Fastir liðir eins og venjulega í úrslitakeppni kvenna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. apríl 2016 06:30 Úrvalslið Olís-deildar kvenna. Á myndina vantar Ramune Pekarskyte, leikmann Hauka. vísir/ernir Úrslitakeppnir handboltans fara af stað í vikunni og stelpurnar byrja í kvöld þegar allar fjórar viðureignir átta liða úrslitanna fara fram. Haukar og Grótta börðust um efsta sætið en það munaði síðan bara fjórum stigum á liðunum í næstu fjórum sætum. Það er því spenna fyrir úrslitakeppninni í svona jafnri deild. Stjarnan og Valur mætast í átta liða úrslitunum og rífa eflaust upp gömul sár eftir rosalegar rimmur undanfarin ár. Þetta verður fimmta árið í röð sem liðin mætast í úrslitakeppninni og undanfarin þrjú ár hefur einvígið unnist í oddaleik. Liðin unnu hvort innbyrðisleikinn sinn í deildinni og það má alveg fara að búa sig undir oddaleikinn. Fram mætir ÍBV í uppgjöri liðanna í 3. og 6. sæti en fyrir nokkru voru liðin í öfugri stöðu. Eyjakonur hafa hins vegar gefið mikið eftir að undanförnu og misstu frá sér heimavallarréttinn sem gæti reynst þeim dýrkeypt. Framkonur hafa meðbyrinn enda vann Framliðið (6) fjórum fleiri leiki í síðustu sjö umferðunum en ÍBV-liðið (2). Það búast flestir við að Haukar og Grótta vinni sín einvígi 2-0 á móti tveimur reynslulitlum liðum en þar leynast skeinuhættir andstæðingar. Deildarmeistarar Hauka mæta Fylki en liðin eiga það sameiginlegt að hafa hvorugt unnið leik í úrslitakeppni undanfarin þrjú ár. Það munar vissulega átta sætum á liðunum en Haukarnir unnu samt báða leikina með aðeins tveimur mörkum. Fylkisliðið fór alla leið í undanúrslit bikarsins í vetur og er sýnd veiði en ekki gefin. Íslandsmeistarar Gróttu hafa þegar misst deildarmeistaratitilinn til Hauka og bikarinn til Stjörnunnar og fyrsta skrefið í titilvörn þeirra á Íslandsmótinu er að mæta markadrottningunni Hrafnhildi Hönnu Þrastardóttur og félögum í Selfossi. Grótta vann báða innbyrðisleiki liðanna þrátt fyrir að Hrafnhildur skoraði samtals 22 mörk í þeim. Það er áhyggjuefni fyrir sóknarleik Gróttu að öll hin sjö liðin skoruðu fleiri mörk í deildarkeppninni. Varnarleikur Gróttuliðsins var aftur á móti í sérflokki og það mun alltaf skila liðinu langt í úrslitakeppninni. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Haukarnir eiga sex leikmenn af fjórtán í úrvalsliðum handboltans Haukar unnu deildarmeistaratitlana í karla- og kvennaflokki í Olís-deildunum í handbolta og Haukarnir söfnuðu líka að sér verðlaunum þegar deildarkeppnin var gerð upp. 12. apríl 2016 12:22 Mest lesið Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti María aftur með eftir versta símtal ævinnar Fótbolti Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Úrslitakeppnir handboltans fara af stað í vikunni og stelpurnar byrja í kvöld þegar allar fjórar viðureignir átta liða úrslitanna fara fram. Haukar og Grótta börðust um efsta sætið en það munaði síðan bara fjórum stigum á liðunum í næstu fjórum sætum. Það er því spenna fyrir úrslitakeppninni í svona jafnri deild. Stjarnan og Valur mætast í átta liða úrslitunum og rífa eflaust upp gömul sár eftir rosalegar rimmur undanfarin ár. Þetta verður fimmta árið í röð sem liðin mætast í úrslitakeppninni og undanfarin þrjú ár hefur einvígið unnist í oddaleik. Liðin unnu hvort innbyrðisleikinn sinn í deildinni og það má alveg fara að búa sig undir oddaleikinn. Fram mætir ÍBV í uppgjöri liðanna í 3. og 6. sæti en fyrir nokkru voru liðin í öfugri stöðu. Eyjakonur hafa hins vegar gefið mikið eftir að undanförnu og misstu frá sér heimavallarréttinn sem gæti reynst þeim dýrkeypt. Framkonur hafa meðbyrinn enda vann Framliðið (6) fjórum fleiri leiki í síðustu sjö umferðunum en ÍBV-liðið (2). Það búast flestir við að Haukar og Grótta vinni sín einvígi 2-0 á móti tveimur reynslulitlum liðum en þar leynast skeinuhættir andstæðingar. Deildarmeistarar Hauka mæta Fylki en liðin eiga það sameiginlegt að hafa hvorugt unnið leik í úrslitakeppni undanfarin þrjú ár. Það munar vissulega átta sætum á liðunum en Haukarnir unnu samt báða leikina með aðeins tveimur mörkum. Fylkisliðið fór alla leið í undanúrslit bikarsins í vetur og er sýnd veiði en ekki gefin. Íslandsmeistarar Gróttu hafa þegar misst deildarmeistaratitilinn til Hauka og bikarinn til Stjörnunnar og fyrsta skrefið í titilvörn þeirra á Íslandsmótinu er að mæta markadrottningunni Hrafnhildi Hönnu Þrastardóttur og félögum í Selfossi. Grótta vann báða innbyrðisleiki liðanna þrátt fyrir að Hrafnhildur skoraði samtals 22 mörk í þeim. Það er áhyggjuefni fyrir sóknarleik Gróttu að öll hin sjö liðin skoruðu fleiri mörk í deildarkeppninni. Varnarleikur Gróttuliðsins var aftur á móti í sérflokki og það mun alltaf skila liðinu langt í úrslitakeppninni.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Haukarnir eiga sex leikmenn af fjórtán í úrvalsliðum handboltans Haukar unnu deildarmeistaratitlana í karla- og kvennaflokki í Olís-deildunum í handbolta og Haukarnir söfnuðu líka að sér verðlaunum þegar deildarkeppnin var gerð upp. 12. apríl 2016 12:22 Mest lesið Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti María aftur með eftir versta símtal ævinnar Fótbolti Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Haukarnir eiga sex leikmenn af fjórtán í úrvalsliðum handboltans Haukar unnu deildarmeistaratitlana í karla- og kvennaflokki í Olís-deildunum í handbolta og Haukarnir söfnuðu líka að sér verðlaunum þegar deildarkeppnin var gerð upp. 12. apríl 2016 12:22