Sænska Óskarsverðlaunaleikkonan Alicia Vikander mun bregða sér í hlutverk tölvuleikjapersónunnar Löru Croft í „endurræsingu“ á Tomb Raider-seríunni. Lara Croft birtist fyrst í töluleiknum Tomb Raider árið 1996 og hafa verið gerðar tvær kvikmyndir um Croft þar sem Angelina Jolie fór með hlutverk fornleifafræðingsins.
Myndin sem Vikander mun leika í hefur ekki fengið frumsýningardag en leikstjóri hennar verður hinn norski Roar Uthaug. Vikander hlaut Óskarinn fyrir leika í aukahlutverki í myndinni The Danish Girl fyrr í ár.
Alicia Vikander leikur Löru Croft

Tengdar fréttir

Lara Croft hefur aldrei litið betur út
Rise of the Tomb Raider er stór skemmtilegur leikur sem lítur frábærlega út á PC.

Alicia Vikander: Frá sænskri sjónvarpssápu til Óskarsverðlauna
Sænska Óskarsverðlaunaleikkonan kom fyrst fram á sviði sjö ára gömul í söngleik í Gautaborgaróperunni.