Vinstri stefna í endurnýjun lífdaganna Ögmundur Jónasson skrifar 1. apríl 2016 07:00 Fyrir stuttu skrifaði ég grein í Fréttablaðið undir fyrirsögninni, „Það þarf að byrja upp á nýtt!“ Frá því greinin birtist hafa margir tekið undir þetta í mín eyru og sagt að nákvæmlega þessa væri þörf. Félagshyggjufólk þyrfti að endurmeta gildi sín og alla nálgun að stjórnmálum. Staðreyndin væri sú að vinstri menn hefðu glatað tiltrú vegna þess að sjálfir hefðu þeir misst trú á eigin lausnum.Ný-ung Einhverjir skildu skrif mín svo að ég væri að segja Vinstrihreyfingunni - grænu framboði sérstaklega til syndanna, vildi stofna nýjan flokk og molaskrifari Fréttablaðsins gantaðist með að í slíkum flokki kæmi ungliðahreyfingin án efa til með að heita Ný-ung. Það er prýðisnafn. Hitt er annað mál að fyrir mér vakir ekki að skammast út í fólk eða flokka. Ég er einfaldlega að hvetja vinstrimenn til að ganga í endurnýjun lífdaganna með hugsjónir sínar og stefnumál. Ég er þar með að höfða almennt til allra þeirra sem vilja byggja samfélagið á samstarfi og samvinnu en ekki samkeppni og peningahyggju.Nóg komið af flokkum með „alls konar“ Jafnaðarstefna sem þorir að gangast við sjálfri sér á nefnilega erindi við samtímann og við framtíðina. Sanni menn til. Þegar við sýnum fram á að við ætlum að stofna samfélagsbanka, hætta öllu daðri við hugmyndir um að selja orkufyrirtæki, vatnsveitur, hættum að rukka sjúklinga, ræðum það í alvöru hvort miðstýrt regluverk Hins evrópska efnahagssvæðis standist kröfur okkar um fullveldi og lýðræði; þegar við sýnum og sönnum með gerðum okkar að við munum framfylgja félagslega ábyrgri stefnu og aldrei láta glepjast af tálsýnum peningahyggjunnar, þá munum við endurheimta traust og tiltrú. Þá mun fólk sem nú segist ætla að styðja Pírata vegna þess að þeim sé svo umhugað um tölvur og internet og „alls konar“ svo vitnað sé í aðra stjórnmálahreyfingu sem naut skyndikynna við þjóðina; þá verður að nýju horft til stjórnmálahreyfinga sem eru með raunverulegar lausnir til úrbóta fyrir hina daglegu lífsbaráttu og sem meira er, þora að standa og falla með þeim. Við búum við ofríki efnahags- og stjórnmálaafla sem eina ferðina enn er að takast að koma samfélaginu undir hæl sinn. Það má ekki gerast og það mun ekki gerast ef við erum staðráðin í að fara aldrei sjálf að nýju undir þann hæl.Úr ræningjahöndum Fyrir næstu kosningar mætti hugsa sér að félagslega sinnað fólk sameinaðist um hundrað daga áætlun eins og Svarti hópurinn svonefndi innan Verkamannasambandsins talaði fyrir í aðdraganda Þjóðarsáttarinnar árið 1989. Þarna voru Pétur Sigurðsson, Vestfjarðargoði og Guðmundur Jaki í forystu. BSRB var á svipaðri slóð og reið reyndar á vaðið í jafnlaunasamningum þessa vordaga. Í ársbyrjun 1990 kom Þjóðarsáttin. Hún kvað niður þrjátíu prósenta verðbólgu og lækkaði fjármagnskostnað heimila og fyrirtækja. En sáttin varði stutt enda þá komin til valda ríkisstjórn sem vildi rukka á sjúkrahúsum og einkavæða innviðina. Þá þurfti að nýju að leggjast í víking. Einmitt það þarf að gera núna. Ekki með nýrri þjóðarsátt eins og þeirri gömlu. Heldur með baráttu. Alvöru baráttu fyrir alvöru jöfnuði, alvöru yfirráðum almennings yfir samfélagi sínu. Verkefnið er ekki smátt. Það snýst um að frelsa samfélagið úr ræningjahöndum og innleiða pólitík sem þjónar samfélaginu í anda réttlætis.