Húsgögn sem barnabörnin munu rífast um Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 11. apríl 2016 16:15 Þau Ágústa Magnúsdóttir og Gústav Jóhannsson hafa innréttað íbúðina sína með eigin hönnun en þau hanna og smíða húsgögn úr gegnheilum við. myndir Ernir Frá því hjónin Ágústa Magnúsdóttir og Gústav Jóhannsson kynntu sína fyrstu vöru á HönnunarMars fyrir fjórum árum hefur fyrirtækið þeirra, Agustav vaxið hratt. Vörulína þeirra inniheldur nú allt frá snögum og eldhúskollum til borðstofuborðs, sófa og hægindastóla og eru vörurnar seldar í fjölda netverslana. Ágústa og Gústav smíða allt sjálf á eigin verkstæði.Við höfum alltaf hannað og smíðað inn á heimilið okkar frá því við kynntumst og fórum að búa. Það kom að því að okkur langaði að vita hvort einhver annar en við sjálf hefði áhuga á því sem við vorum að smíða og einhver pinnaði mynd á Pinterest. Þá rauk þetta af stað og pantanir hrúguðust inn,“ útskýrir Ágústa Magnúsdóttir en hún Gústav Jóhannsson hanna og smíða húsgögn undir heitinu Agustav. Varan sem pinnuð var á Pinterest og ýtti snjóboltanum af stað voru bókasnagar úr við. Ágústa og Gústav voru þá búsett í Danmörku en sýndu snagana á HönnunarMars 2012. Þau fluttu síðan til Ítalíu með fjölskylduna og byggðu fyrirtækið enn frekar upp áður en þau fluttu hingað heim fyrir tveimur árum. Nú fjórum árum eftir að bókasnagarnir slógu í gegn hanna þau og framleiða borð, kolla, stóla, sófa og ruggustóla svo eitthvað sé nefnt.Fyrsta vara Agustav, bókasnagar, sló strax í gegn. Fjórum árum síðar hafa hjónin bætt rækilega við vörulínuna.„Bókasnagarnir hafa alltaf verið okkar vinsælasta vara. Þeir vöktu athygli þýska fyrirtækisin Monoqi þegar við bjuggum í Danmörku. Þau tóku snagana í sölu og þar duttu þeir strax inn á „Best seller“ listann þeirra. Fleiri aðilar höfðu samband og meðal netverslana sem selja Agustav eru Aha Life, Touch of Modern og fleiri. Á Ítalíu áttum við svo von á öðru barni okkar og ákváðum að flytja heim. Okkur langaði líka til þess að gera stærri hluti og hér á Íslandi eru boðleiðirnar styttri og meira hægt að gera. Síðustu tvö ár höfum því bætt stærri húsgögnum við vörulínuna,“ útskýrir Ágústa. Húsgögn Agustav eru smíðuð úr gegnheilum við og fyrir hverja selda vöru planta þau nýju tré. Gústav er húsgagnasmiður og sér um alla smíðina á verkstæði þeirra hjóna í Súðavogi. „Ég þvælist bara fyrir,“ segir Ágústa hlæjandi. „Við erum að klára pöntun fyrir Slippbarinn og þar áður smíðuðum við barstóla og snaga fyrir Marina hótel. Við sérsmíðum einnig eftir óskum fólks.“ Heimili þeirra hjóna undirlagt þeirra eigin hönnun og smíði og segir Ágústa gæðin í handverkinu þeirra hjartans mál. „Við viljum skapa vörur sem endast, þetta eru húsgögn sem barnabörnin munu rífast um,“ segir hún sposk. Nánar má forvitnast um hönnun Ágústu og Gústavs á www.Agustav.is Hús og heimili Mest lesið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira
Frá því hjónin Ágústa Magnúsdóttir og Gústav Jóhannsson kynntu sína fyrstu vöru á HönnunarMars fyrir fjórum árum hefur fyrirtækið þeirra, Agustav vaxið hratt. Vörulína þeirra inniheldur nú allt frá snögum og eldhúskollum til borðstofuborðs, sófa og hægindastóla og eru vörurnar seldar í fjölda netverslana. Ágústa og Gústav smíða allt sjálf á eigin verkstæði.Við höfum alltaf hannað og smíðað inn á heimilið okkar frá því við kynntumst og fórum að búa. Það kom að því að okkur langaði að vita hvort einhver annar en við sjálf hefði áhuga á því sem við vorum að smíða og einhver pinnaði mynd á Pinterest. Þá rauk þetta af stað og pantanir hrúguðust inn,“ útskýrir Ágústa Magnúsdóttir en hún Gústav Jóhannsson hanna og smíða húsgögn undir heitinu Agustav. Varan sem pinnuð var á Pinterest og ýtti snjóboltanum af stað voru bókasnagar úr við. Ágústa og Gústav voru þá búsett í Danmörku en sýndu snagana á HönnunarMars 2012. Þau fluttu síðan til Ítalíu með fjölskylduna og byggðu fyrirtækið enn frekar upp áður en þau fluttu hingað heim fyrir tveimur árum. Nú fjórum árum eftir að bókasnagarnir slógu í gegn hanna þau og framleiða borð, kolla, stóla, sófa og ruggustóla svo eitthvað sé nefnt.Fyrsta vara Agustav, bókasnagar, sló strax í gegn. Fjórum árum síðar hafa hjónin bætt rækilega við vörulínuna.„Bókasnagarnir hafa alltaf verið okkar vinsælasta vara. Þeir vöktu athygli þýska fyrirtækisin Monoqi þegar við bjuggum í Danmörku. Þau tóku snagana í sölu og þar duttu þeir strax inn á „Best seller“ listann þeirra. Fleiri aðilar höfðu samband og meðal netverslana sem selja Agustav eru Aha Life, Touch of Modern og fleiri. Á Ítalíu áttum við svo von á öðru barni okkar og ákváðum að flytja heim. Okkur langaði líka til þess að gera stærri hluti og hér á Íslandi eru boðleiðirnar styttri og meira hægt að gera. Síðustu tvö ár höfum því bætt stærri húsgögnum við vörulínuna,“ útskýrir Ágústa. Húsgögn Agustav eru smíðuð úr gegnheilum við og fyrir hverja selda vöru planta þau nýju tré. Gústav er húsgagnasmiður og sér um alla smíðina á verkstæði þeirra hjóna í Súðavogi. „Ég þvælist bara fyrir,“ segir Ágústa hlæjandi. „Við erum að klára pöntun fyrir Slippbarinn og þar áður smíðuðum við barstóla og snaga fyrir Marina hótel. Við sérsmíðum einnig eftir óskum fólks.“ Heimili þeirra hjóna undirlagt þeirra eigin hönnun og smíði og segir Ágústa gæðin í handverkinu þeirra hjartans mál. „Við viljum skapa vörur sem endast, þetta eru húsgögn sem barnabörnin munu rífast um,“ segir hún sposk. Nánar má forvitnast um hönnun Ágústu og Gústavs á www.Agustav.is
Hús og heimili Mest lesið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira