Hrafnhildur: Við eigum möguleika gegn meisturunum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. apríl 2016 15:30 Úrslitakeppnin í Olísdeild kvenna hefst í kvöld með fjórum fyrstu leikjunum í 8-liða úrslitunum. Markahrókurinn Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var í gær valin í úrvalslið deildarinnar en þrátt fyrir að Selfoss mæti Íslandsmeisturum Gróttu í fyrstu umferð úrslitakeppninnar ætlar hún liði sínu langt. „Ég tel að við eigum fullan möguleika í rimmunni. Þetta verður auðvitað mjög erfitt enda eru þær ríkjandi Íslandsmeistarar,“ sagði Hrafnhildur Hanna en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. „Fyrirfram eiga þær kannski að vinna okkur en við eigum fullan möguleika.“ Selfyssingar höfnuðu í sjöunda sæti Olísdeildarinnar en efstu sex liðin hafa verið í mjög þéttum pakka þar fyrir ofan. Selfoss endaði tíu stigum á eftir ÍBV sem hafnaði í sjötta sætinu. „Ég tel að við séum mjög nálægt þessum topppakka í deildinni og ef okkur tekst að spila okkar besta leik þá eigum við góðan möguleika.“ „Það væri algjör draumur að koma þeim á óvart og vinna fyrsta leikinn á Seltjarnanesi og klára þær svo á heimavelli. En við byrjum bara á leiknum á morgun, gerum okkar besta og sjáum hvað það skilar okkur.“ „Deildin hefur verið jöfn og skemmtileg í vetur og allir geta unnið alla. Ég held að úrslitakeppnin verði eftir því og erfitt að segja til um hver muni vinna. En við gerum að sjálfsögðu tilkall til titilsins.“ Hrafnhildur Hanna varð langmarkahæsti leikmaður Olísdeildar kvenna í vetur með 247 mörk. Sú næsta á eftir var Díana Kristín Sigmarsdóttir með 202 mörk. „Ég hef skorað eitthvað og margt sem hefur gengið vel í vetur. En það er líka margt sem ég hefði getað gert betur,“ sagði hún hógvær. Olís-deild kvenna Mest lesið Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti Fleiri fréttir Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Sjá meira
Úrslitakeppnin í Olísdeild kvenna hefst í kvöld með fjórum fyrstu leikjunum í 8-liða úrslitunum. Markahrókurinn Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var í gær valin í úrvalslið deildarinnar en þrátt fyrir að Selfoss mæti Íslandsmeisturum Gróttu í fyrstu umferð úrslitakeppninnar ætlar hún liði sínu langt. „Ég tel að við eigum fullan möguleika í rimmunni. Þetta verður auðvitað mjög erfitt enda eru þær ríkjandi Íslandsmeistarar,“ sagði Hrafnhildur Hanna en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. „Fyrirfram eiga þær kannski að vinna okkur en við eigum fullan möguleika.“ Selfyssingar höfnuðu í sjöunda sæti Olísdeildarinnar en efstu sex liðin hafa verið í mjög þéttum pakka þar fyrir ofan. Selfoss endaði tíu stigum á eftir ÍBV sem hafnaði í sjötta sætinu. „Ég tel að við séum mjög nálægt þessum topppakka í deildinni og ef okkur tekst að spila okkar besta leik þá eigum við góðan möguleika.“ „Það væri algjör draumur að koma þeim á óvart og vinna fyrsta leikinn á Seltjarnanesi og klára þær svo á heimavelli. En við byrjum bara á leiknum á morgun, gerum okkar besta og sjáum hvað það skilar okkur.“ „Deildin hefur verið jöfn og skemmtileg í vetur og allir geta unnið alla. Ég held að úrslitakeppnin verði eftir því og erfitt að segja til um hver muni vinna. En við gerum að sjálfsögðu tilkall til titilsins.“ Hrafnhildur Hanna varð langmarkahæsti leikmaður Olísdeildar kvenna í vetur með 247 mörk. Sú næsta á eftir var Díana Kristín Sigmarsdóttir með 202 mörk. „Ég hef skorað eitthvað og margt sem hefur gengið vel í vetur. En það er líka margt sem ég hefði getað gert betur,“ sagði hún hógvær.
Olís-deild kvenna Mest lesið Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti Fleiri fréttir Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Sjá meira
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti