Formaður framkvæmdaráðs Pírata ekki í Panama-skjölunum og segir því af sér Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 29. apríl 2016 13:03 Erna Ýr Öldudóttir nú fyrrum formaður framkvæmdaráðs Pírata. Vísir/Stöð2 „Ég hef sagt af mér trúnaðarstörfum og þar með formennsku í framkvæmdaráði Pírata,“ segir Erna Ýr Öldudóttir. Ástæðuna segir hún vera þá að hvorki nafn hennar né félag í hennar eigu hafi komið fram í Panama-skjölunum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hún sendi framkvæmdaráði flokksins í gær. „Ég dreg mig í hlé til að koma í veg fyrir að rýrð verði kastað á Pírata og þau góðu störf sem þeir hafa unnið í tíð þessarar ríkisstjórnar, þar sem mér hefur ekki tekist að skipa mér á bekk með alvöru ræningjum, hverjir ránsfengi sína fela á sjóræningjaeyjum suður í höfum.“ Þá segir Erna aðrar ástæður vera fyrir hendi en sú sem fyrrgreind er og varða þær málefnalegan ágreining og þá „staðreynd að einstaka meðlimir framkvæmdaráðs hafa ekki sýnt þá samstöðu sem þarf til að takast á við mikilvæg verkefni eins og til dæmis tímanlega ráðningu framkvæmdastjóra í afar ört stækkandi flokki með óteljandi áskoranir framundan.“ Tilkynningu Ernu má sjá í heild sinni hér að neðan.Fimmtudagur, 28. apríl 2016Afhent á formlegum fundi framkvæmdaráðs PírataVegna þess að nafn mitt eða félaga í minni eigu hefur hvergi komið fram í hinum svokölluðu “Panamaskjölum”, hef ég ákveðið að segja mig frá trúnaðarstörfum fyrir Pírata og þar með formennsku í framkvæmdaráði flokksins.Ég dreg mig í hlé til að koma í veg fyrir að rýrð verði kastað á Pírata og þau góðu störf sem þeir hafa unnið í tíð þessarar ríkisstjórnar, þar sem mér hefur ekki tekist að skipa mér á bekk með alvöru ræningjum, hverjir ránsfengi sína fela á sjóræningjaeyjum suður í höfum.Aðrar mikilvægar ástæður eru málefnalegur ágreiningur og sú staðreynd að einstaka meðlimir framkvæmdaráðs hafa ekki sýnt þá samstöðu sem þarf til að takast á við mikilvæg verkefni eins og t.d. tímanlega ráðningu framkvæmdastjóra í afar ört stækkandi flokki með óteljandi áskoranir framundan. Því miður kemur fyrirséð annríki nú í veg fyrir að ég geti sinnt hlutverki mínu áfram af þeim krafti og þeirri alúð sem þarf til að ljúka þeim verkefnum sem liggja fyrir, m.a. vegna þess að framkvæmdastjóri hefur enn ekki verið ráðinn.Við þessi tímamót vil ég nota tækifærið og þakka fyrir að mestu gott og ánægjulegt samstarf þann tíma sem ég hef gegnt trúnaðarstörfum í sjálfboðavinnu fyrir flokkinn.Erna Ýr Öldudóttir Tengdar fréttir Píratar auglýsa eftir framkvæmdastjóra Vegna anna þarf flokkurinn að ráða metnaðarfullan einstakling sem er tilbúinn að takast á við fjölbreytt verkefni. 9. mars 2016 15:20 Pírata skortir fólk en ekki málefni Píratar reyna nú að bregðast við margfaldri fylgisaukningu flokksins með því að endurmóta stefnumálin. Þeir glíma hinsvegar við þann vanda að fleira fólk vantar til starfa. 5. mars 2016 18:48 Píratar vinna úr deilum sínum með hjálp vinnustaðasálfræðings „Það hefur verið mannbætandi ferli sem við þingmennirnir njótum nú þegar góðs af með lausnamiðari aðferðafræði um hvernig má vinna betur saman með umburðarlyndi og sátt að leiðarljósi.“ 29. febrúar 2016 20:16 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira
