fjölskyldan starfrækt fyrirtæki sitt frá skattaskjóli í Hong Kong. „Nú erum við að sjá að ásýnd landsins stórskaðast vegna spillingarmála. Ráðamenn þjóðarinnar koma fram í alþjóðlegum fjölmiðlum ljúgandi fullum hálsi. Þetta gerði fyrrverandi forsætisráðherra og í kjölfarið bera erlendir fjölmiðlar Ísland saman við bananalýðveldi. Hvað segja sömu fjölmiðlar er þeir átta sig á því að sjálfur forseti þjóðarinnar bar enn meiri lygar á torg í viðtali við CNN sjónvarpsstöðina? Verður ásýnd bananalýðveldisins Íslands fullkomnuð í sumar með endurkjöri þessa manns eða er þjóðin að fá sig fullsadda af sukkinu,” sagði Ástþór. Þá sagði hann mikilvægt að ráðist sé strax í aðgerðir gegn spillingarmálum, og að það verði hans helsta baráttumál, verði hann kjörinn forseti Íslands. Skrifstofustjóri forseta Íslands sendi yfirlýsingu í kvöld þar sem hann segir að hvorki Dorrit né Ólafur Ragnar viti nokkuð um umrætt aflandsfélag. Faðir Dorritar sé látinn og að móðir hennar, sem sé 86 ára, muni ekki eftir neinu slíku félagi.
Forsetakosningar 2016 Panama-skjölin Tengdar fréttir Ólafur og Dorrit með tengsl við aflandsfélag Félag í eigu fjölskyldu Dorritar er að finna í Panama-skjölunum og skráð á Bresku jómfrúaeyjum. 25. apríl 2016 16:49 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira
Ólafur og Dorrit með tengsl við aflandsfélag Félag í eigu fjölskyldu Dorritar er að finna í Panama-skjölunum og skráð á Bresku jómfrúaeyjum. 25. apríl 2016 16:49