Hagfræði stjórnmálakreppu Lars Christensen skrifar 13. apríl 2016 09:15 Bandaríska hafnaboltahetjan Yogi Berra sagði, eins og frægt varð: „Það er eins og déjà vu enn og aftur,“ – og það var nákvæmlega þannig sem mér leið vegna hinna pólitísku atburða á Íslandi síðustu tvær vikur. Aftur og aftur hafa nánast súrrealískar yfirlýsingar frá leiðandi stjórnmálamönnum hneykslað Íslendinga og umheiminn og skilið þá tilfinningu eftir að Íslandi sé stjórnað af óhæfum fíflum. Að þessu leyti hefur þetta verið býsna líkt þeim hræðilegu vikum 2008 þegar allt íslenska bankakerfið hrundi. En það er einn mikilvægur munur – að þessu sinni er þetta ekki fyrst og fremst saga um hagfræði og markaði, heldur um djúpstæða pólitíska kreppu sem sýnir djúpstæð, alvarleg vandamál í íslenskum stjórnmálastofnunum og -menningu. Að því sögðu er mögulegt að þessi kreppa – að minnsta kosti þegar til skemmri tíma er litið – hafi neikvæð áhrif á íslenska hagkerfið. Í heildina getum við hugsað okkur að þetta pólitíska áfall skaði hagkerfið á tvenns konar hátt til skamms tíma. Í fyrsta lagi getur þetta verið skellur fyrir eftirspurnarhlið hagkerfisins – ef þessi kreppa leiðir til þess að neytendur og fjárfestar verði varkárari getur það fyrst um sinn valdið minnkandi heildareftirspurn í hagkerfinu. Hins vegar þarf að hafa í huga að ef hægir á eftirspurn getur Seðlabankinn vegið upp á móti því með því að lækka vexti eða fresta fyrirhuguðum vaxtahækkunum og þess vegna myndi ég ekki hafa of miklar áhyggjur af efnahagsáhrifum eftirspurnarhliðarinnar. Í öðru lagi, og þetta skiptir meira máli að mínu mati, er það sem bandaríski hagfræðingurinn Robert Higgs hefur kallað „stjórnaróvissu“. Stjórnaróvissa vísar til almenns trausts til lagalegs og stofnanalegs umhverfis í hagkerfinu. Ef það er mikil óvissa um þessa innviði getur það varanlega dregið úr fjárfestingum og þar af leiðandi framleiðniaukningu í hagkerfinu. Þar sem útlit er fyrir miklar breytingar á hinu pólitíska landslagi á Íslandi er eðlilegt að búast við aukinni „stjórnaróvissu“. Að því sögðu tel ég að til skemmri tíma litið hafi það ekki meiriháttar áhrif á hagkerfið og þess vegna hallast ég því að segja að þjóðhagfræðileg kreppa til skamms tíma verði mjög takmörkuð. Hins vegar er meginspurningin ekki um hvað gerist í íslensku efnahagslífi á næstu 2-3 ársfjórðungum heldur hvort þessi stjórnmálakreppa setji af stað meiriháttar breytingar á hinu pólitíska landslagi á Íslandi sem gætu hugsanlega breytt efnahagslegu og pólitísku valdakerfi landsins. Persónulega tel ég þetta mikilvægustu spurninguna þegar litið er til næsta áratugarins eða svo. Í bili hef ég fleiri spurningar en svör, en ég vona að íslenskt samfélag komi sterkara út úr þessari kreppu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Sjá meira
Bandaríska hafnaboltahetjan Yogi Berra sagði, eins og frægt varð: „Það er eins og déjà vu enn og aftur,“ – og það var nákvæmlega þannig sem mér leið vegna hinna pólitísku atburða á Íslandi síðustu tvær vikur. Aftur og aftur hafa nánast súrrealískar yfirlýsingar frá leiðandi stjórnmálamönnum hneykslað Íslendinga og umheiminn og skilið þá tilfinningu eftir að Íslandi sé stjórnað af óhæfum fíflum. Að þessu leyti hefur þetta verið býsna líkt þeim hræðilegu vikum 2008 þegar allt íslenska bankakerfið hrundi. En það er einn mikilvægur munur – að þessu sinni er þetta ekki fyrst og fremst saga um hagfræði og markaði, heldur um djúpstæða pólitíska kreppu sem sýnir djúpstæð, alvarleg vandamál í íslenskum stjórnmálastofnunum og -menningu. Að því sögðu er mögulegt að þessi kreppa – að minnsta kosti þegar til skemmri tíma er litið – hafi neikvæð áhrif á íslenska hagkerfið. Í heildina getum við hugsað okkur að þetta pólitíska áfall skaði hagkerfið á tvenns konar hátt til skamms tíma. Í fyrsta lagi getur þetta verið skellur fyrir eftirspurnarhlið hagkerfisins – ef þessi kreppa leiðir til þess að neytendur og fjárfestar verði varkárari getur það fyrst um sinn valdið minnkandi heildareftirspurn í hagkerfinu. Hins vegar þarf að hafa í huga að ef hægir á eftirspurn getur Seðlabankinn vegið upp á móti því með því að lækka vexti eða fresta fyrirhuguðum vaxtahækkunum og þess vegna myndi ég ekki hafa of miklar áhyggjur af efnahagsáhrifum eftirspurnarhliðarinnar. Í öðru lagi, og þetta skiptir meira máli að mínu mati, er það sem bandaríski hagfræðingurinn Robert Higgs hefur kallað „stjórnaróvissu“. Stjórnaróvissa vísar til almenns trausts til lagalegs og stofnanalegs umhverfis í hagkerfinu. Ef það er mikil óvissa um þessa innviði getur það varanlega dregið úr fjárfestingum og þar af leiðandi framleiðniaukningu í hagkerfinu. Þar sem útlit er fyrir miklar breytingar á hinu pólitíska landslagi á Íslandi er eðlilegt að búast við aukinni „stjórnaróvissu“. Að því sögðu tel ég að til skemmri tíma litið hafi það ekki meiriháttar áhrif á hagkerfið og þess vegna hallast ég því að segja að þjóðhagfræðileg kreppa til skamms tíma verði mjög takmörkuð. Hins vegar er meginspurningin ekki um hvað gerist í íslensku efnahagslífi á næstu 2-3 ársfjórðungum heldur hvort þessi stjórnmálakreppa setji af stað meiriháttar breytingar á hinu pólitíska landslagi á Íslandi sem gætu hugsanlega breytt efnahagslegu og pólitísku valdakerfi landsins. Persónulega tel ég þetta mikilvægustu spurninguna þegar litið er til næsta áratugarins eða svo. Í bili hef ég fleiri spurningar en svör, en ég vona að íslenskt samfélag komi sterkara út úr þessari kreppu.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar