Syngjandi bræður í Breiðuvík Magnús Guðmundsson skrifar 1. apríl 2016 11:00 Gunnsteinn Ólafsson að stjórna æfingu tveggja háskólakóra og Sinfóniuhljómsveitar æskunnar. Háskólakórinn, Kammerkór háskólans í Erfurt og Sinfóníuhljómsveit unga fólksins frumflytja hér á landi Lofsöng Mendelssohns á tónleikum í Langholtskirkju kl. 20 í kvöld og tónleikarnir verða svo endurteknir á morgun, laugardag, kl. 17. Þetta er sinfónískt verk, stórt í sniðum, og frumflutningur þess því að sönnu talsverð tíðindi. Á tónleikunum verður einnig fluttur píanókonsert nr. 21 eftir Wolfgang Amadeus Mozart, stundum kallaður „Elvira Madigan“, en einleikari er Guðrún Dalía Salómonsdóttir. Stjórnandi á tónleikunum er Gunnsteinn Ólafsson og hann segir að það sé saga að segja frá því hvernig þetta viðamikla verkefni kom til. „Það er með ólíkindum hvernig þetta allt saman æxlaðist. Þannig var að við Pétur Már bróðir minn og fjölskyldur okkar og vinafólk fórum í gönguferð fyrir tveimur árum austur í Víkur í grennd við Borgarfjörð eystri og þar um slóðir. Við komum í skála í Breiðuvík og komum okkur þar fyrir þegar að kemur þýskur hópur. Þau spyrja hvort þau geti fengið að gista í skálanum því gistingin þeirra á Borgarfirði hafi brugðist og það var auðvitað allt í góðu með það. Svo erum við að syngja þarna saman um kvöldið, syngja raddað reyndar, og þá kemur þarna Þjóðverji úr þessum hópi og spurði hvernig standi á því að við kynnum að syngja í röddum. Ég sagði honum að við værum nú kórfólk og að sjálfur væri ég kórstjóri Háskólakórsins. Hann sýndi þessu mikinn áhuga og sagði svo: „Ég syng í karlakór í Erfurt og mér finnst að við ættum að láta kórana hittast.“ Ég verð að játa að ég átti nú ekki von á að heyra frá honum aftur en hann var vart kominn til Þýskalands þegar hann skrifaði mér og sagði að hann væri kominn á fullt með að skipuleggja komu Háskólakórsins til Þýskalands en að karlakórinn hans hafi guggnað á verkefninu. Hann hafi því tekið til þess ráðs að fá háskólakórinn í Erfurt til liðs við sig. Þau fengu svo þýskan styrk fyrir okkur og úr varð að við fórum þangað síðastliðið sumar og héldum tónleika fyrir fullum sal og kórinn þar söng aðeins með okkur og nú eru þau að endurgjalda heimsóknina.“ Gunnsteinn segir að Lofsöngur Mendelssohns sé gríðarmikið verk, samið fyrir þrjá einsöngvara, kór og hljómsveit. „Málið er að það þarf helst mjög stór kór að syngja þetta og við erum um sjötíu til áttatíu manns sem syngjum þetta núna auk einsöngvaranna sem eru þau Erla Björg Káradóttir sópran, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzósópran og Egill Árni Pálsson tenór. Svo er Sinfóníuhljómsveit unga fólksins með okkur en hún er reyndar tónlistarhópur Reykjavíkur í ár og fékk veglegan styrk frá borginni af því tilefni. Á tónleikunum verður einnig fluttur píanókonsertinn frægi Elvira Madigan eftir Mozart og það gerir Guðrún Dalía Salómonsdóttir og gerir það alveg ótrúlega glæsilega. Það er svolítið síðan Guðrún Dalía lauk námi frá Þýskalandi og hún er að kenna hérna á Íslandi núna en hefur ekki leikið áður með hljómsveit sem er hreint út sagt með ólíkindum því hún er svo frábær píanóleikari. Einn af okkar allra bestu píanistum af yngri kynslóðinni. Þetta er gríðarlega gaman, mikil orka í öllu þessu unga tónlistarfólki og gaman fyrir mig sem stjórnanda að fá þennan hóp í hendurnar. Ég treysti því líka að tónleikagestir komi til með að njóta stundarinnar.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. apríl. Menning Tengdar fréttir Flóknar og stórar spurningar um orsök og afleiðingu 31. mars 2016 11:00 Mest lesið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Hittast á laun Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Háskólakórinn, Kammerkór háskólans í Erfurt og Sinfóníuhljómsveit unga fólksins frumflytja hér á landi Lofsöng Mendelssohns á tónleikum í Langholtskirkju kl. 20 í kvöld og tónleikarnir verða svo endurteknir á morgun, laugardag, kl. 17. Þetta er sinfónískt verk, stórt í sniðum, og frumflutningur þess því að sönnu talsverð tíðindi. Á tónleikunum verður einnig fluttur píanókonsert nr. 21 eftir Wolfgang Amadeus Mozart, stundum kallaður „Elvira Madigan“, en einleikari er Guðrún Dalía Salómonsdóttir. Stjórnandi á tónleikunum er Gunnsteinn Ólafsson og hann segir að það sé saga að segja frá því hvernig þetta viðamikla verkefni kom til. „Það er með ólíkindum hvernig þetta allt saman æxlaðist. Þannig var að við Pétur Már bróðir minn og fjölskyldur okkar og vinafólk fórum í gönguferð fyrir tveimur árum austur í Víkur í grennd við Borgarfjörð eystri og þar um slóðir. Við komum í skála í Breiðuvík og komum okkur þar fyrir þegar að kemur þýskur hópur. Þau spyrja hvort þau geti fengið að gista í skálanum því gistingin þeirra á Borgarfirði hafi brugðist og það var auðvitað allt í góðu með það. Svo erum við að syngja þarna saman um kvöldið, syngja raddað reyndar, og þá kemur þarna Þjóðverji úr þessum hópi og spurði hvernig standi á því að við kynnum að syngja í röddum. Ég sagði honum að við værum nú kórfólk og að sjálfur væri ég kórstjóri Háskólakórsins. Hann sýndi þessu mikinn áhuga og sagði svo: „Ég syng í karlakór í Erfurt og mér finnst að við ættum að láta kórana hittast.“ Ég verð að játa að ég átti nú ekki von á að heyra frá honum aftur en hann var vart kominn til Þýskalands þegar hann skrifaði mér og sagði að hann væri kominn á fullt með að skipuleggja komu Háskólakórsins til Þýskalands en að karlakórinn hans hafi guggnað á verkefninu. Hann hafi því tekið til þess ráðs að fá háskólakórinn í Erfurt til liðs við sig. Þau fengu svo þýskan styrk fyrir okkur og úr varð að við fórum þangað síðastliðið sumar og héldum tónleika fyrir fullum sal og kórinn þar söng aðeins með okkur og nú eru þau að endurgjalda heimsóknina.“ Gunnsteinn segir að Lofsöngur Mendelssohns sé gríðarmikið verk, samið fyrir þrjá einsöngvara, kór og hljómsveit. „Málið er að það þarf helst mjög stór kór að syngja þetta og við erum um sjötíu til áttatíu manns sem syngjum þetta núna auk einsöngvaranna sem eru þau Erla Björg Káradóttir sópran, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzósópran og Egill Árni Pálsson tenór. Svo er Sinfóníuhljómsveit unga fólksins með okkur en hún er reyndar tónlistarhópur Reykjavíkur í ár og fékk veglegan styrk frá borginni af því tilefni. Á tónleikunum verður einnig fluttur píanókonsertinn frægi Elvira Madigan eftir Mozart og það gerir Guðrún Dalía Salómonsdóttir og gerir það alveg ótrúlega glæsilega. Það er svolítið síðan Guðrún Dalía lauk námi frá Þýskalandi og hún er að kenna hérna á Íslandi núna en hefur ekki leikið áður með hljómsveit sem er hreint út sagt með ólíkindum því hún er svo frábær píanóleikari. Einn af okkar allra bestu píanistum af yngri kynslóðinni. Þetta er gríðarlega gaman, mikil orka í öllu þessu unga tónlistarfólki og gaman fyrir mig sem stjórnanda að fá þennan hóp í hendurnar. Ég treysti því líka að tónleikagestir komi til með að njóta stundarinnar.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. apríl.
Menning Tengdar fréttir Flóknar og stórar spurningar um orsök og afleiðingu 31. mars 2016 11:00 Mest lesið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Hittast á laun Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira