Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Fram 19-23 | Ekkert sumarfrí hjá Fram Guðmundur Tómas Sigfússon í Vestmannaeyjum skrifar 16. apríl 2016 18:30 vísir/ernir Fram tryggði sér oddaleik í Eyjum eftir fjögurra marka sigur 19-23 gegn ÍBV. Fram sýndi bestu hliðarnar sínar í dag en þær áttu ömurlegan leik á miðvikudaginn. Í hóp ÍBV voru allar nema ein frá Vestmannaeyjum en tveir af þremur útlendingum liðsins eru meiddir þessa dagana. Sú þriðja, Telma Amado, náði sér alls ekki á strik í dag en hún var frábær í síðasta leik liðanna. Telma skoraði úr einu af sínum fjórum skotum í dag og virtist vera í miklu veseni á milli varnarmanna Fram. Telma var ekki sú eina sem náði sér ekki á strik hjá ÍBV þar sem útileikmenn liðsins voru alls ekki að standa sig í dag. Ester Óskarsdóttir og Díana Dögg Magnúsdóttir gerðu sextán af nítján mörkum liðsins. Þær voru jafnframt þær einu í liði ÍBV sem skoruðu fleiri en eitt mark. Eftir þrettán mínútur var staðan 8-7 fyrir ÍBV en bæði lið voru að keyra á ótrúlegu tempói. Fram keyrði sérstaklega mikið í bakið á ÍBV en heimakonur voru hægar til baka. Restin af fyrri hálfleik var alveg ömurleg hjá ÍBV. Þær skoruðu þrjú mörk á síðustu sautján mínútum fyrri hálfleiks og tókst ekki að skora á fyrstu fimm í seinni. Þetta var alveg ömurlegur kafli hjá ÍBV en Fram skoraði sjö mörk á þessum kafla. Fram komst fljótlega fjórum mörkum yfir en þær gerðu rosalega vel í að halda þeirri forystu, ÍBV tókst þó að minnka muninn niður í tvö mörk nokkrum sinnum. Um 50. mínútu þá spilaði ÍBV mikið einni fleiri en þær nýttu sér það gjörsamlega ekki neitt. Ragnheiður Júlíusdóttir átti enn einn stórleikinn fyrir Fram en hún skoraði tíu mörk í dag. Mörg þeirra komu á mikilvægum tímapunktum í leiknum þar sem ÍBV nálgaðist. Markverðir liðanna voru mjög góðir í dag en Erla Rós Sigmarsdóttir varði átján skot í marki ÍBV. Hún hélt liðinu á floti á köflum en vörn ÍBV hefur oft verið betri en í dag. Guðrún Ósk Maríasdóttir var líka frábær í marki Fram, hún varði sautján skot en Hafdís Lilja Torfadóttir stal síðan senunni. Hún kom inn á til þess að verja vítakast, hún gerði það. ÍBV hélt boltanum og fékk annað vítakast sem hún varði einnig. Hafdís varði sex skot af þeim átta sem hún fékk á sig en þar af voru þrjú vítaköst. Oddaleikur liðanna fer fram á mánudaginn í Safamýrinni en sigurvegari leiksins mætir Gróttu í undanúrslitum.Stefán Arnarson: Erla miklu betri en pabbi sinn „Alltaf þegar maður kemur til Eyja og vinnur þá er maður sáttur,“ sagði Stefán Arnarson, þjálfari Fram, sem var sáttur með leik sinna stelpna í dag þegar þær sigruðu ÍBV. „Þetta er alltaf mjög erfiður útivöllur og flottur heimavöllur, þannig ég er sáttur.“ Hver var mesti munurinn á þessum leik og leiknum á miðvikudaginn? „Hugarfarið var aðal munurinn, við vorum ekki mættar til leiks í fyrsta leik. Margar léku langt undir getu en í dag voru allar að spila vel.“ „Við höfum alltaf keyrt mikið en við náðum ekki að keyra í dag. Við breyttum aðeins útfærslunni í hraðaupphlaupunum núna og það gekk bara mjög vel.“ „Mér fannst Guðrún spila vel og Hafdís sem er átján ára kom frábær inn hjá okkur. Svo hún Erla er orðin miklu betri en pabbi sinn var þannig að það er erfitt að skora hjá henni, enda var pabbi hennar bara ágætur markvörður,“ sagði Stefán um markverði liðanna í einvíginu. Stefán gerði lítið úr möguleikum Fram eftir leik þeirra gegn ÍBV á miðvikudaginn og sagði að ÍBV væri að klára þetta. Vann hann sálfræðistríðið? „Ég dæmdi út frá því hvernig við spiluðum, við spiluðum illa og þess vegna sagði ég að það væri búið en við náðum að snúa þessu við.“Hrafnhildur Ósk Skúladóttir: Ég væri til í að hafa einhverja leikmenn klára „Í sjálfu sér er ég ánægð með baráttuna, ég get ekki sagt að þær hafi ekki lagt sig fram í dag,“ sagði Hrafnhildur Skúladóttir, þjálfari ÍBV, eftir tap gegn Fram úti í Eyjum. „Mér finnst varnarleikurinn frábær, það sem var að eru hraðaupphlaupsmörk sem þær skora. Ég var ósátt við hvað við vorum seinar til baka, auðveld mörk sem ég vildi ekki fá á mig. Ég hefði viljað mínusa þau mörk út.“ „Fyrstu tólf mínúturnar í seinni fer þetta, við náum að halda þeim í einu marki en erum á meðan að brenna á dauðafærum. Við hefðum auðveldlega geta komist inn í leikinn aftur og jafnað eða þess vegna komist yfir. Í staðinn erum við ennþá þremur til fjórum mörkum undir, lélegi kaflinn þeirra var líka lélegi kaflinn okkar.“ Ester Óskarsdóttir og Díana Dögg Magnúsdóttir skoruðu 16 af 19 mörkum ÍBV í dag, það er nokkuð skrýtið. „Það er ekki nógu gott, Ester var mjög flott í dag. Við áttum Drífu algjörlega inni, hún kom haltrandi út áðan. Hún gengur ekki heil til skógar, við söknum klárlega framlags frá fleiri leikmönnum í dag.“ „Telma var frábær í síðasta leik með sjö mörk, hún er ekki nógu góð í dag. Skoraði hún eitt? Hún er líka að fara með einhver dauðafæri og það hefði munað að fá það inn.“ Hverju þarf liðið að breyta fyrir oddaleikinn? „Ég væri til í að hafa einhverja leikmenn klára, þetta lítur ekkert alltof vel út hjá okkur. Eins og staðan er núna þá er Vera út, Drífa út og Greta út fyrir. Þóra kemur inn í dag hún er rosalega flott og ung stelpa sem er áræðin. Það fer ábyrgð á ungar herðar núna, þær verða að standast það.“ Erla Rós Sigmarsdóttir var góð í marki ÍBV í dag með átján skot varin. „Við erum aldrei að fara að standa í Fram með undir tíu bolta varða, það er alveg ljóst. Hún er okkur lífsnauðsynleg í þessum ham.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Fleiri fréttir Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Sjá meira
Fram tryggði sér oddaleik í Eyjum eftir fjögurra marka sigur 19-23 gegn ÍBV. Fram sýndi bestu hliðarnar sínar í dag en þær áttu ömurlegan leik á miðvikudaginn. Í hóp ÍBV voru allar nema ein frá Vestmannaeyjum en tveir af þremur útlendingum liðsins eru meiddir þessa dagana. Sú þriðja, Telma Amado, náði sér alls ekki á strik í dag en hún var frábær í síðasta leik liðanna. Telma skoraði úr einu af sínum fjórum skotum í dag og virtist vera í miklu veseni á milli varnarmanna Fram. Telma var ekki sú eina sem náði sér ekki á strik hjá ÍBV þar sem útileikmenn liðsins voru alls ekki að standa sig í dag. Ester Óskarsdóttir og Díana Dögg Magnúsdóttir gerðu sextán af nítján mörkum liðsins. Þær voru jafnframt þær einu í liði ÍBV sem skoruðu fleiri en eitt mark. Eftir þrettán mínútur var staðan 8-7 fyrir ÍBV en bæði lið voru að keyra á ótrúlegu tempói. Fram keyrði sérstaklega mikið í bakið á ÍBV en heimakonur voru hægar til baka. Restin af fyrri hálfleik var alveg ömurleg hjá ÍBV. Þær skoruðu þrjú mörk á síðustu sautján mínútum fyrri hálfleiks og tókst ekki að skora á fyrstu fimm í seinni. Þetta var alveg ömurlegur kafli hjá ÍBV en Fram skoraði sjö mörk á þessum kafla. Fram komst fljótlega fjórum mörkum yfir en þær gerðu rosalega vel í að halda þeirri forystu, ÍBV tókst þó að minnka muninn niður í tvö mörk nokkrum sinnum. Um 50. mínútu þá spilaði ÍBV mikið einni fleiri en þær nýttu sér það gjörsamlega ekki neitt. Ragnheiður Júlíusdóttir átti enn einn stórleikinn fyrir Fram en hún skoraði tíu mörk í dag. Mörg þeirra komu á mikilvægum tímapunktum í leiknum þar sem ÍBV nálgaðist. Markverðir liðanna voru mjög góðir í dag en Erla Rós Sigmarsdóttir varði átján skot í marki ÍBV. Hún hélt liðinu á floti á köflum en vörn