Danskur fréttamaður fann harða stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar í Skagafirði Birgir Olgeirsson skrifar 12. apríl 2016 13:24 Lisbeth Sung, fréttamaður TV Avisen hjá danska ríkissjónvarpinu, fór til Skagafjarðar í leit að stuðningi við ríkisstjórnina. Kastljós erlendra fjölmiðla hefur beinst að Íslandi í kjölfar lekans á Panama-gögnunum og þá sér í lagi vegna tengsla íslenskra ráðherra við skattaskjól. Fréttamenn á vegum danska ríkissjónvarpsins DR mættu hingað til lands í síðustu viku til að fylgjast með gangi mála og ræddu meðal annars við mótmælendur á Austurvelli sem voru eðli málsins samkvæmt andvígir ríkisstjórninni.Lisbeth Sung, fréttamaður á vegum danska fréttaskýringaþáttarins TV Avisen, var á mótmælunum og útskýrði fyrir áhorfendum að mikill munur væri á borg og sveit þegar kemur að stuðningi við ríkisstjórn landsins. Ákvað hún því að aka um fjóra tíma út fyrir höfuðborgina og fór til Sauðárkróks í Skagafirði, eins af sterkustu vígum Framsóknarflokksins, til að kanna stuðning við stjórnina. Þar hitti Sung fyrir Sigurð Skagfjörð en aðspurður um hvaða flokk hann styður svaraði hann: „Fyrst og fremst Framsókn.“ Þegar Guðbjörg Arnardóttir var spurð hvort hún hafi kosið Framsóknarflokkinn svaraði hún glöð í bragði: „Já, já. Ég bý hér.“ Hallgrímur Blöndal sagði Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn það besta sem er í boði á Íslandi. „Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn er það besta sem er í boði á Íslandi. Við erum ekki eins og kaffihúsafólkið sem býr í Reykjavík. Hér er hafið og fiskurinn og mögulega er hugsunarhátturinn annar hér,“ svaraði Hallgrímur. Athygli fjölmiðla erlendis hefur að mestu beinst að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksins, sem óskaði lausnar úr embætti forsætisráðherra í síðustu viku eftir að fjallað var um tengsl hans við aflandsfélagið Wintris sem heldur utan um fjölskylduarf eiginkonu hans Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur. Hallgrímur spurði Lisbeth Sung hvað það væri sem Sigmundur Davíð hefði gert rangt? „Hann borgaði skatt af þessum peningum og hvað gerði hann rangt? Ekkert!“ Í kjölfarið er rætt við Ibrahim Antar sem er ekki á sama máli. „Ef allir hefðu gert það sem og hann gerði væri landið rústir einar.“ Sjá má innslagið hér fyrir neðan: Panama-skjölin Tengdar fréttir Tæp 70 prósent vilja að Bjarni hætti rétt eins og Sigmundur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætlar að láta af embætti forsætisráðherra eftir að upp komst að konan hans á aflandsfélag. Stór hluti þjóðarinnar vill að fjármálaráðherra og innanríkisráðherra hætti líka. 6. apríl 2016 07:00 Píratar mælast með 43 prósent Píratar bæta mestu við sig milli mánaða samkvæmt nýrri könnun og stjórnarflokkarnir missa ellefu prósent. 6. apríl 2016 07:00 Ekki útilokað að Vinstri græn séu byrjuð að taka fylgi frá Pírötum Prófessor í stjórnmálafræði segir að margt bendi til þess að stjórnarflokkarnir séu byrjaðir að missa sínu dyggustu stuðningsmenn. 10. apríl 2016 13:47 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Ísland verður ekki með í Eurovision Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Sjá meira
Kastljós erlendra fjölmiðla hefur beinst að Íslandi í kjölfar lekans á Panama-gögnunum og þá sér í lagi vegna tengsla íslenskra ráðherra við skattaskjól. Fréttamenn á vegum danska ríkissjónvarpsins DR mættu hingað til lands í síðustu viku til að fylgjast með gangi mála og ræddu meðal annars við mótmælendur á Austurvelli sem voru eðli málsins samkvæmt andvígir ríkisstjórninni.Lisbeth Sung, fréttamaður á vegum danska fréttaskýringaþáttarins TV Avisen, var á mótmælunum og útskýrði fyrir áhorfendum að mikill munur væri á borg og sveit þegar kemur að stuðningi við ríkisstjórn landsins. Ákvað hún því að aka um fjóra tíma út fyrir höfuðborgina og fór til Sauðárkróks í Skagafirði, eins af sterkustu vígum Framsóknarflokksins, til að kanna stuðning við stjórnina. Þar hitti Sung fyrir Sigurð Skagfjörð en aðspurður um hvaða flokk hann styður svaraði hann: „Fyrst og fremst Framsókn.“ Þegar Guðbjörg Arnardóttir var spurð hvort hún hafi kosið Framsóknarflokkinn svaraði hún glöð í bragði: „Já, já. Ég bý hér.“ Hallgrímur Blöndal sagði Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn það besta sem er í boði á Íslandi. „Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn er það besta sem er í boði á Íslandi. Við erum ekki eins og kaffihúsafólkið sem býr í Reykjavík. Hér er hafið og fiskurinn og mögulega er hugsunarhátturinn annar hér,“ svaraði Hallgrímur. Athygli fjölmiðla erlendis hefur að mestu beinst að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksins, sem óskaði lausnar úr embætti forsætisráðherra í síðustu viku eftir að fjallað var um tengsl hans við aflandsfélagið Wintris sem heldur utan um fjölskylduarf eiginkonu hans Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur. Hallgrímur spurði Lisbeth Sung hvað það væri sem Sigmundur Davíð hefði gert rangt? „Hann borgaði skatt af þessum peningum og hvað gerði hann rangt? Ekkert!“ Í kjölfarið er rætt við Ibrahim Antar sem er ekki á sama máli. „Ef allir hefðu gert það sem og hann gerði væri landið rústir einar.“ Sjá má innslagið hér fyrir neðan:
Panama-skjölin Tengdar fréttir Tæp 70 prósent vilja að Bjarni hætti rétt eins og Sigmundur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætlar að láta af embætti forsætisráðherra eftir að upp komst að konan hans á aflandsfélag. Stór hluti þjóðarinnar vill að fjármálaráðherra og innanríkisráðherra hætti líka. 6. apríl 2016 07:00 Píratar mælast með 43 prósent Píratar bæta mestu við sig milli mánaða samkvæmt nýrri könnun og stjórnarflokkarnir missa ellefu prósent. 6. apríl 2016 07:00 Ekki útilokað að Vinstri græn séu byrjuð að taka fylgi frá Pírötum Prófessor í stjórnmálafræði segir að margt bendi til þess að stjórnarflokkarnir séu byrjaðir að missa sínu dyggustu stuðningsmenn. 10. apríl 2016 13:47 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Ísland verður ekki með í Eurovision Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Sjá meira
Tæp 70 prósent vilja að Bjarni hætti rétt eins og Sigmundur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætlar að láta af embætti forsætisráðherra eftir að upp komst að konan hans á aflandsfélag. Stór hluti þjóðarinnar vill að fjármálaráðherra og innanríkisráðherra hætti líka. 6. apríl 2016 07:00
Píratar mælast með 43 prósent Píratar bæta mestu við sig milli mánaða samkvæmt nýrri könnun og stjórnarflokkarnir missa ellefu prósent. 6. apríl 2016 07:00
Ekki útilokað að Vinstri græn séu byrjuð að taka fylgi frá Pírötum Prófessor í stjórnmálafræði segir að margt bendi til þess að stjórnarflokkarnir séu byrjaðir að missa sínu dyggustu stuðningsmenn. 10. apríl 2016 13:47