„Þegar Ólafur sagði "no, no, no, no“ heyrði ég "yes, yes, yes““ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. apríl 2016 22:50 „Þegar Ólafur Ragnar sagði „no, no, no, no“ á CNN þá heyrði ég bara „yes, yes, yes and you won‘t find it,“ sagði forsetaframbjóðandinn Ástþór Magnússon í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu í morgun. Greint var frá því í Reykjavík Grapevine og Kjaranum í gær að fjölskylda Dorritar Moussiaeff, eiginkonu Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands, ætti félagið Lasca Finance Limited á Bresku jómfrúaeyjum. Forsetinn hafði áður staðfastlega neitað því að hann eða fjölskylda hans tengdist slíkum aflandsfélögum. Gögnin sem fréttin var unnin upp úr bárust fyrrnefndum fjölmiðlum frá Ástþóri. „Þegar forsetafrúin segir að hún hafi fært lögheimilið sitt til að taka við aldagömlu fjölskyldufyrirtæki þá er það lygi. Fyrirtækið var stofnað árið 1963,“ sagði Ástþór. Í viðtalinu nefndi Ástþór til sögunnar bókina Unholy Business eftir Ninu Burleigh. Bókin kom út árið 2009. „Það eru til tvær sögur af því hvernig Shlomo Moussaieff [faðir Dorritar] áskotnaðist auður sinn og það veltur á því hvort fólki líkar maðurinn eður ei hvora söguna það segir,“ segir meðal annars í bókinni. Í viðtalinu rekur Ástþór hluti sem koma fram í bókinni. Þar segir hann meðal annars að demantar úr verslunShlomo Moussaieff séu notaðir sem gjaldmiðill í vændiskaupum olíufursta og að hann hafi þurft að flýja Ísrael vegna ítrekaðra afbrota. „Hún [Dorrit] er að blekkja þjóðina því hún er með í vasanum, í einhverri hirslu, einhverri skúffu, hálsmen og stein sem pabbi hennar gaf henni og verðmæti hans er upp á milljarða. Þessi færanlegi auður hennar færi beint undir auðlegðarskatt hér á Íslandi. [...] Pabbi hennar flúði lögregluna í Ísrael árið 1963 og fyrir þremur árum þá flúði forsetafrú Íslands skattinn á Íslandi,“ segir Ástþór. Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir ofan. Forsetakosningar 2016 Panama-skjölin Tengdar fréttir Ólafur Ragnar gæti þurft að opna bókhaldið til að forðast Panama-storminn Sérfræðingur í krísustjórnun segir það hafa verið sérkennilegt að sjá forsetann svo afdráttarlausan í viðtali við CNN þar sem hann var spurður um tengsl við aflandsfélög. 25. apríl 2016 20:03 Mörgum spurningum enn ósvarað um Dorrit, lögheimilið og aflandsfélagið Kastljósið hefur beinst að forsetahjónunum að undanförnu eftir að í ljós kom að Moussaieff fjölskyldan tengist félagi á aflandseyju. 26. apríl 2016 16:30 Ólafur Ragnar svarar því ekki hvort réttlætanlegt sé að geyma eignir í skattaskjólum Tengdafjölskylda Ólafs nefnd í Panama-skjölunum. 26. apríl 2016 10:34 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
„Þegar Ólafur Ragnar sagði „no, no, no, no“ á CNN þá heyrði ég bara „yes, yes, yes and you won‘t find it,“ sagði forsetaframbjóðandinn Ástþór Magnússon í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu í morgun. Greint var frá því í Reykjavík Grapevine og Kjaranum í gær að fjölskylda Dorritar Moussiaeff, eiginkonu Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands, ætti félagið Lasca Finance Limited á Bresku jómfrúaeyjum. Forsetinn hafði áður staðfastlega neitað því að hann eða fjölskylda hans tengdist slíkum aflandsfélögum. Gögnin sem fréttin var unnin upp úr bárust fyrrnefndum fjölmiðlum frá Ástþóri. „Þegar forsetafrúin segir að hún hafi fært lögheimilið sitt til að taka við aldagömlu fjölskyldufyrirtæki þá er það lygi. Fyrirtækið var stofnað árið 1963,“ sagði Ástþór. Í viðtalinu nefndi Ástþór til sögunnar bókina Unholy Business eftir Ninu Burleigh. Bókin kom út árið 2009. „Það eru til tvær sögur af því hvernig Shlomo Moussaieff [faðir Dorritar] áskotnaðist auður sinn og það veltur á því hvort fólki líkar maðurinn eður ei hvora söguna það segir,“ segir meðal annars í bókinni. Í viðtalinu rekur Ástþór hluti sem koma fram í bókinni. Þar segir hann meðal annars að demantar úr verslunShlomo Moussaieff séu notaðir sem gjaldmiðill í vændiskaupum olíufursta og að hann hafi þurft að flýja Ísrael vegna ítrekaðra afbrota. „Hún [Dorrit] er að blekkja þjóðina því hún er með í vasanum, í einhverri hirslu, einhverri skúffu, hálsmen og stein sem pabbi hennar gaf henni og verðmæti hans er upp á milljarða. Þessi færanlegi auður hennar færi beint undir auðlegðarskatt hér á Íslandi. [...] Pabbi hennar flúði lögregluna í Ísrael árið 1963 og fyrir þremur árum þá flúði forsetafrú Íslands skattinn á Íslandi,“ segir Ástþór. Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir ofan.
Forsetakosningar 2016 Panama-skjölin Tengdar fréttir Ólafur Ragnar gæti þurft að opna bókhaldið til að forðast Panama-storminn Sérfræðingur í krísustjórnun segir það hafa verið sérkennilegt að sjá forsetann svo afdráttarlausan í viðtali við CNN þar sem hann var spurður um tengsl við aflandsfélög. 25. apríl 2016 20:03 Mörgum spurningum enn ósvarað um Dorrit, lögheimilið og aflandsfélagið Kastljósið hefur beinst að forsetahjónunum að undanförnu eftir að í ljós kom að Moussaieff fjölskyldan tengist félagi á aflandseyju. 26. apríl 2016 16:30 Ólafur Ragnar svarar því ekki hvort réttlætanlegt sé að geyma eignir í skattaskjólum Tengdafjölskylda Ólafs nefnd í Panama-skjölunum. 26. apríl 2016 10:34 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Ólafur Ragnar gæti þurft að opna bókhaldið til að forðast Panama-storminn Sérfræðingur í krísustjórnun segir það hafa verið sérkennilegt að sjá forsetann svo afdráttarlausan í viðtali við CNN þar sem hann var spurður um tengsl við aflandsfélög. 25. apríl 2016 20:03
Mörgum spurningum enn ósvarað um Dorrit, lögheimilið og aflandsfélagið Kastljósið hefur beinst að forsetahjónunum að undanförnu eftir að í ljós kom að Moussaieff fjölskyldan tengist félagi á aflandseyju. 26. apríl 2016 16:30
Ólafur Ragnar svarar því ekki hvort réttlætanlegt sé að geyma eignir í skattaskjólum Tengdafjölskylda Ólafs nefnd í Panama-skjölunum. 26. apríl 2016 10:34