Það verða Fjölnir eða Selfoss sem munu leika í Olís-deildinni á næsta tímabili, en liðin unnu bæði einvígi sín 2-0 í umspili um laust sæti í efstu deild.
Fjölnir vann HK 22-20 í annað skipti, en leikið var í Kópavogi í dag. Brynjar Loftsson skoraði sjö mörk fyrir Selfoss og Andri Þór Helgason var markahæstur hjá HK með sjö mörk.
Selfoss vann einnig sitt einvígi 2-0, en þeir unnu Þrótt með átta marka mun, 33-25. Elvar Örn Jónsson skoraði sjö mörk, en Óttar Filipp Pétursson gerði níu mörk fyrir heimamenn í Þrótti.
Athygli vakti að Þórir Ólafsson skoraði þrjú mörk fyrir Selfoss, en hann er að hjálpa sínu uppeldisfélagi að komast í deild þeirra bestu. Þórir var búinn að segjast ætla að leggja skóna á hilluna.
Fjölnir og Selfoss mætast því í úrslitarimmunni um sæti í efstu deildinni á næstu leiktíð, en vinna þarf þrjá leiki í rimmunni til þess að sigra hana. Fyrsti leikur liðanna er eftir slétta viku.
Þórir skoraði þrjú og Selfoss og Fjölnir spila um úrvalsdeildarsæti
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið



„Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“
Íslenski boltinn




Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi
Enski boltinn


