Sunna Rannveig Davíðsdóttir braut blað í dag er hún varð fyrsta íslenska konan sem fær atvinnumannasamning í MMA.
Mjölniskonan frábæra er búin að semja við Invicta Fighting Championship sem er stórt bardagasamband í Bandaríkjunum. Sunna Rannveig gerði langtímasamning við sambandið.
Þetta bardagasamband er aðeins fyrir konur en er með sterk tengsl við UFC.
Sunna er vel þekkt innan íþróttarinnar, bæði hér heima og á erlendum vettvangi. Hún er meðlimur í keppnisliði Mjölnis og hefur barist sex sinnum sem áhugamaður í MMA og sigrað fimm af þeim viðureignum.
Sunna er jafnframt þrefaldur Íslandsmeistari í brasilísku jiu-jitsu og er núverandi handhafi gullverðlauna frá Evrópumeistaramótinu í sömu íþrótt í sínum flokki.
Jafnframt er hún ríkjandi Evrópumeistari áhugamanna í MMA í sínum þyngdarflokki. Það kemur því fáum sem til þekkja á óvart að Sunna hafi stigið skrefið yfir í atvinnumennskuna.
Sunna Rannveig orðin atvinnumaður í MMA

Tengdar fréttir

Sunna Rannveig Evrópumeistari
Sunna Rannveig Davíðsdóttir bar sigur úr býtum á Evrópumeistaramóti áhugamanna í MMA.

Sunna Rannveig með tárin í augunum: „Ótrúlegt að fá stelpuna mína í fangið“
Nýkrýndur Evrópumeistari í blönduðum bardagalistum beygði af í viðtali í Leifsstöð.

Evrópumeistararnir fengu hetjulegar móttökur í Leifsstöð
Sunna Rannveg Davíðsdóttir og Bjarki Þór Pálsson komu með gullverðlaunin til landsins í dag.

Verð að heyra í dóttur minni áður en ég fer í búrið
Ísland eignaðist tvo Evrópumeistara í blandaðri bardagalist, MMA, í gær. Sunna Rannveig Davíðsdóttir og Bjarki Þór Pálsson unnu bæði sína úrslitabardaga.