Rannsakar ekki mál forsætisráðherra Ingvar Haraldsson skrifar 15. apríl 2016 07:00 Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, sagðist ekki geta séð að stjórnvöld hefðu tekið ákvörðun um útgreiðslur til kröfuhafa. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, ætlar ekki að hafa frumkvæði að því að kanna hæfi fyrrverandi forsætisráðherra og tengsl hans við aflandsfélag nema verulega mikið nýtt komi í ljós í máli hans. Hann segir hins vegar brotalöm á siðareglum ráðherra og það sé Alþingis að ganga á eftir því að þær verði lagaðar. Á fundi með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í gærmorgun sagði Tryggvi hæfisreglur stjórnsýslulaga aðeins eiga við um stjórnvaldsákvarðanir sem snertu réttindi borgaranna. Hins vegar væri vandinn um að hve miklu leyti hæfisreglur giltu um pólitíska stefnumótun. Eina vanhæfisreglan sem gilti um þingmenn væri að þeir mættu ekki greiða atkvæði um fjárútlát til þeirra sjálfra. Tryggvi sagðist ekki geta séð að um samninga hafi verið að ræða milli ríkisins og kröfuhafa. Endanlegar ákvarðanir hafi verið teknar á Alþingi með lagasetningum. Þá sagði Tryggvi að hugsanlega væri tilefni til að ganga lengra við skráningu hagsmuna en nú er gert. Hann benti á að í Danmörku væru ítarlegri reglur um hagsmunaskráningu ráðherra en þingmanna. Þar þyrftu ráðherrar einnig að gera grein fyrir hagsmunum maka. Það væri hins vegar Alþingis að móta reglurnar og hans sem eftirlitsaðila á vegum þingsins að meta hvort farið væri eftir þeim. Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, setti ráðherrum siðareglur eins og samþykkt Alþingis hafði kallað eftir árið 2011. Tryggvi sagði hins vegar hafa gætt misskilnings hjá núverandi ríkisstjórn. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi ekki sett siðareglur heldur hefðu þær verið samþykktar í ríkisstjórn. Þetta hlyti að vera byggt á misskilningi þar sem ríkisstjórnin væri ekki fjölskipað stjórnvald og því væri ríkisstjórnin sem slík ekki hæf til stjórnvaldsaðgerða nema í algerum undantekningartilfellum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. apríl Panama-skjölin Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, ætlar ekki að hafa frumkvæði að því að kanna hæfi fyrrverandi forsætisráðherra og tengsl hans við aflandsfélag nema verulega mikið nýtt komi í ljós í máli hans. Hann segir hins vegar brotalöm á siðareglum ráðherra og það sé Alþingis að ganga á eftir því að þær verði lagaðar. Á fundi með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í gærmorgun sagði Tryggvi hæfisreglur stjórnsýslulaga aðeins eiga við um stjórnvaldsákvarðanir sem snertu réttindi borgaranna. Hins vegar væri vandinn um að hve miklu leyti hæfisreglur giltu um pólitíska stefnumótun. Eina vanhæfisreglan sem gilti um þingmenn væri að þeir mættu ekki greiða atkvæði um fjárútlát til þeirra sjálfra. Tryggvi sagðist ekki geta séð að um samninga hafi verið að ræða milli ríkisins og kröfuhafa. Endanlegar ákvarðanir hafi verið teknar á Alþingi með lagasetningum. Þá sagði Tryggvi að hugsanlega væri tilefni til að ganga lengra við skráningu hagsmuna en nú er gert. Hann benti á að í Danmörku væru ítarlegri reglur um hagsmunaskráningu ráðherra en þingmanna. Þar þyrftu ráðherrar einnig að gera grein fyrir hagsmunum maka. Það væri hins vegar Alþingis að móta reglurnar og hans sem eftirlitsaðila á vegum þingsins að meta hvort farið væri eftir þeim. Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, setti ráðherrum siðareglur eins og samþykkt Alþingis hafði kallað eftir árið 2011. Tryggvi sagði hins vegar hafa gætt misskilnings hjá núverandi ríkisstjórn. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi ekki sett siðareglur heldur hefðu þær verið samþykktar í ríkisstjórn. Þetta hlyti að vera byggt á misskilningi þar sem ríkisstjórnin væri ekki fjölskipað stjórnvald og því væri ríkisstjórnin sem slík ekki hæf til stjórnvaldsaðgerða nema í algerum undantekningartilfellum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. apríl
Panama-skjölin Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira