Forskosningarnar í New York í beinni: Clinton og Trump mæta á heimavöll Bjarki Ármannsson skrifar 19. apríl 2016 23:26 Úrslita er beðið með eftirvæntingu úr heimaríki þeirra Hillary Clinton og Donald Trump, sem mælast um þessar mundir með mest fylgi meðal Demókrata annars vegar og Repúblikana hins vegar. Vísir/Getty/AFP Forkosningar í New York-ríki standa nú yfir og og loka kjörstaðir klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma. Úrslita er beðið með eftirvæntingu úr heimaríki þeirra Hillary Clinton og Donald Trump, sem mælast um þessar mundir með mest fylgi meðal Demókrata annars vegar og Repúblikana hins vegar. Bæði Clinton og Trump hafa átt erfitt uppdráttar síðustu vikur; Clinton hefur lotið í lægra haldi fyrir Bernie Sanders í sjö af átta síðustu ríkjum sem kosið hefur verið í og Trump mátti sömuleiðis sætta sig við stórtap gegn Ted Cruz í Wisconsin-ríki. Þau geta þó bæði hugsað sér gott til glóðarinnar í kvöld, gangi spár eftir. Trump getur nánast gengið að sigrinum vísum í ríkinu. Hann hefur mælst með mikið forskot á þá Cruz og John Kasich í skoðanakönnunum en þess ber þó að geta að naumur sigur væri sennilega ekki nóg fyrir Trump til að tryggja sér meirihluta kjörmanna í baráttunni um útnefningu Repúblikanaflokksins. Til þess að tryggja sér alla 95 kjörmenn New York-ríkis þarf Trump að fá rúmlega helming atkvæða í öllum kjördæmum ríkisins. Það er talið gerlegt en það flækir þó málin fyrir Trump að Kasich skuli enn vera með í baráttunni. Trump myndi sennilega eiga auðvelt með að tryggja sér rúmlega helming atkvæða væri hann einn gegn sínum helsta keppinauti, Cruz, sem er alls ekki vinsæll meðal íbúa New York. Clinton stendur sömuleiðis vel fyrir þessar forkosningar og hefur enn verulegt forskot á Sanders hvað kjörmenn varðar á landsvísu. Það forskot hefur þó dregist saman í síðustu forkosningum og naumur sigur í heimaríki hennar, þar sem hún bar höfuð yfir herðar Sanders í skoðanakönnunum fyrir aðeins mánuði, væri áhyggjuefni.Hægt verður að fylgjast með umfjöllun fréttaveitunnar ABC um forkosningarnar í New York í beinni útsendingu næstu klukkustundirnar í spilaranum hér að neðan. Donald Trump Tengdar fréttir Clinton og Sanders takast á um New York Aukin harka hefur færst í kosningabaráttu Demókrata eftir góða siglingu Bernie Sanders að undanförnu. 7. apríl 2016 23:30 Clinton og Trump jöfn Ef Hillary Clinton og Donald Trump yrðu forsetaframbjóðendur flokka sinna myndi Clinton hljóta 38 prósent atkvæða en Trump 36 prósent. Sextán prósent myndu kjósa annan frambjóðanda og átta prósent sitja heima eða skila auðu. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu NBC í Bandaríkjunum. 13. apríl 2016 07:00 Trump vísaði til 9/11 sem 7/11 7/11 er verslanakeðja í Bandaríkjunum og víðar. 19. apríl 2016 10:01 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Forkosningar í New York-ríki standa nú yfir og og loka kjörstaðir klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma. Úrslita er beðið með eftirvæntingu úr heimaríki þeirra Hillary Clinton og Donald Trump, sem mælast um þessar mundir með mest fylgi meðal Demókrata annars vegar og Repúblikana hins vegar. Bæði Clinton og Trump hafa átt erfitt uppdráttar síðustu vikur; Clinton hefur lotið í lægra haldi fyrir Bernie Sanders í sjö af átta síðustu ríkjum sem kosið hefur verið í og Trump mátti sömuleiðis sætta sig við stórtap gegn Ted Cruz í Wisconsin-ríki. Þau geta þó bæði hugsað sér gott til glóðarinnar í kvöld, gangi spár eftir. Trump getur nánast gengið að sigrinum vísum í ríkinu. Hann hefur mælst með mikið forskot á þá Cruz og John Kasich í skoðanakönnunum en þess ber þó að geta að naumur sigur væri sennilega ekki nóg fyrir Trump til að tryggja sér meirihluta kjörmanna í baráttunni um útnefningu Repúblikanaflokksins. Til þess að tryggja sér alla 95 kjörmenn New York-ríkis þarf Trump að fá rúmlega helming atkvæða í öllum kjördæmum ríkisins. Það er talið gerlegt en það flækir þó málin fyrir Trump að Kasich skuli enn vera með í baráttunni. Trump myndi sennilega eiga auðvelt með að tryggja sér rúmlega helming atkvæða væri hann einn gegn sínum helsta keppinauti, Cruz, sem er alls ekki vinsæll meðal íbúa New York. Clinton stendur sömuleiðis vel fyrir þessar forkosningar og hefur enn verulegt forskot á Sanders hvað kjörmenn varðar á landsvísu. Það forskot hefur þó dregist saman í síðustu forkosningum og naumur sigur í heimaríki hennar, þar sem hún bar höfuð yfir herðar Sanders í skoðanakönnunum fyrir aðeins mánuði, væri áhyggjuefni.Hægt verður að fylgjast með umfjöllun fréttaveitunnar ABC um forkosningarnar í New York í beinni útsendingu næstu klukkustundirnar í spilaranum hér að neðan.
Donald Trump Tengdar fréttir Clinton og Sanders takast á um New York Aukin harka hefur færst í kosningabaráttu Demókrata eftir góða siglingu Bernie Sanders að undanförnu. 7. apríl 2016 23:30 Clinton og Trump jöfn Ef Hillary Clinton og Donald Trump yrðu forsetaframbjóðendur flokka sinna myndi Clinton hljóta 38 prósent atkvæða en Trump 36 prósent. Sextán prósent myndu kjósa annan frambjóðanda og átta prósent sitja heima eða skila auðu. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu NBC í Bandaríkjunum. 13. apríl 2016 07:00 Trump vísaði til 9/11 sem 7/11 7/11 er verslanakeðja í Bandaríkjunum og víðar. 19. apríl 2016 10:01 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Clinton og Sanders takast á um New York Aukin harka hefur færst í kosningabaráttu Demókrata eftir góða siglingu Bernie Sanders að undanförnu. 7. apríl 2016 23:30
Clinton og Trump jöfn Ef Hillary Clinton og Donald Trump yrðu forsetaframbjóðendur flokka sinna myndi Clinton hljóta 38 prósent atkvæða en Trump 36 prósent. Sextán prósent myndu kjósa annan frambjóðanda og átta prósent sitja heima eða skila auðu. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu NBC í Bandaríkjunum. 13. apríl 2016 07:00