I have decided to retire young.
— Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) April 19, 2016
Thanks for the cheese.
Catch ya's later.
Það er óhætt að segja tíðindin yrðu afar óvænt ef þetta reynist rétt. Conor McGregor er nú staddur á Íslandi og er að æfa með Gunnari Nelson sem er að undirbúa sig fyrir bardaga þann 8. maí.
Næsti bardagi McGregor verður gegn Nate Diaz á UFC 200 í Las Vegas en Diaz vann óvæntan sigur á Íranum sterka fyrr í vetur.
Það verður að teljast afar ólíklegt að McGregor sé hættur og að færslan sé aðeins hönnuð til að færa sviðsljósið að honum á nýjan leik.