Bjarni birtir upplýsingar úr skattframtali sínu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. apríl 2016 17:59 Fjármálaráðherra hefur birt upplýsingar um tekjur sínar frá því að hann tók við sem ráðherra vísir/anton brink Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur opnað bókhald sitt og birt yfirlit yfir allar skattskyldar tekjur þau ár sem hann hefur gegnt ráðherraembætti. Þá hefur hann birt yfirlýsingu frá endurskoðenda sínum um að gerð hafi verið grein fyrir félaginu Falson & co á skattframtali Bjarna á sínum tíma. „Mér finnst bæði eðlilegt og skiljanlegt að gerðar séu miklar kröfur til forystumanna í stjórnmálum,“ segir Bjarni á Facebook þar sem hann birtir upplýsingarnar. Áður hafa Árni Páll Árnason og Katrín Jakobsdóttir, formenn Samfylkingarinnar og Vinstri Grænna, birt upplýsingar úr sínum skattframtölum. Bjarni tók við embætti fjármála- og efnahagsráðherra árið 2013. Í yfirlýsingu hans sést að hann var með 14,9 milljónir í heildartekjur fyrir árið 2013, 15,7 milljónir árið 2014 og 17,7 milljónir á síðasta ári. Staðfesta að Falson & Co var skráð á skattskýrslu Bjarna Meðfylgjandi er einnig yfirlýsing frá Árna Snæbjörnssyni, endurskoðenda hjá Ernst & Young, þar sem fram kemur að Falson & Co, félag sem Bjarni átti hlut í vegna fasteignakaupa í Dubai. Félagið var skráð á Seychelles-eyjum, þekktu skattaskjóli. Var nafn félagsins og Bjarna í Panama-skjölunum. „Við staðfestum að í skattframtali 2007 vegna tekjuársins 2006 er gerð grein fyrir fjárfestingu í Falson & Co,“ segir í yfirlýsingunni. Fjárfestingin nam 33,3 milljónum króna. Jafnframt kemur fram að í skattframtali Bjarna árið 2010 vegna tekjuársins 2003 hafi verið gerð grein fyrir 26,1 milljón króna greiðslu frá Falson & Co. Félagið hafi síðan verið fært út árið eftir þegar það var niðurlagt með 7,1 milljón króna tapi.Sjá má upplýsingar frá Bjarna hér að neðan.Yfirlýsing frá endurskoðanda Bjarna vegna Falson&co.Mynd/BjarniUpplýsingar um tekjur Bjarna frá og með árinu 2013.Mynd/Bjarni Panama-skjölin Tengdar fréttir Bjarni átti í félagi sem skráð var á Seychelles-eyjum Hafði áður svarað því að hann ætti engar eignir í skattaskjólum. Hann segist hafa talið að félagið væri skráð í Lúxemborg. 29. mars 2016 19:43 Árni Páll birtir upplýsingar úr skattframtali sínu Fer að frumkvæði Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra. 13. apríl 2016 12:49 Katrín Jakobsdóttir birtir upplýsingar úr skattframtölum Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur fylgt fordæmi Eyglóar Harðardóttur, félags-og húsnæðismálaráðherra, og Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, og birt upplýsingar úr skattframtali sínu opinberlega. 14. apríl 2016 14:59 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur opnað bókhald sitt og birt yfirlit yfir allar skattskyldar tekjur þau ár sem hann hefur gegnt ráðherraembætti. Þá hefur hann birt yfirlýsingu frá endurskoðenda sínum um að gerð hafi verið grein fyrir félaginu Falson & co á skattframtali Bjarna á sínum tíma. „Mér finnst bæði eðlilegt og skiljanlegt að gerðar séu miklar kröfur til forystumanna í stjórnmálum,“ segir Bjarni á Facebook þar sem hann birtir upplýsingarnar. Áður hafa Árni Páll Árnason og Katrín Jakobsdóttir, formenn Samfylkingarinnar og Vinstri Grænna, birt upplýsingar úr sínum skattframtölum. Bjarni tók við embætti fjármála- og efnahagsráðherra árið 2013. Í yfirlýsingu hans sést að hann var með 14,9 milljónir í heildartekjur fyrir árið 2013, 15,7 milljónir árið 2014 og 17,7 milljónir á síðasta ári. Staðfesta að Falson & Co var skráð á skattskýrslu Bjarna Meðfylgjandi er einnig yfirlýsing frá Árna Snæbjörnssyni, endurskoðenda hjá Ernst & Young, þar sem fram kemur að Falson & Co, félag sem Bjarni átti hlut í vegna fasteignakaupa í Dubai. Félagið var skráð á Seychelles-eyjum, þekktu skattaskjóli. Var nafn félagsins og Bjarna í Panama-skjölunum. „Við staðfestum að í skattframtali 2007 vegna tekjuársins 2006 er gerð grein fyrir fjárfestingu í Falson & Co,“ segir í yfirlýsingunni. Fjárfestingin nam 33,3 milljónum króna. Jafnframt kemur fram að í skattframtali Bjarna árið 2010 vegna tekjuársins 2003 hafi verið gerð grein fyrir 26,1 milljón króna greiðslu frá Falson & Co. Félagið hafi síðan verið fært út árið eftir þegar það var niðurlagt með 7,1 milljón króna tapi.Sjá má upplýsingar frá Bjarna hér að neðan.Yfirlýsing frá endurskoðanda Bjarna vegna Falson&co.Mynd/BjarniUpplýsingar um tekjur Bjarna frá og með árinu 2013.Mynd/Bjarni
Panama-skjölin Tengdar fréttir Bjarni átti í félagi sem skráð var á Seychelles-eyjum Hafði áður svarað því að hann ætti engar eignir í skattaskjólum. Hann segist hafa talið að félagið væri skráð í Lúxemborg. 29. mars 2016 19:43 Árni Páll birtir upplýsingar úr skattframtali sínu Fer að frumkvæði Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra. 13. apríl 2016 12:49 Katrín Jakobsdóttir birtir upplýsingar úr skattframtölum Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur fylgt fordæmi Eyglóar Harðardóttur, félags-og húsnæðismálaráðherra, og Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, og birt upplýsingar úr skattframtali sínu opinberlega. 14. apríl 2016 14:59 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Bjarni átti í félagi sem skráð var á Seychelles-eyjum Hafði áður svarað því að hann ætti engar eignir í skattaskjólum. Hann segist hafa talið að félagið væri skráð í Lúxemborg. 29. mars 2016 19:43
Árni Páll birtir upplýsingar úr skattframtali sínu Fer að frumkvæði Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra. 13. apríl 2016 12:49
Katrín Jakobsdóttir birtir upplýsingar úr skattframtölum Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur fylgt fordæmi Eyglóar Harðardóttur, félags-og húsnæðismálaráðherra, og Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, og birt upplýsingar úr skattframtali sínu opinberlega. 14. apríl 2016 14:59