Rafael Nadal, einn allra besti tenniskappi sögunnar, hefur stefnt franska ráðherranum fyrrverandi Roselyne Bachelot sem ásakaði hann um að hafa neitt ólöglegra lyfja. Þetta kemur fram á vef BBC.
„Ég ætla að verja heiður minn og ímynd mína sem íþróttamaður og einnig þau gildi sem ég staðið fyrir allan minn feril,“ segir Spánverjinn í yfirlýsingu sem hann sendi á fjölmiðla í gær.
Í síðasta mánuði ásakaði fyrrverandi íþróttamálaráðherra Frakklands Nadal um að hafa neitt árangursbætandi efna. Hún sagði að sjö mánaða fjarvera hans árið 2012 „hafi líklega komið til vegna þess að hann féll á lyfjaprófi.“
Nadal segist hafa verið meiddur og veikur á þeim tíma. „Ég vil koma í veg fyrir að opinberar persónur geti ranglega ásakað íþróttamenn í fjölmiðlum án þess að vera með nein sönnunargögn,“ segir hann.
Þessi fjórtán faldi stórmótameistari er búinn að senda Alþjóðatennissambandinu bréf þar sem hann hvetur það til að opinbera öll sín gögn því fólk eigi ekki að tala án þess að vera með sönnunargögn.
„Endilega opinberað allar mínar upplýsingar og alla lyfjaprófssögu mína,“ segir Nadal sem er alveg óhræddur við lyfjasögu sína.
Nadal fullyrðir í bréfinu að á löngum ferli hans hafi hann aldrei fallið á lyfjaprófi.
Nadal stefnir frönskum ráðherra: „Endilega opinberið öll lyfjaprófin mín“
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið


Beckham varar Manchester United við
Enski boltinn



Tryllt eftirspurn eftir miðum
Körfubolti




De Bruyne kvaddur með stæl
Enski boltinn