„Ég hef sagt af mér trúnaðarstörfum og þar með formennsku í framkvæmdaráði Pírata,“ segir Erna Ýr Öldudóttir. Ástæðuna segir hún vera þá að hvorki nafn hennar né félag í hennar eigu hafi komið fram í Panama-skjölunum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hún sendi framkvæmdaráði flokksins í gær. „Ég dreg mig í hlé til að koma í veg fyrir að rýrð verði kastað á Pírata og þau góðu störf sem þeir hafa unnið í tíð þessarar ríkisstjórnar, þar sem mér hefur ekki tekist að skipa mér á bekk með alvöru ræningjum, hverjir ránsfengi sína fela á sjóræningjaeyjum suður í höfum.“ Þá segir Erna aðrar ástæður vera fyrir hendi en sú sem fyrrgreind er og varða þær málefnalegan ágreining og þá „staðreynd að einstaka meðlimir framkvæmdaráðs hafa ekki sýnt þá samstöðu sem þarf til að takast á við mikilvæg verkefni eins og til dæmis tímanlega ráðningu framkvæmdastjóra í afar ört stækkandi flokki með óteljandi áskoranir framundan.“ Tilkynningu Ernu má sjá í heild sinni hér að neðan.Fimmtudagur, 28. apríl 2016Afhent á formlegum fundi framkvæmdaráðs PírataVegna þess að nafn mitt eða félaga í minni eigu hefur hvergi komið fram í hinum svokölluðu “Panamaskjölum”, hef ég ákveðið að segja mig frá trúnaðarstörfum fyrir Pírata og þar með formennsku í framkvæmdaráði flokksins.Ég dreg mig í hlé til að koma í veg fyrir að rýrð verði kastað á Pírata og þau góðu störf sem þeir hafa unnið í tíð þessarar ríkisstjórnar, þar sem mér hefur ekki tekist að skipa mér á bekk með alvöru ræningjum, hverjir ránsfengi sína fela á sjóræningjaeyjum suður í höfum.Aðrar mikilvægar ástæður eru málefnalegur ágreiningur og sú staðreynd að einstaka meðlimir framkvæmdaráðs hafa ekki sýnt þá samstöðu sem þarf til að takast á við mikilvæg verkefni eins og t.d. tímanlega ráðningu framkvæmdastjóra í afar ört stækkandi flokki með óteljandi áskoranir framundan. Því miður kemur fyrirséð annríki nú í veg fyrir að ég geti sinnt hlutverki mínu áfram af þeim krafti og þeirri alúð sem þarf til að ljúka þeim verkefnum sem liggja fyrir, m.a. vegna þess að framkvæmdastjóri hefur enn ekki verið ráðinn.Við þessi tímamót vil ég nota tækifærið og þakka fyrir að mestu gott og ánægjulegt samstarf þann tíma sem ég hef gegnt trúnaðarstörfum í sjálfboðavinnu fyrir flokkinn.Erna Ýr Öldudóttir
Tengdar fréttir Píratar auglýsa eftir framkvæmdastjóra Vegna anna þarf flokkurinn að ráða metnaðarfullan einstakling sem er tilbúinn að takast á við fjölbreytt verkefni. 9. mars 2016 15:20 Pírata skortir fólk en ekki málefni Píratar reyna nú að bregðast við margfaldri fylgisaukningu flokksins með því að endurmóta stefnumálin. Þeir glíma hinsvegar við þann vanda að fleira fólk vantar til starfa. 5. mars 2016 18:48 Píratar vinna úr deilum sínum með hjálp vinnustaðasálfræðings „Það hefur verið mannbætandi ferli sem við þingmennirnir njótum nú þegar góðs af með lausnamiðari aðferðafræði um hvernig má vinna betur saman með umburðarlyndi og sátt að leiðarljósi.“ 29. febrúar 2016 20:16 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira
Píratar auglýsa eftir framkvæmdastjóra Vegna anna þarf flokkurinn að ráða metnaðarfullan einstakling sem er tilbúinn að takast á við fjölbreytt verkefni. 9. mars 2016 15:20
Pírata skortir fólk en ekki málefni Píratar reyna nú að bregðast við margfaldri fylgisaukningu flokksins með því að endurmóta stefnumálin. Þeir glíma hinsvegar við þann vanda að fleira fólk vantar til starfa. 5. mars 2016 18:48
Píratar vinna úr deilum sínum með hjálp vinnustaðasálfræðings „Það hefur verið mannbætandi ferli sem við þingmennirnir njótum nú þegar góðs af með lausnamiðari aðferðafræði um hvernig má vinna betur saman með umburðarlyndi og sátt að leiðarljósi.“ 29. febrúar 2016 20:16