UFC-stjarnan Jon Jones er laus úr steininum eftir að hafa verið handtekin fyrr í vikunni.
Jones var kærður fyrir fimm umferðarlagabrot í síðustu viku er hann var tekinn fyrir kappakstur á götunni. Jones reiddist mjög er hann var handtekinn.
Sjá einnig: Jones kallar lögreglumann svín og lygara | Myndband
Þar sem Jones var á skilorði var hann handtekinn vegna brotanna. Hann mætti fyrir dómara í gær þar sem honum var skipað að fara á reiðistjórnunarnámskeið. Hann þarf einnig að fara í ökuskóla og læra að keyra betur.
Dómarinn varaði Jones við því að ef hann kæmi aftur í réttarsal hans þá myndi það ekki enda vel fyrir hann.
Jones þarf einnig að sinna 60 klukkutímum af samfélagsþjónustu. Það sem meira er að þá þarf Jones að fá leyfi frá skilorðsfulltrúa sínum í hvert skipti sem hann vill keyra.
Haldi Jones sig á mottunni næstu vikurnar þá mun hann geta keppt við Daniel Cormier um léttþungavigtartitilinn þann 23. apríl næstkomandi.
Þarf að fá leyfi í hvert sinn sem hann vill keyra
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“
Íslenski boltinn




Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“
Íslenski boltinn

„Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“
Íslenski boltinn

ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko
Enski boltinn

