Jökulsárlón boðið upp: Landvernd vill að ríkið kaupi jörðina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. apríl 2016 09:53 Jökulsárlón er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins. visir/vilhelm Landvernd skorar á Alþingi og ríkisstjórn að festa kaup á jörðinni Felli í Suðursveit sem á austurbakka Jökulsárlóns og vernda það ásamt Breiðamerkursandi í heild sinni sem hluta af Vatnajökulsþjóðgarði. Þá skorar Landvernd á stjórnvöld að veita aukið fjármagn í rannsóknir á einstöku lífríki Jökulsárlóns og í náttúruvernd á svæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landvernd. Aðalfundur Landverndar árið 2015 ályktaði og skoraði á stjórnvöld að friðlýsa Jökulsárlón og Breiðamerkursand sem hluta af Vatnajökulsþjóðgarði. Vesturbakki Jökulsárlóns er þjóðlenda í eigu ríkisins en austurbakkinn tilheyrir jörðinni Felli í Suðursveit, sem er í eigu yfir þrjátíu aðila.Uppboð í dag Auglýst hefur verið uppboð á jörðinni í dag, fimmtudag og sýnist sitt hverjum. Haraldur Einarsson, þingmaður Framsóknar, segir til að mynda: „Viljum við missa eignarhald við eina vinsælustu og fallegustu náttúruperlu landins út úr landi?“ Ásmundur Einar Daðason, flokksbróðir hans, hefur sömu áhyggjur. „Það hafa verið ótrúlega litlar umræður um þetta mál. Nú er mikilvægt að fólk úr öllum áttum taki höndum saman! Stjórnvöld verða einfaldlega að leita allra mögulegra leiða til að koma í veg fyrir þetta..“ „Jökulsárlón hefur verið á náttúruminjaskrá síðan 1974. Það er einstakt sökum legu sinnar nálægt sjó og hinna tilkomumiklu ísjaka sem liggja iðulega á lóninu og reka til sjávar við þjóðveginn. Lífríki þess er hins vegar lítið rannsakað, en ólíkt öðrum íslenskum jökullónum er Jökulsárlón kvikt af lífi, enda nálægð við hafið mikil. Þá eru Breiðamerkursandur og Jökulsárlón afar hentugur staður til að rannsaka jökla og jöklasögu,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að enginn landeigenda á Felli byggi afkomu sína á búsetu á jörðinni og engin hefðbundin landnýting sé til staðar, enda að mestu sandar og jökulgarðar.Fjórir af tíu heimsækja lónið Bent er á að Jökulsárlón sé einn fjölfarnasti ferðamannastaður á Íslandi og þangað komi yfir fjörutíu prósent þeirra erlendu ferðamanna sem heimsækja landið. Þar sé rekin öflug ferðaþjónusta með hinar rómuðu bátasiglingar. Landvernd telur að best færi á því að eignarhald jarðarinnar væri hjá hinu opinbera og tekur þar með undir hugmyndir bæjarstjóra Sveitarfélagsins Hornafjarðar. „Ef Jökulsárlón og Breiðamerkursandur væri í eigu þjóðarinnar og hluti af þjóðgarði þá væru komnar forsendur til þess að hafa þar landvörslu á heilsársgrundvelli, vernda og vakta svæðið og jafnframt fræða og mennta gesti um einstaka náttúru og lífríki svæðisins.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
Landvernd skorar á Alþingi og ríkisstjórn að festa kaup á jörðinni Felli í Suðursveit sem á austurbakka Jökulsárlóns og vernda það ásamt Breiðamerkursandi í heild sinni sem hluta af Vatnajökulsþjóðgarði. Þá skorar Landvernd á stjórnvöld að veita aukið fjármagn í rannsóknir á einstöku lífríki Jökulsárlóns og í náttúruvernd á svæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landvernd. Aðalfundur Landverndar árið 2015 ályktaði og skoraði á stjórnvöld að friðlýsa Jökulsárlón og Breiðamerkursand sem hluta af Vatnajökulsþjóðgarði. Vesturbakki Jökulsárlóns er þjóðlenda í eigu ríkisins en austurbakkinn tilheyrir jörðinni Felli í Suðursveit, sem er í eigu yfir þrjátíu aðila.Uppboð í dag Auglýst hefur verið uppboð á jörðinni í dag, fimmtudag og sýnist sitt hverjum. Haraldur Einarsson, þingmaður Framsóknar, segir til að mynda: „Viljum við missa eignarhald við eina vinsælustu og fallegustu náttúruperlu landins út úr landi?“ Ásmundur Einar Daðason, flokksbróðir hans, hefur sömu áhyggjur. „Það hafa verið ótrúlega litlar umræður um þetta mál. Nú er mikilvægt að fólk úr öllum áttum taki höndum saman! Stjórnvöld verða einfaldlega að leita allra mögulegra leiða til að koma í veg fyrir þetta..“ „Jökulsárlón hefur verið á náttúruminjaskrá síðan 1974. Það er einstakt sökum legu sinnar nálægt sjó og hinna tilkomumiklu ísjaka sem liggja iðulega á lóninu og reka til sjávar við þjóðveginn. Lífríki þess er hins vegar lítið rannsakað, en ólíkt öðrum íslenskum jökullónum er Jökulsárlón kvikt af lífi, enda nálægð við hafið mikil. Þá eru Breiðamerkursandur og Jökulsárlón afar hentugur staður til að rannsaka jökla og jöklasögu,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að enginn landeigenda á Felli byggi afkomu sína á búsetu á jörðinni og engin hefðbundin landnýting sé til staðar, enda að mestu sandar og jökulgarðar.Fjórir af tíu heimsækja lónið Bent er á að Jökulsárlón sé einn fjölfarnasti ferðamannastaður á Íslandi og þangað komi yfir fjörutíu prósent þeirra erlendu ferðamanna sem heimsækja landið. Þar sé rekin öflug ferðaþjónusta með hinar rómuðu bátasiglingar. Landvernd telur að best færi á því að eignarhald jarðarinnar væri hjá hinu opinbera og tekur þar með undir hugmyndir bæjarstjóra Sveitarfélagsins Hornafjarðar. „Ef Jökulsárlón og Breiðamerkursandur væri í eigu þjóðarinnar og hluti af þjóðgarði þá væru komnar forsendur til þess að hafa þar landvörslu á heilsársgrundvelli, vernda og vakta svæðið og jafnframt fræða og mennta gesti um einstaka náttúru og lífríki svæðisins.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu