Forskosningarnar í New York í beinni: Clinton og Trump mæta á heimavöll Bjarki Ármannsson skrifar 19. apríl 2016 23:26 Úrslita er beðið með eftirvæntingu úr heimaríki þeirra Hillary Clinton og Donald Trump, sem mælast um þessar mundir með mest fylgi meðal Demókrata annars vegar og Repúblikana hins vegar. Vísir/Getty/AFP Forkosningar í New York-ríki standa nú yfir og og loka kjörstaðir klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma. Úrslita er beðið með eftirvæntingu úr heimaríki þeirra Hillary Clinton og Donald Trump, sem mælast um þessar mundir með mest fylgi meðal Demókrata annars vegar og Repúblikana hins vegar. Bæði Clinton og Trump hafa átt erfitt uppdráttar síðustu vikur; Clinton hefur lotið í lægra haldi fyrir Bernie Sanders í sjö af átta síðustu ríkjum sem kosið hefur verið í og Trump mátti sömuleiðis sætta sig við stórtap gegn Ted Cruz í Wisconsin-ríki. Þau geta þó bæði hugsað sér gott til glóðarinnar í kvöld, gangi spár eftir. Trump getur nánast gengið að sigrinum vísum í ríkinu. Hann hefur mælst með mikið forskot á þá Cruz og John Kasich í skoðanakönnunum en þess ber þó að geta að naumur sigur væri sennilega ekki nóg fyrir Trump til að tryggja sér meirihluta kjörmanna í baráttunni um útnefningu Repúblikanaflokksins. Til þess að tryggja sér alla 95 kjörmenn New York-ríkis þarf Trump að fá rúmlega helming atkvæða í öllum kjördæmum ríkisins. Það er talið gerlegt en það flækir þó málin fyrir Trump að Kasich skuli enn vera með í baráttunni. Trump myndi sennilega eiga auðvelt með að tryggja sér rúmlega helming atkvæða væri hann einn gegn sínum helsta keppinauti, Cruz, sem er alls ekki vinsæll meðal íbúa New York. Clinton stendur sömuleiðis vel fyrir þessar forkosningar og hefur enn verulegt forskot á Sanders hvað kjörmenn varðar á landsvísu. Það forskot hefur þó dregist saman í síðustu forkosningum og naumur sigur í heimaríki hennar, þar sem hún bar höfuð yfir herðar Sanders í skoðanakönnunum fyrir aðeins mánuði, væri áhyggjuefni.Hægt verður að fylgjast með umfjöllun fréttaveitunnar ABC um forkosningarnar í New York í beinni útsendingu næstu klukkustundirnar í spilaranum hér að neðan. Donald Trump Tengdar fréttir Clinton og Sanders takast á um New York Aukin harka hefur færst í kosningabaráttu Demókrata eftir góða siglingu Bernie Sanders að undanförnu. 7. apríl 2016 23:30 Clinton og Trump jöfn Ef Hillary Clinton og Donald Trump yrðu forsetaframbjóðendur flokka sinna myndi Clinton hljóta 38 prósent atkvæða en Trump 36 prósent. Sextán prósent myndu kjósa annan frambjóðanda og átta prósent sitja heima eða skila auðu. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu NBC í Bandaríkjunum. 13. apríl 2016 07:00 Trump vísaði til 9/11 sem 7/11 7/11 er verslanakeðja í Bandaríkjunum og víðar. 19. apríl 2016 10:01 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Fleiri fréttir Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Sjá meira
Forkosningar í New York-ríki standa nú yfir og og loka kjörstaðir klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma. Úrslita er beðið með eftirvæntingu úr heimaríki þeirra Hillary Clinton og Donald Trump, sem mælast um þessar mundir með mest fylgi meðal Demókrata annars vegar og Repúblikana hins vegar. Bæði Clinton og Trump hafa átt erfitt uppdráttar síðustu vikur; Clinton hefur lotið í lægra haldi fyrir Bernie Sanders í sjö af átta síðustu ríkjum sem kosið hefur verið í og Trump mátti sömuleiðis sætta sig við stórtap gegn Ted Cruz í Wisconsin-ríki. Þau geta þó bæði hugsað sér gott til glóðarinnar í kvöld, gangi spár eftir. Trump getur nánast gengið að sigrinum vísum í ríkinu. Hann hefur mælst með mikið forskot á þá Cruz og John Kasich í skoðanakönnunum en þess ber þó að geta að naumur sigur væri sennilega ekki nóg fyrir Trump til að tryggja sér meirihluta kjörmanna í baráttunni um útnefningu Repúblikanaflokksins. Til þess að tryggja sér alla 95 kjörmenn New York-ríkis þarf Trump að fá rúmlega helming atkvæða í öllum kjördæmum ríkisins. Það er talið gerlegt en það flækir þó málin fyrir Trump að Kasich skuli enn vera með í baráttunni. Trump myndi sennilega eiga auðvelt með að tryggja sér rúmlega helming atkvæða væri hann einn gegn sínum helsta keppinauti, Cruz, sem er alls ekki vinsæll meðal íbúa New York. Clinton stendur sömuleiðis vel fyrir þessar forkosningar og hefur enn verulegt forskot á Sanders hvað kjörmenn varðar á landsvísu. Það forskot hefur þó dregist saman í síðustu forkosningum og naumur sigur í heimaríki hennar, þar sem hún bar höfuð yfir herðar Sanders í skoðanakönnunum fyrir aðeins mánuði, væri áhyggjuefni.Hægt verður að fylgjast með umfjöllun fréttaveitunnar ABC um forkosningarnar í New York í beinni útsendingu næstu klukkustundirnar í spilaranum hér að neðan.
Donald Trump Tengdar fréttir Clinton og Sanders takast á um New York Aukin harka hefur færst í kosningabaráttu Demókrata eftir góða siglingu Bernie Sanders að undanförnu. 7. apríl 2016 23:30 Clinton og Trump jöfn Ef Hillary Clinton og Donald Trump yrðu forsetaframbjóðendur flokka sinna myndi Clinton hljóta 38 prósent atkvæða en Trump 36 prósent. Sextán prósent myndu kjósa annan frambjóðanda og átta prósent sitja heima eða skila auðu. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu NBC í Bandaríkjunum. 13. apríl 2016 07:00 Trump vísaði til 9/11 sem 7/11 7/11 er verslanakeðja í Bandaríkjunum og víðar. 19. apríl 2016 10:01 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Fleiri fréttir Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Sjá meira
Clinton og Sanders takast á um New York Aukin harka hefur færst í kosningabaráttu Demókrata eftir góða siglingu Bernie Sanders að undanförnu. 7. apríl 2016 23:30
Clinton og Trump jöfn Ef Hillary Clinton og Donald Trump yrðu forsetaframbjóðendur flokka sinna myndi Clinton hljóta 38 prósent atkvæða en Trump 36 prósent. Sextán prósent myndu kjósa annan frambjóðanda og átta prósent sitja heima eða skila auðu. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu NBC í Bandaríkjunum. 13. apríl 2016 07:00