Ferðamenn hættu sér út á ótryggan ís á Jökulsárlóni Birgir Olgeirsson skrifar 18. apríl 2016 11:22 Fjórir voru á ísnum þegar lögregla kom á staðinn og komust þeir heilir á höldnu á land þar sem þeir voru teknir tali. Vísir/Lögreglan á Suðurlandi Hópur ferðamanna hætti sér út á ótryggan ís á Jökulsárlóni í gær. Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi en þar segir að um 15 til 20 manns hafi farið út á lónið að sögn sjónarvotta en flestir voru komnir á fast land þegar lögreglu bar að. Fjórir voru á ísnum þegar lögregla kom á staðinn og komust þeir heilir á höldnu á land þar sem þeir voru teknir tali. Lögreglan segir aðstæður á Jökulsárlóni í gær hafa verið þannig að íshröngl og smájakar höfðu safnast sunnarlega á lóninu í norðanvindinum síðustu daga, til móts við þjónustubyggingu og bifreiðastæði. Kröftugt innfall var inn í lónið og talsverð hreyfing á ísnum sökum þess. Var ísinn því mjög ótryggur að sögn lögreglu og opnar vakir á milli. Telur lögreglan að það hefði geta reynst erfitt um vik með björgun ef einhver hefði farið ofan í lónið. Lögregla beinir því til fólks virða merkingar við Jökulsárlón um að ekki sé óhætt að fara út á ísinn og fara að öllu með gát. Eins að láta ekki afskiptalaust ef sést til fólks að fikra sig út á ísinn, heldur láta vita svo hægt sé að grípa inn í og afstýra slysum. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Leiðsögumaður sem varð vitni að því þegar tugir ferðamanna hættu sér út á ísilagt Jökulsárlón í dag segir að breyttur veruleiki sé til staðar í ferðamálum á Íslandi í dag. 18. febrúar 2016 22:00 Leiðsögumaður við Gullfoss: „Vantar stórkostlega upp á alla gæslu“ Leiðsögumaður sem varð vitni að því þegar erlendir ferðamenn virtu lokanir við Gullfoss að vettugi segir að hið opinbera verði að grípa í taumana áður en af hljótist mikill skaði. 6. mars 2016 17:44 Tugir ferðamanna fastir á ísjaka sem rak út á Jökulsárlón Björgunarsveitir eru á leið á vettvang. 18. febrúar 2016 15:55 Staðarhaldari segir ekki hlaupið að því að tryggja öryggi ferðamanna við Jökulsárlón "Reyna að höfða til almennrar skynsemi fólks.“ 19. febrúar 2016 14:46 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Hópur ferðamanna hætti sér út á ótryggan ís á Jökulsárlóni í gær. Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi en þar segir að um 15 til 20 manns hafi farið út á lónið að sögn sjónarvotta en flestir voru komnir á fast land þegar lögreglu bar að. Fjórir voru á ísnum þegar lögregla kom á staðinn og komust þeir heilir á höldnu á land þar sem þeir voru teknir tali. Lögreglan segir aðstæður á Jökulsárlóni í gær hafa verið þannig að íshröngl og smájakar höfðu safnast sunnarlega á lóninu í norðanvindinum síðustu daga, til móts við þjónustubyggingu og bifreiðastæði. Kröftugt innfall var inn í lónið og talsverð hreyfing á ísnum sökum þess. Var ísinn því mjög ótryggur að sögn lögreglu og opnar vakir á milli. Telur lögreglan að það hefði geta reynst erfitt um vik með björgun ef einhver hefði farið ofan í lónið. Lögregla beinir því til fólks virða merkingar við Jökulsárlón um að ekki sé óhætt að fara út á ísinn og fara að öllu með gát. Eins að láta ekki afskiptalaust ef sést til fólks að fikra sig út á ísinn, heldur láta vita svo hægt sé að grípa inn í og afstýra slysum.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Leiðsögumaður sem varð vitni að því þegar tugir ferðamanna hættu sér út á ísilagt Jökulsárlón í dag segir að breyttur veruleiki sé til staðar í ferðamálum á Íslandi í dag. 18. febrúar 2016 22:00 Leiðsögumaður við Gullfoss: „Vantar stórkostlega upp á alla gæslu“ Leiðsögumaður sem varð vitni að því þegar erlendir ferðamenn virtu lokanir við Gullfoss að vettugi segir að hið opinbera verði að grípa í taumana áður en af hljótist mikill skaði. 6. mars 2016 17:44 Tugir ferðamanna fastir á ísjaka sem rak út á Jökulsárlón Björgunarsveitir eru á leið á vettvang. 18. febrúar 2016 15:55 Staðarhaldari segir ekki hlaupið að því að tryggja öryggi ferðamanna við Jökulsárlón "Reyna að höfða til almennrar skynsemi fólks.“ 19. febrúar 2016 14:46 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Leiðsögumaður sem varð vitni að því þegar tugir ferðamanna hættu sér út á ísilagt Jökulsárlón í dag segir að breyttur veruleiki sé til staðar í ferðamálum á Íslandi í dag. 18. febrúar 2016 22:00
Leiðsögumaður við Gullfoss: „Vantar stórkostlega upp á alla gæslu“ Leiðsögumaður sem varð vitni að því þegar erlendir ferðamenn virtu lokanir við Gullfoss að vettugi segir að hið opinbera verði að grípa í taumana áður en af hljótist mikill skaði. 6. mars 2016 17:44
Tugir ferðamanna fastir á ísjaka sem rak út á Jökulsárlón Björgunarsveitir eru á leið á vettvang. 18. febrúar 2016 15:55
Staðarhaldari segir ekki hlaupið að því að tryggja öryggi ferðamanna við Jökulsárlón "Reyna að höfða til almennrar skynsemi fólks.“ 19. febrúar 2016 14:46