ÍBV hefur oft verið betri en í dag. Guðrún Ósk Maríasdóttir var líka frábær í marki Fram, hún varði sautján skot en Hafdís Lilja Torfadóttir stal síðan senunni. Hún kom inn á til þess að verja vítakast, hún gerði það. ÍBV hélt boltanum og fékk annað vítakast sem hún varði einnig. Hafdís varði sex skot af þeim átta sem hún fékk á sig en þar af voru þrjú vítaköst. Oddaleikur liðanna fer fram á mánudaginn í Safamýrinni en sigurvegari leiksins mætir Gróttu í undanúrslitum.Stefán Arnarson: Erla miklu betri en pabbi sinn „Alltaf þegar maður kemur til Eyja og vinnur þá er maður sáttur,“ sagði Stefán Arnarson, þjálfari Fram, sem var sáttur með leik sinna stelpna í dag þegar þær sigruðu ÍBV. „Þetta er alltaf mjög erfiður útivöllur og flottur heimavöllur, þannig ég er sáttur.“ Hver var mesti munurinn á þessum leik og leiknum á miðvikudaginn? „Hugarfarið var aðal munurinn, við vorum ekki mættar til leiks í fyrsta leik. Margar léku langt undir getu en í dag voru allar að spila vel.“ „Við höfum alltaf keyrt mikið en við náðum ekki að keyra í dag. Við breyttum aðeins útfærslunni í hraðaupphlaupunum núna og það gekk bara mjög vel.“ „Mér fannst Guðrún spila vel og Hafdís sem er átján ára kom frábær inn hjá okkur. Svo hún Erla er orðin miklu betri en pabbi sinn var þannig að það er erfitt að skora hjá henni, enda var pabbi hennar bara ágætur markvörður,“ sagði Stefán um markverði liðanna í einvíginu. Stefán gerði lítið úr möguleikum Fram eftir leik þeirra gegn ÍBV á miðvikudaginn og sagði að ÍBV væri að klára þetta. Vann hann sálfræðistríðið? „Ég dæmdi út frá því hvernig við spiluðum, við spiluðum illa og þess vegna sagði ég að það væri búið en við náðum að snúa þessu við.“Hrafnhildur Ósk Skúladóttir: Ég væri til í að hafa einhverja leikmenn klára „Í sjálfu sér er ég ánægð með baráttuna, ég get ekki sagt að þær hafi ekki lagt sig fram í dag,“ sagði Hrafnhildur Skúladóttir, þjálfari ÍBV, eftir tap gegn Fram úti í Eyjum. „Mér finnst varnarleikurinn frábær, það sem var að eru hraðaupphlaupsmörk sem þær skora. Ég var ósátt við hvað við vorum seinar til baka, auðveld mörk sem ég vildi ekki fá á mig. Ég hefði viljað mínusa þau mörk út.“ „Fyrstu tólf mínúturnar í seinni fer þetta, við náum að halda þeim í einu marki en erum á meðan að brenna á dauðafærum. Við hefðum auðveldlega geta komist inn í leikinn aftur og jafnað eða þess vegna komist yfir. Í staðinn erum við ennþá þremur til fjórum mörkum undir, lélegi kaflinn þeirra var líka lélegi kaflinn okkar.“ Ester Óskarsdóttir og Díana Dögg Magnúsdóttir skoruðu 16 af 19 mörkum ÍBV í dag, það er nokkuð skrýtið. „Það er ekki nógu gott, Ester var mjög flott í dag. Við áttum Drífu algjörlega inni, hún kom haltrandi út áðan. Hún gengur ekki heil til skógar, við söknum klárlega framlags frá fleiri leikmönnum í dag.“ „Telma var frábær í síðasta leik með sjö mörk, hún er ekki nógu góð í dag. Skoraði hún eitt? Hún er líka að fara með einhver dauðafæri og það hefði munað að fá það inn.“ Hverju þarf liðið að breyta fyrir oddaleikinn? „Ég væri til í að hafa einhverja leikmenn klára, þetta lítur ekkert alltof vel út hjá okkur. Eins og staðan er núna þá er Vera út, Drífa út og Greta út fyrir. Þóra kemur inn í dag hún er rosalega flott og ung stelpa sem er áræðin. Það fer ábyrgð á ungar herðar núna, þær verða að standast það.“ Erla Rós Sigmarsdóttir var góð í marki ÍBV í dag með átján skot varin. „Við erum aldrei að fara að standa í Fram með undir tíu bolta varða, það er alveg ljóst. Hún er okkur lífsnauðsynleg í þessum ham.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Fleiri fréttir Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Sjá meira