„Það er fyrst og fremst verið að reyna að koma höggi á mig og Vinstri græn“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. apríl 2016 14:28 "Hið rétta er að Sigurmar eða við hjónin áttum aldrei krónu í þessu félagi. Það var skráð á Íslandi meðan hann var í stjórn þess,“ segir Álfheiður. Vísir/Valli Álfheiður Ingadóttir, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Vinstri grænna, segir ekkert fjær sanni en að hún og eiginmaður hennar eigi eða hafi átt félag á Tortóla. Vísar hún til fréttar í viðskiptahluta Morgunblaðsins í dag þar sem fullyrt er að Sigurmar hafi verið forsvarsmaður félagsins Sýreyjar þegar það var skráð á Tortóla. Álfheiður telur að verið sé að reyna að koma höggi á stjórnmálaflokk sinn og hana sjálfa með umfjölluninni. Í umfjöllun Morgunblaðsins um Mossack Fonseca og hlutabréfakaup, sem birt er að hluta á Mbl.is, er fjallað um félagið Sýrey sem Sigurmar K. Albertsson, eiginmaður Álfheiðar, stofnaði í ágúst 2005. Vísað er í ársreikinga Sýreyjar frá 2005-2014 þar sem fram komi að Sýrey hafi verið í eigu Holt Investment Group Ltd. Holt Investment var skráð á Íslandi í apríl 2005, með heimilisfang Mossack Fonseca á Tortóla.Sigurmar fullyrðir í samtali við Eyjuna að hann hafi aldrei átt félög á aflandseyjum eða haft aðkomu að þeim. Álfheiður segir Sigurmar hafa komið að stofnun Sýreyjar fyrir Kaupþing en Sigurmar er Hæstaréttarlögmaður. Sigurmar hafi tekið sæti í stjórninni ásamt Eggerti Hilmarssyni, starfsmanni Kaupþings. Endurskoðendur voru Ernest og Young. „Félagið var stofnað fyrir Kaupþing í þeim tilgangi að ganga frá uppgjöri á skuldum tiltekins manns við bankann. Því verki lauk Sigurmar og 10. febrúar 2006 var haldinn fundur í félaginu, Sigurmar fer úr stjórn og skipt er um endurskoðendur.“ Síðan hafi Sigurmar engin afskipti haft af félaginu eða Holts Investment. Félagið Sýrey hafi verið skráð á Íslandi á meðan Sigurmar sat í stjórn þess. „Meira er ekkert um þetta að segja – það er fyrst og fremst verið að reyna að koma höggi á mig og Vinstri græn – gefa til kynna að það sé sami rassinn undir öllum sem koma nálægt pólitík og vinstri græn eigi sko bara líka !!! peninga í skattaskjólum.“Uppfært klukkan 15:38: Sigurmar K. Albertsson, hæstaréttarlögmaður, sendi rétt í þessu frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna fjölmiðlaumfjöllunar dagsins:Í starfi mínu sem lögmaður hef ég á undanförnum árum stofnað mörg félög fyrir umbjóðendur mína í margvíslegum tilgangi. Ekkert þeirra hefur verið stofnað á erlendri grundu og ennþá síður í þeim tilgangi að koma verðmætum í skattaskjól eða annað í þeim dúr. Í sumum tilfellum hef ég setið sem lögmaður í stjórn þessara félaga, stundum í einn sólarhring og stundum lengur en ávallt til þess eins að brúa bil þar til eigendur félaganna taka við stjórnartaumum. Í því tilfelli sem gert hefur verið að umfjöllunarefni í dag vil ég taka það fram að félagið Sýrey ehf. var stofnað í ágúst árið 2005, fyrst með heimilisfesti á skrifstofu minni í Reykjavík og síðar að Bíldshöfða 14. Ég sat ég í stjórn þess um sex mánaða skeið eða til 10. febrúar árið 2006. Síðan hef ég hvorki heyrt né séð þetta félag og hvorki komið nálægt nafnbreytingu þess né hugsanlegum flutningi á heimilisfesti. Sama gildir um langflest önnur félög sem ég hef stofnað og tengst tímabundið. Slík þjónusta er einfaldlega hluti af daglegum verkefnum fjölmargra lögmanna – jafnvel þeirra sem deilt hafa lífinu hamingjusamlega með fólki úr stjórnmálageiranum. Panama-skjölin Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Álfheiður Ingadóttir, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Vinstri grænna, segir ekkert fjær sanni en að hún og eiginmaður hennar eigi eða hafi átt félag á Tortóla. Vísar hún til fréttar í viðskiptahluta Morgunblaðsins í dag þar sem fullyrt er að Sigurmar hafi verið forsvarsmaður félagsins Sýreyjar þegar það var skráð á Tortóla. Álfheiður telur að verið sé að reyna að koma höggi á stjórnmálaflokk sinn og hana sjálfa með umfjölluninni. Í umfjöllun Morgunblaðsins um Mossack Fonseca og hlutabréfakaup, sem birt er að hluta á Mbl.is, er fjallað um félagið Sýrey sem Sigurmar K. Albertsson, eiginmaður Álfheiðar, stofnaði í ágúst 2005. Vísað er í ársreikinga Sýreyjar frá 2005-2014 þar sem fram komi að Sýrey hafi verið í eigu Holt Investment Group Ltd. Holt Investment var skráð á Íslandi í apríl 2005, með heimilisfang Mossack Fonseca á Tortóla.Sigurmar fullyrðir í samtali við Eyjuna að hann hafi aldrei átt félög á aflandseyjum eða haft aðkomu að þeim. Álfheiður segir Sigurmar hafa komið að stofnun Sýreyjar fyrir Kaupþing en Sigurmar er Hæstaréttarlögmaður. Sigurmar hafi tekið sæti í stjórninni ásamt Eggerti Hilmarssyni, starfsmanni Kaupþings. Endurskoðendur voru Ernest og Young. „Félagið var stofnað fyrir Kaupþing í þeim tilgangi að ganga frá uppgjöri á skuldum tiltekins manns við bankann. Því verki lauk Sigurmar og 10. febrúar 2006 var haldinn fundur í félaginu, Sigurmar fer úr stjórn og skipt er um endurskoðendur.“ Síðan hafi Sigurmar engin afskipti haft af félaginu eða Holts Investment. Félagið Sýrey hafi verið skráð á Íslandi á meðan Sigurmar sat í stjórn þess. „Meira er ekkert um þetta að segja – það er fyrst og fremst verið að reyna að koma höggi á mig og Vinstri græn – gefa til kynna að það sé sami rassinn undir öllum sem koma nálægt pólitík og vinstri græn eigi sko bara líka !!! peninga í skattaskjólum.“Uppfært klukkan 15:38: Sigurmar K. Albertsson, hæstaréttarlögmaður, sendi rétt í þessu frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna fjölmiðlaumfjöllunar dagsins:Í starfi mínu sem lögmaður hef ég á undanförnum árum stofnað mörg félög fyrir umbjóðendur mína í margvíslegum tilgangi. Ekkert þeirra hefur verið stofnað á erlendri grundu og ennþá síður í þeim tilgangi að koma verðmætum í skattaskjól eða annað í þeim dúr. Í sumum tilfellum hef ég setið sem lögmaður í stjórn þessara félaga, stundum í einn sólarhring og stundum lengur en ávallt til þess eins að brúa bil þar til eigendur félaganna taka við stjórnartaumum. Í því tilfelli sem gert hefur verið að umfjöllunarefni í dag vil ég taka það fram að félagið Sýrey ehf. var stofnað í ágúst árið 2005, fyrst með heimilisfesti á skrifstofu minni í Reykjavík og síðar að Bíldshöfða 14. Ég sat ég í stjórn þess um sex mánaða skeið eða til 10. febrúar árið 2006. Síðan hef ég hvorki heyrt né séð þetta félag og hvorki komið nálægt nafnbreytingu þess né hugsanlegum flutningi á heimilisfesti. Sama gildir um langflest önnur félög sem ég hef stofnað og tengst tímabundið. Slík þjónusta er einfaldlega hluti af daglegum verkefnum fjölmargra lögmanna – jafnvel þeirra sem deilt hafa lífinu hamingjusamlega með fólki úr stjórnmálageiranum.
Panama-skjölin Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira