Tónn fyrir tragedíu Ívar Halldórsson skrifar 27. apríl 2016 15:53 Að hlakka til að fara í vinnuna er ekki sjálfsagður hlutur. Góður dagur í vinnunni kemur hreinlega ekki af sjálfu sér. Sem atvinnurekandi hitti ég margt fólk í mínu starfi sem kemur úr ýmsum öngum atvinnulífsins. Ég heyri sögur þess af fyrri störfum og fyrrverandi samstarfsfólki. Algengt er að heyra athugasemdir um leiðinlega vinnustaði og neikvætt andrúmsloft þeirra sem var hvati til atvinnuleita viðkomandi umsækjenda. Þá er eins og óhamingjan hafi elt þessar manneskjur á röndum milli vinnustaða. Þessir óheppnu einstaklingar virðast alltaf lenda með leiðinlega fólkinu í samfélaginu, hvar sem það drepur niður fæti í fyrirtækjum. Þeir virðast alltaf einhvern veginn enda með fýlupokum og leiðindaskjóðum. Tilvera þeirra virðist full af óheppilegum vinnustaða-tilviljunum þegar þeir, að því er virðist ramba aftur og aftur á ömurlegustu vinnustaði landsins. En getur það verið að margir séu í raun svona óheppnir? Ég held ekki. Mín skoðun er sú að viðmót samstarfsfólks til okkar endurspegli að miklu leyti okkar eigin útgjöf. Ef ég sem nýr starfsmaður gef ekkert af mér til samstarfsfólks míns, get ég ekki vænst þess að fá vinsemd og viðurkenningu á silfurfati. Ef ég mæti til vinnu með neikvætt viðhorf til starfsins og fullur efasemda um ágæti fólksins sem á vinnustaðnum er, hef ég sjálfur sett tóninn fyrir tragedíu. Ég ætla að ganga svo langt að segja að það sé hægt að hlakka til þess að fara í vinnu sem er þannig séð ekkert sérstaklega skemmtileg. En til þess að það sé hægt verður viðkomandi að líta á starf sitt og samstarfsfólk sem eins konar nýstofnaðan bankareikning. Fyrst þarf að leggja inn á reikninginn með því að sýna áhuga og metnað í starfi, og jafnframt þarf að gæta þess að jákvæðni, ákafi og virðing einkenni far og fas. Þá vísar á gott að finna eitthvað jákvætt í fari samstarfsmanna, sýna þeim vinsemd og finna einhvern farveg fyrir hrós - eða bara góðan aulabrandara. Það er að mínu mati ekki starfið sem gerir vinnustað skemmtilegan, heldur fólkið sem á honum er, og fólkið verður í manns eigin augum ekki mikið skemmtilegra en maður er sjálfur. Ef lagt er reglulega inn á reikninginn ávaxtast inneignin jafnt og þétt. Svo er að sama skapi hægt að taka út af reikningnum og fylla á eigin hamingjutank. Úttektarheimild á vinnustað verður aldrei meiri en innistæða sú sem hefur safnast upp með góðum innlögnum - þótt væntanlega hafi innborgun safnað einhverjum vöxtum. Vinnustaðir eru nefnilega ekki fullir af leiðinlegu fólki. Flest fólk er afar skemmtilegt fólk, þótt svo virðist ekki alltaf vera raunin í fyrstu. Það þarf að falast eftir því sem býr inn við beinið því sá fjársjóður birtist sjaldnast af sjálfu sér. Að hlakka til að fara í vinnuna er ekki sjálfsagður hlutur, en þó upplifun sem er innan seilingar allra þeirra sem bera sig eftir henni. Ég hlakka sjálfur alltaf til þess að fara í vinnuna og takast á við verkefni dagsins með frábæru fólki, sem ég kalla ekki bara vinnufélaga - heldur vini og félaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Að hlakka til að fara í vinnuna er ekki sjálfsagður hlutur. Góður dagur í vinnunni kemur hreinlega ekki af sjálfu sér. Sem atvinnurekandi hitti ég margt fólk í mínu starfi sem kemur úr ýmsum öngum atvinnulífsins. Ég heyri sögur þess af fyrri störfum og fyrrverandi samstarfsfólki. Algengt er að heyra athugasemdir um leiðinlega vinnustaði og neikvætt andrúmsloft þeirra sem var hvati til atvinnuleita viðkomandi umsækjenda. Þá er eins og óhamingjan hafi elt þessar manneskjur á röndum milli vinnustaða. Þessir óheppnu einstaklingar virðast alltaf lenda með leiðinlega fólkinu í samfélaginu, hvar sem það drepur niður fæti í fyrirtækjum. Þeir virðast alltaf einhvern veginn enda með fýlupokum og leiðindaskjóðum. Tilvera þeirra virðist full af óheppilegum vinnustaða-tilviljunum þegar þeir, að því er virðist ramba aftur og aftur á ömurlegustu vinnustaði landsins. En getur það verið að margir séu í raun svona óheppnir? Ég held ekki. Mín skoðun er sú að viðmót samstarfsfólks til okkar endurspegli að miklu leyti okkar eigin útgjöf. Ef ég sem nýr starfsmaður gef ekkert af mér til samstarfsfólks míns, get ég ekki vænst þess að fá vinsemd og viðurkenningu á silfurfati. Ef ég mæti til vinnu með neikvætt viðhorf til starfsins og fullur efasemda um ágæti fólksins sem á vinnustaðnum er, hef ég sjálfur sett tóninn fyrir tragedíu. Ég ætla að ganga svo langt að segja að það sé hægt að hlakka til þess að fara í vinnu sem er þannig séð ekkert sérstaklega skemmtileg. En til þess að það sé hægt verður viðkomandi að líta á starf sitt og samstarfsfólk sem eins konar nýstofnaðan bankareikning. Fyrst þarf að leggja inn á reikninginn með því að sýna áhuga og metnað í starfi, og jafnframt þarf að gæta þess að jákvæðni, ákafi og virðing einkenni far og fas. Þá vísar á gott að finna eitthvað jákvætt í fari samstarfsmanna, sýna þeim vinsemd og finna einhvern farveg fyrir hrós - eða bara góðan aulabrandara. Það er að mínu mati ekki starfið sem gerir vinnustað skemmtilegan, heldur fólkið sem á honum er, og fólkið verður í manns eigin augum ekki mikið skemmtilegra en maður er sjálfur. Ef lagt er reglulega inn á reikninginn ávaxtast inneignin jafnt og þétt. Svo er að sama skapi hægt að taka út af reikningnum og fylla á eigin hamingjutank. Úttektarheimild á vinnustað verður aldrei meiri en innistæða sú sem hefur safnast upp með góðum innlögnum - þótt væntanlega hafi innborgun safnað einhverjum vöxtum. Vinnustaðir eru nefnilega ekki fullir af leiðinlegu fólki. Flest fólk er afar skemmtilegt fólk, þótt svo virðist ekki alltaf vera raunin í fyrstu. Það þarf að falast eftir því sem býr inn við beinið því sá fjársjóður birtist sjaldnast af sjálfu sér. Að hlakka til að fara í vinnuna er ekki sjálfsagður hlutur, en þó upplifun sem er innan seilingar allra þeirra sem bera sig eftir henni. Ég hlakka sjálfur alltaf til þess að fara í vinnuna og takast á við verkefni dagsins með frábæru fólki, sem ég kalla ekki bara vinnufélaga - heldur vini og félaga.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun