Baráttan milli Clinton og Sanders harðnar Guðsteinn Bjarnason skrifar 16. apríl 2016 07:00 Þau Hillary Clinton og Bernie Sanders lögðu hönd að brjósti þegar þjóðsöngur Bandaríkjanna var leikinn á undan sjónvarpskappræðum þeirra á fimmtudagskvöldið. Nordicphotos/AFP Forkosningarnar í New York á þriðjudaginn gætu skipt sköpum í kosningabaráttu Demókrataflokksins, þar sem nú sígur á seinni hluta hennar. Þau Hillary Clinton og Bernie Sanders þóttu óvenju hranaleg og óvægin í kappræðum á fimmtudagskvöldið. Sanders var gagnrýndur fyrir að vera of reiður en Clinton þótti ekki síður harðsnúin í gagnrýni sinni á Sanders. Sanders sagðist meðal annars ekki efast um að Clinton væri hæf til þess að gegna embætti forseta Bandaríkjanna. Hins vegar efaðist hann um dómgreind hennar og tíndi til ýmsar umdeildar ákvarðanir hennar. Sanders krafðist meðal annars svara frá Clinton um hernað Ísraela á Gasasvæðinu árið 2014. Hann sagðist sjálfur styðja Ísraelsríki af heilum hug en vera engu að síður þeirrar skoðunar að Ísraelar hefðu beitt óhóflega miklu ofbeldi, og spurði beint hvort Clinton væri sömu skoðunar. Hún kom sér hjá því að svara þeirri spurningu beint, en sagðist ætla að halda ótrauð áfram að vinna að lausn á deilu Ísraela og Palestínumanna yrði hún forseti. Enn eiga demókratar eftir að halda forkosningar í tuttugu ríkjum Bandaríkjanna, en repúblikanar í sextán. Mestu munar þar um New York, þar sem gengið verður til atkvæða á þriðjudaginn kemur, og Kaliforníu þar sem kosið verður 7. júní. Þann dag verða síðustu forkosningar flokkanna tveggja, og alls ekki víst að úrslitin ráðist fyrr en þá – eða jafnvel ekki fyrr en á landsþingum flokkanna í júlí. Sanders hefur unnið sjö af síðustu átta forkosningum, en virðist eiga þungan róður fram undan samkvæmt skoðanakönnunum. Fyrirfram virðist Sanders eiga litla möguleika gegn Clinton í New York á þriðjudaginn. Clinton mælist þar með vel yfir 50 prósenta stuðning en Sanders með um og innan við fjörutíu prósent. Af repúblikönum er það að frétta að Donald Trump mjakast áfram nær sigrinum, þótt enn vanti töluvert upp á að hann sé búinn að tryggja sér meirihluta á landsþinginu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. apríl. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Sjá meira
Forkosningarnar í New York á þriðjudaginn gætu skipt sköpum í kosningabaráttu Demókrataflokksins, þar sem nú sígur á seinni hluta hennar. Þau Hillary Clinton og Bernie Sanders þóttu óvenju hranaleg og óvægin í kappræðum á fimmtudagskvöldið. Sanders var gagnrýndur fyrir að vera of reiður en Clinton þótti ekki síður harðsnúin í gagnrýni sinni á Sanders. Sanders sagðist meðal annars ekki efast um að Clinton væri hæf til þess að gegna embætti forseta Bandaríkjanna. Hins vegar efaðist hann um dómgreind hennar og tíndi til ýmsar umdeildar ákvarðanir hennar. Sanders krafðist meðal annars svara frá Clinton um hernað Ísraela á Gasasvæðinu árið 2014. Hann sagðist sjálfur styðja Ísraelsríki af heilum hug en vera engu að síður þeirrar skoðunar að Ísraelar hefðu beitt óhóflega miklu ofbeldi, og spurði beint hvort Clinton væri sömu skoðunar. Hún kom sér hjá því að svara þeirri spurningu beint, en sagðist ætla að halda ótrauð áfram að vinna að lausn á deilu Ísraela og Palestínumanna yrði hún forseti. Enn eiga demókratar eftir að halda forkosningar í tuttugu ríkjum Bandaríkjanna, en repúblikanar í sextán. Mestu munar þar um New York, þar sem gengið verður til atkvæða á þriðjudaginn kemur, og Kaliforníu þar sem kosið verður 7. júní. Þann dag verða síðustu forkosningar flokkanna tveggja, og alls ekki víst að úrslitin ráðist fyrr en þá – eða jafnvel ekki fyrr en á landsþingum flokkanna í júlí. Sanders hefur unnið sjö af síðustu átta forkosningum, en virðist eiga þungan róður fram undan samkvæmt skoðanakönnunum. Fyrirfram virðist Sanders eiga litla möguleika gegn Clinton í New York á þriðjudaginn. Clinton mælist þar með vel yfir 50 prósenta stuðning en Sanders með um og innan við fjörutíu prósent. Af repúblikönum er það að frétta að Donald Trump mjakast áfram nær sigrinum, þótt enn vanti töluvert upp á að hann sé búinn að tryggja sér meirihluta á landsþinginu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. apríl.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Sjá meira