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. apríl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Fyrir stuttu skrifaði ég grein í Fréttablaðið undir fyrirsögninni, „Það þarf að byrja upp á nýtt!“ Frá því greinin birtist hafa margir tekið undir þetta í mín eyru og sagt að nákvæmlega þessa væri þörf. Félagshyggjufólk þyrfti að endurmeta gildi sín og alla nálgun að stjórnmálum. Staðreyndin væri sú að vinstri menn hefðu glatað tiltrú vegna þess að sjálfir hefðu þeir misst trú á eigin lausnum.Ný-ung Einhverjir skildu skrif mín svo að ég væri að segja Vinstrihreyfingunni - grænu framboði sérstaklega til syndanna, vildi stofna nýjan flokk og molaskrifari Fréttablaðsins gantaðist með að í slíkum flokki kæmi ungliðahreyfingin án efa til með að heita Ný-ung. Það er prýðisnafn. Hitt er annað mál að fyrir mér vakir ekki að skammast út í fólk eða flokka. Ég er einfaldlega að hvetja vinstrimenn til að ganga í endurnýjun lífdaganna með hugsjónir sínar og stefnumál. Ég er þar með að höfða almennt til allra þeirra sem vilja byggja samfélagið á samstarfi og samvinnu en ekki samkeppni og peningahyggju.Nóg komið af flokkum með „alls konar“ Jafnaðarstefna sem þorir að gangast við sjálfri sér á nefnilega erindi við samtímann og við framtíðina. Sanni menn til. Þegar við sýnum fram á að við ætlum að stofna samfélagsbanka, hætta öllu daðri við hugmyndir um að selja orkufyrirtæki, vatnsveitur, hættum að rukka sjúklinga, ræðum það í alvöru hvort miðstýrt regluverk Hins evrópska efnahagssvæðis standist kröfur okkar um fullveldi og lýðræði; þegar við sýnum og sönnum með gerðum okkar að við munum framfylgja félagslega ábyrgri stefnu og aldrei láta glepjast af tálsýnum peningahyggjunnar, þá munum við endurheimta traust og tiltrú. Þá mun fólk sem nú segist ætla að styðja Pírata vegna þess að þeim sé svo umhugað um tölvur og internet og „alls konar“ svo vitnað sé í aðra stjórnmálahreyfingu sem naut skyndikynna við þjóðina; þá verður að nýju horft til stjórnmálahreyfinga sem eru með raunverulegar lausnir til úrbóta fyrir hina daglegu lífsbaráttu og sem meira er, þora að standa og falla með þeim. Við búum við ofríki efnahags- og stjórnmálaafla sem eina ferðina enn er að takast að koma samfélaginu undir hæl sinn. Það má ekki gerast og það mun ekki gerast ef við erum staðráðin í að fara aldrei sjálf að nýju undir þann hæl.Úr ræningjahöndum Fyrir næstu kosningar mætti hugsa sér að félagslega sinnað fólk sameinaðist um hundrað daga áætlun eins og Svarti hópurinn svonefndi innan Verkamannasambandsins talaði fyrir í aðdraganda Þjóðarsáttarinnar árið 1989. Þarna voru Pétur Sigurðsson, Vestfjarðargoði og Guðmundur Jaki í forystu. BSRB var á svipaðri slóð og reið reyndar á vaðið í jafnlaunasamningum þessa vordaga. Í ársbyrjun 1990 kom Þjóðarsáttin. Hún kvað niður þrjátíu prósenta verðbólgu og lækkaði fjármagnskostnað heimila og fyrirtækja. En sáttin varði stutt enda þá komin til valda ríkisstjórn sem vildi rukka á sjúkrahúsum og einkavæða innviðina. Þá þurfti að nýju að leggjast í víking. Einmitt það þarf að gera núna. Ekki með nýrri þjóðarsátt eins og þeirri gömlu. Heldur með baráttu. Alvöru baráttu fyrir alvöru jöfnuði, alvöru yfirráðum almennings yfir samfélagi sínu. Verkefnið er ekki smátt. Það snýst um að frelsa samfélagið úr ræningjahöndum og innleiða pólitík sem þjónar samfélaginu í anda réttlætis.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. apríl.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun