Tónn fyrir tragedíu Ívar Halldórsson skrifar 27. apríl 2016 15:53 Að hlakka til að fara í vinnuna er ekki sjálfsagður hlutur. Góður dagur í vinnunni kemur hreinlega ekki af sjálfu sér. Sem atvinnurekandi hitti ég margt fólk í mínu starfi sem kemur úr ýmsum öngum atvinnulífsins. Ég heyri sögur þess af fyrri störfum og fyrrverandi samstarfsfólki. Algengt er að heyra athugasemdir um leiðinlega vinnustaði og neikvætt andrúmsloft þeirra sem var hvati til atvinnuleita viðkomandi umsækjenda. Þá er eins og óhamingjan hafi elt þessar manneskjur á röndum milli vinnustaða. Þessir óheppnu einstaklingar virðast alltaf lenda með leiðinlega fólkinu í samfélaginu, hvar sem það drepur niður fæti í fyrirtækjum. Þeir virðast alltaf einhvern veginn enda með fýlupokum og leiðindaskjóðum. Tilvera þeirra virðist full af óheppilegum vinnustaða-tilviljunum þegar þeir, að því er virðist ramba aftur og aftur á ömurlegustu vinnustaði landsins. En getur það verið að margir séu í raun svona óheppnir? Ég held ekki. Mín skoðun er sú að viðmót samstarfsfólks til okkar endurspegli að miklu leyti okkar eigin útgjöf. Ef ég sem nýr starfsmaður gef ekkert af mér til samstarfsfólks míns, get ég ekki vænst þess að fá vinsemd og viðurkenningu á silfurfati. Ef ég mæti til vinnu með neikvætt viðhorf til starfsins og fullur efasemda um ágæti fólksins sem á vinnustaðnum er, hef ég sjálfur sett tóninn fyrir tragedíu. Ég ætla að ganga svo langt að segja að það sé hægt að hlakka til þess að fara í vinnu sem er þannig séð ekkert sérstaklega skemmtileg. En til þess að það sé hægt verður viðkomandi að líta á starf sitt og samstarfsfólk sem eins konar nýstofnaðan bankareikning. Fyrst þarf að leggja inn á reikninginn með því að sýna áhuga og metnað í starfi, og jafnframt þarf að gæta þess að jákvæðni, ákafi og virðing einkenni far og fas. Þá vísar á gott að finna eitthvað jákvætt í fari samstarfsmanna, sýna þeim vinsemd og finna einhvern farveg fyrir hrós - eða bara góðan aulabrandara. Það er að mínu mati ekki starfið sem gerir vinnustað skemmtilegan, heldur fólkið sem á honum er, og fólkið verður í manns eigin augum ekki mikið skemmtilegra en maður er sjálfur. Ef lagt er reglulega inn á reikninginn ávaxtast inneignin jafnt og þétt. Svo er að sama skapi hægt að taka út af reikningnum og fylla á eigin hamingjutank. Úttektarheimild á vinnustað verður aldrei meiri en innistæða sú sem hefur safnast upp með góðum innlögnum - þótt væntanlega hafi innborgun safnað einhverjum vöxtum. Vinnustaðir eru nefnilega ekki fullir af leiðinlegu fólki. Flest fólk er afar skemmtilegt fólk, þótt svo virðist ekki alltaf vera raunin í fyrstu. Það þarf að falast eftir því sem býr inn við beinið því sá fjársjóður birtist sjaldnast af sjálfu sér. Að hlakka til að fara í vinnuna er ekki sjálfsagður hlutur, en þó upplifun sem er innan seilingar allra þeirra sem bera sig eftir henni. Ég hlakka sjálfur alltaf til þess að fara í vinnuna og takast á við verkefni dagsins með frábæru fólki, sem ég kalla ekki bara vinnufélaga - heldur vini og félaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Að hlakka til að fara í vinnuna er ekki sjálfsagður hlutur. Góður dagur í vinnunni kemur hreinlega ekki af sjálfu sér. Sem atvinnurekandi hitti ég margt fólk í mínu starfi sem kemur úr ýmsum öngum atvinnulífsins. Ég heyri sögur þess af fyrri störfum og fyrrverandi samstarfsfólki. Algengt er að heyra athugasemdir um leiðinlega vinnustaði og neikvætt andrúmsloft þeirra sem var hvati til atvinnuleita viðkomandi umsækjenda. Þá er eins og óhamingjan hafi elt þessar manneskjur á röndum milli vinnustaða. Þessir óheppnu einstaklingar virðast alltaf lenda með leiðinlega fólkinu í samfélaginu, hvar sem það drepur niður fæti í fyrirtækjum. Þeir virðast alltaf einhvern veginn enda með fýlupokum og leiðindaskjóðum. Tilvera þeirra virðist full af óheppilegum vinnustaða-tilviljunum þegar þeir, að því er virðist ramba aftur og aftur á ömurlegustu vinnustaði landsins. En getur það verið að margir séu í raun svona óheppnir? Ég held ekki. Mín skoðun er sú að viðmót samstarfsfólks til okkar endurspegli að miklu leyti okkar eigin útgjöf. Ef ég sem nýr starfsmaður gef ekkert af mér til samstarfsfólks míns, get ég ekki vænst þess að fá vinsemd og viðurkenningu á silfurfati. Ef ég mæti til vinnu með neikvætt viðhorf til starfsins og fullur efasemda um ágæti fólksins sem á vinnustaðnum er, hef ég sjálfur sett tóninn fyrir tragedíu. Ég ætla að ganga svo langt að segja að það sé hægt að hlakka til þess að fara í vinnu sem er þannig séð ekkert sérstaklega skemmtileg. En til þess að það sé hægt verður viðkomandi að líta á starf sitt og samstarfsfólk sem eins konar nýstofnaðan bankareikning. Fyrst þarf að leggja inn á reikninginn með því að sýna áhuga og metnað í starfi, og jafnframt þarf að gæta þess að jákvæðni, ákafi og virðing einkenni far og fas. Þá vísar á gott að finna eitthvað jákvætt í fari samstarfsmanna, sýna þeim vinsemd og finna einhvern farveg fyrir hrós - eða bara góðan aulabrandara. Það er að mínu mati ekki starfið sem gerir vinnustað skemmtilegan, heldur fólkið sem á honum er, og fólkið verður í manns eigin augum ekki mikið skemmtilegra en maður er sjálfur. Ef lagt er reglulega inn á reikninginn ávaxtast inneignin jafnt og þétt. Svo er að sama skapi hægt að taka út af reikningnum og fylla á eigin hamingjutank. Úttektarheimild á vinnustað verður aldrei meiri en innistæða sú sem hefur safnast upp með góðum innlögnum - þótt væntanlega hafi innborgun safnað einhverjum vöxtum. Vinnustaðir eru nefnilega ekki fullir af leiðinlegu fólki. Flest fólk er afar skemmtilegt fólk, þótt svo virðist ekki alltaf vera raunin í fyrstu. Það þarf að falast eftir því sem býr inn við beinið því sá fjársjóður birtist sjaldnast af sjálfu sér. Að hlakka til að fara í vinnuna er ekki sjálfsagður hlutur, en þó upplifun sem er innan seilingar allra þeirra sem bera sig eftir henni. Ég hlakka sjálfur alltaf til þess að fara í vinnuna og takast á við verkefni dagsins með frábæru fólki, sem ég kalla ekki bara vinnufélaga - heldur vini og félaga.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar