Forskosningarnar í New York í beinni: Clinton og Trump mæta á heimavöll Bjarki Ármannsson skrifar 19. apríl 2016 23:26 Úrslita er beðið með eftirvæntingu úr heimaríki þeirra Hillary Clinton og Donald Trump, sem mælast um þessar mundir með mest fylgi meðal Demókrata annars vegar og Repúblikana hins vegar. Vísir/Getty/AFP Forkosningar í New York-ríki standa nú yfir og og loka kjörstaðir klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma. Úrslita er beðið með eftirvæntingu úr heimaríki þeirra Hillary Clinton og Donald Trump, sem mælast um þessar mundir með mest fylgi meðal Demókrata annars vegar og Repúblikana hins vegar. Bæði Clinton og Trump hafa átt erfitt uppdráttar síðustu vikur; Clinton hefur lotið í lægra haldi fyrir Bernie Sanders í sjö af átta síðustu ríkjum sem kosið hefur verið í og Trump mátti sömuleiðis sætta sig við stórtap gegn Ted Cruz í Wisconsin-ríki. Þau geta þó bæði hugsað sér gott til glóðarinnar í kvöld, gangi spár eftir. Trump getur nánast gengið að sigrinum vísum í ríkinu. Hann hefur mælst með mikið forskot á þá Cruz og John Kasich í skoðanakönnunum en þess ber þó að geta að naumur sigur væri sennilega ekki nóg fyrir Trump til að tryggja sér meirihluta kjörmanna í baráttunni um útnefningu Repúblikanaflokksins. Til þess að tryggja sér alla 95 kjörmenn New York-ríkis þarf Trump að fá rúmlega helming atkvæða í öllum kjördæmum ríkisins. Það er talið gerlegt en það flækir þó málin fyrir Trump að Kasich skuli enn vera með í baráttunni. Trump myndi sennilega eiga auðvelt með að tryggja sér rúmlega helming atkvæða væri hann einn gegn sínum helsta keppinauti, Cruz, sem er alls ekki vinsæll meðal íbúa New York. Clinton stendur sömuleiðis vel fyrir þessar forkosningar og hefur enn verulegt forskot á Sanders hvað kjörmenn varðar á landsvísu. Það forskot hefur þó dregist saman í síðustu forkosningum og naumur sigur í heimaríki hennar, þar sem hún bar höfuð yfir herðar Sanders í skoðanakönnunum fyrir aðeins mánuði, væri áhyggjuefni.Hægt verður að fylgjast með umfjöllun fréttaveitunnar ABC um forkosningarnar í New York í beinni útsendingu næstu klukkustundirnar í spilaranum hér að neðan. Donald Trump Tengdar fréttir Clinton og Sanders takast á um New York Aukin harka hefur færst í kosningabaráttu Demókrata eftir góða siglingu Bernie Sanders að undanförnu. 7. apríl 2016 23:30 Clinton og Trump jöfn Ef Hillary Clinton og Donald Trump yrðu forsetaframbjóðendur flokka sinna myndi Clinton hljóta 38 prósent atkvæða en Trump 36 prósent. Sextán prósent myndu kjósa annan frambjóðanda og átta prósent sitja heima eða skila auðu. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu NBC í Bandaríkjunum. 13. apríl 2016 07:00 Trump vísaði til 9/11 sem 7/11 7/11 er verslanakeðja í Bandaríkjunum og víðar. 19. apríl 2016 10:01 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Sjá meira
Forkosningar í New York-ríki standa nú yfir og og loka kjörstaðir klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma. Úrslita er beðið með eftirvæntingu úr heimaríki þeirra Hillary Clinton og Donald Trump, sem mælast um þessar mundir með mest fylgi meðal Demókrata annars vegar og Repúblikana hins vegar. Bæði Clinton og Trump hafa átt erfitt uppdráttar síðustu vikur; Clinton hefur lotið í lægra haldi fyrir Bernie Sanders í sjö af átta síðustu ríkjum sem kosið hefur verið í og Trump mátti sömuleiðis sætta sig við stórtap gegn Ted Cruz í Wisconsin-ríki. Þau geta þó bæði hugsað sér gott til glóðarinnar í kvöld, gangi spár eftir. Trump getur nánast gengið að sigrinum vísum í ríkinu. Hann hefur mælst með mikið forskot á þá Cruz og John Kasich í skoðanakönnunum en þess ber þó að geta að naumur sigur væri sennilega ekki nóg fyrir Trump til að tryggja sér meirihluta kjörmanna í baráttunni um útnefningu Repúblikanaflokksins. Til þess að tryggja sér alla 95 kjörmenn New York-ríkis þarf Trump að fá rúmlega helming atkvæða í öllum kjördæmum ríkisins. Það er talið gerlegt en það flækir þó málin fyrir Trump að Kasich skuli enn vera með í baráttunni. Trump myndi sennilega eiga auðvelt með að tryggja sér rúmlega helming atkvæða væri hann einn gegn sínum helsta keppinauti, Cruz, sem er alls ekki vinsæll meðal íbúa New York. Clinton stendur sömuleiðis vel fyrir þessar forkosningar og hefur enn verulegt forskot á Sanders hvað kjörmenn varðar á landsvísu. Það forskot hefur þó dregist saman í síðustu forkosningum og naumur sigur í heimaríki hennar, þar sem hún bar höfuð yfir herðar Sanders í skoðanakönnunum fyrir aðeins mánuði, væri áhyggjuefni.Hægt verður að fylgjast með umfjöllun fréttaveitunnar ABC um forkosningarnar í New York í beinni útsendingu næstu klukkustundirnar í spilaranum hér að neðan.
Donald Trump Tengdar fréttir Clinton og Sanders takast á um New York Aukin harka hefur færst í kosningabaráttu Demókrata eftir góða siglingu Bernie Sanders að undanförnu. 7. apríl 2016 23:30 Clinton og Trump jöfn Ef Hillary Clinton og Donald Trump yrðu forsetaframbjóðendur flokka sinna myndi Clinton hljóta 38 prósent atkvæða en Trump 36 prósent. Sextán prósent myndu kjósa annan frambjóðanda og átta prósent sitja heima eða skila auðu. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu NBC í Bandaríkjunum. 13. apríl 2016 07:00 Trump vísaði til 9/11 sem 7/11 7/11 er verslanakeðja í Bandaríkjunum og víðar. 19. apríl 2016 10:01 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Sjá meira
Clinton og Sanders takast á um New York Aukin harka hefur færst í kosningabaráttu Demókrata eftir góða siglingu Bernie Sanders að undanförnu. 7. apríl 2016 23:30
Clinton og Trump jöfn Ef Hillary Clinton og Donald Trump yrðu forsetaframbjóðendur flokka sinna myndi Clinton hljóta 38 prósent atkvæða en Trump 36 prósent. Sextán prósent myndu kjósa annan frambjóðanda og átta prósent sitja heima eða skila auðu. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu NBC í Bandaríkjunum. 13. apríl 2016 07:00
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent