„Þegar Ólafur sagði "no, no, no, no“ heyrði ég "yes, yes, yes““ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. apríl 2016 22:50 „Þegar Ólafur Ragnar sagði „no, no, no, no“ á CNN þá heyrði ég bara „yes, yes, yes and you won‘t find it,“ sagði forsetaframbjóðandinn Ástþór Magnússon í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu í morgun. Greint var frá því í Reykjavík Grapevine og Kjaranum í gær að fjölskylda Dorritar Moussiaeff, eiginkonu Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands, ætti félagið Lasca Finance Limited á Bresku jómfrúaeyjum. Forsetinn hafði áður staðfastlega neitað því að hann eða fjölskylda hans tengdist slíkum aflandsfélögum. Gögnin sem fréttin var unnin upp úr bárust fyrrnefndum fjölmiðlum frá Ástþóri. „Þegar forsetafrúin segir að hún hafi fært lögheimilið sitt til að taka við aldagömlu fjölskyldufyrirtæki þá er það lygi. Fyrirtækið var stofnað árið 1963,“ sagði Ástþór. Í viðtalinu nefndi Ástþór til sögunnar bókina Unholy Business eftir Ninu Burleigh. Bókin kom út árið 2009. „Það eru til tvær sögur af því hvernig Shlomo Moussaieff [faðir Dorritar] áskotnaðist auður sinn og það veltur á því hvort fólki líkar maðurinn eður ei hvora söguna það segir,“ segir meðal annars í bókinni. Í viðtalinu rekur Ástþór hluti sem koma fram í bókinni. Þar segir hann meðal annars að demantar úr verslunShlomo Moussaieff séu notaðir sem gjaldmiðill í vændiskaupum olíufursta og að hann hafi þurft að flýja Ísrael vegna ítrekaðra afbrota. „Hún [Dorrit] er að blekkja þjóðina því hún er með í vasanum, í einhverri hirslu, einhverri skúffu, hálsmen og stein sem pabbi hennar gaf henni og verðmæti hans er upp á milljarða. Þessi færanlegi auður hennar færi beint undir auðlegðarskatt hér á Íslandi. [...] Pabbi hennar flúði lögregluna í Ísrael árið 1963 og fyrir þremur árum þá flúði forsetafrú Íslands skattinn á Íslandi,“ segir Ástþór. Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir ofan. Forsetakosningar 2016 Panama-skjölin Tengdar fréttir Ólafur Ragnar gæti þurft að opna bókhaldið til að forðast Panama-storminn Sérfræðingur í krísustjórnun segir það hafa verið sérkennilegt að sjá forsetann svo afdráttarlausan í viðtali við CNN þar sem hann var spurður um tengsl við aflandsfélög. 25. apríl 2016 20:03 Mörgum spurningum enn ósvarað um Dorrit, lögheimilið og aflandsfélagið Kastljósið hefur beinst að forsetahjónunum að undanförnu eftir að í ljós kom að Moussaieff fjölskyldan tengist félagi á aflandseyju. 26. apríl 2016 16:30 Ólafur Ragnar svarar því ekki hvort réttlætanlegt sé að geyma eignir í skattaskjólum Tengdafjölskylda Ólafs nefnd í Panama-skjölunum. 26. apríl 2016 10:34 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Fleiri fréttir Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Sjá meira
„Þegar Ólafur Ragnar sagði „no, no, no, no“ á CNN þá heyrði ég bara „yes, yes, yes and you won‘t find it,“ sagði forsetaframbjóðandinn Ástþór Magnússon í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu í morgun. Greint var frá því í Reykjavík Grapevine og Kjaranum í gær að fjölskylda Dorritar Moussiaeff, eiginkonu Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands, ætti félagið Lasca Finance Limited á Bresku jómfrúaeyjum. Forsetinn hafði áður staðfastlega neitað því að hann eða fjölskylda hans tengdist slíkum aflandsfélögum. Gögnin sem fréttin var unnin upp úr bárust fyrrnefndum fjölmiðlum frá Ástþóri. „Þegar forsetafrúin segir að hún hafi fært lögheimilið sitt til að taka við aldagömlu fjölskyldufyrirtæki þá er það lygi. Fyrirtækið var stofnað árið 1963,“ sagði Ástþór. Í viðtalinu nefndi Ástþór til sögunnar bókina Unholy Business eftir Ninu Burleigh. Bókin kom út árið 2009. „Það eru til tvær sögur af því hvernig Shlomo Moussaieff [faðir Dorritar] áskotnaðist auður sinn og það veltur á því hvort fólki líkar maðurinn eður ei hvora söguna það segir,“ segir meðal annars í bókinni. Í viðtalinu rekur Ástþór hluti sem koma fram í bókinni. Þar segir hann meðal annars að demantar úr verslunShlomo Moussaieff séu notaðir sem gjaldmiðill í vændiskaupum olíufursta og að hann hafi þurft að flýja Ísrael vegna ítrekaðra afbrota. „Hún [Dorrit] er að blekkja þjóðina því hún er með í vasanum, í einhverri hirslu, einhverri skúffu, hálsmen og stein sem pabbi hennar gaf henni og verðmæti hans er upp á milljarða. Þessi færanlegi auður hennar færi beint undir auðlegðarskatt hér á Íslandi. [...] Pabbi hennar flúði lögregluna í Ísrael árið 1963 og fyrir þremur árum þá flúði forsetafrú Íslands skattinn á Íslandi,“ segir Ástþór. Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir ofan.
Forsetakosningar 2016 Panama-skjölin Tengdar fréttir Ólafur Ragnar gæti þurft að opna bókhaldið til að forðast Panama-storminn Sérfræðingur í krísustjórnun segir það hafa verið sérkennilegt að sjá forsetann svo afdráttarlausan í viðtali við CNN þar sem hann var spurður um tengsl við aflandsfélög. 25. apríl 2016 20:03 Mörgum spurningum enn ósvarað um Dorrit, lögheimilið og aflandsfélagið Kastljósið hefur beinst að forsetahjónunum að undanförnu eftir að í ljós kom að Moussaieff fjölskyldan tengist félagi á aflandseyju. 26. apríl 2016 16:30 Ólafur Ragnar svarar því ekki hvort réttlætanlegt sé að geyma eignir í skattaskjólum Tengdafjölskylda Ólafs nefnd í Panama-skjölunum. 26. apríl 2016 10:34 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Fleiri fréttir Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Sjá meira
Ólafur Ragnar gæti þurft að opna bókhaldið til að forðast Panama-storminn Sérfræðingur í krísustjórnun segir það hafa verið sérkennilegt að sjá forsetann svo afdráttarlausan í viðtali við CNN þar sem hann var spurður um tengsl við aflandsfélög. 25. apríl 2016 20:03
Mörgum spurningum enn ósvarað um Dorrit, lögheimilið og aflandsfélagið Kastljósið hefur beinst að forsetahjónunum að undanförnu eftir að í ljós kom að Moussaieff fjölskyldan tengist félagi á aflandseyju. 26. apríl 2016 16:30
Ólafur Ragnar svarar því ekki hvort réttlætanlegt sé að geyma eignir í skattaskjólum Tengdafjölskylda Ólafs nefnd í Panama-skjölunum. 26. apríl 2016 10:34