Táraðist við að semja lögin því ljóðin eru svo sorgleg Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 2. apríl 2016 11:15 María stundar mastersnám í London, semur og syngur en kom heim til að vera viðstödd frumflutning Guðnýjarljóða. Vísir/Stefán „Ég hef lengi samið tónlist og oft sungið djass, bæði með böndum og í eigin nafni en þetta er miklu stærra og verður að hugsjónaverkefni af því að áhugaverð saga er á bak við.“ Þetta segir María Magnúsdóttir, söngkona og tónskáld, um ókeypis menningarviðburð í Listasafni Íslands á morgun, sunnudag, milli klukkan 14 og 15. Þar mun Kvennakórinn Katla syngja þrjú ný lög eftir Maríu við ljóð Guðnýjar Jónsdóttur frá Klömbrum (1804-1836) sem átti erfiða ævi og var ein þeirra kvenna sem ekki fengu notið sín sem skáld í lifanda lífi. Helga Kress bókmenntafræðingur og María Ellingsen leikkona sem hafa kynnt sér líf og ljóð Guðnýjar koma þar líka fram. María hafði nýlokið prófi í djassi frá Konunglega listaháskólanum í Haag í Hollandi í fyrravor þegar hún sá grein um þöggun skáldkvenna eftir Magneu J. Matthíasdóttur. Hún snart hana svo að hún leitaði uppi allt sem hún fann um Guðnýju. „Mig langaði að semja fyrir kvennakór og hafði heyrt af Kötlu sem er skipaður ungum konum. Fyrst var ég að hugsa um nýstárlegar útsetningar en svo urðu lögin næstum sálmaleg því það hentar ljóðunum. Ég táraðist við að semja lögin því ljóðin eru svo sorgleg og veit að efnið tekur á stelpurnar í kórnum.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. apríl. Menning Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Ég hef lengi samið tónlist og oft sungið djass, bæði með böndum og í eigin nafni en þetta er miklu stærra og verður að hugsjónaverkefni af því að áhugaverð saga er á bak við.“ Þetta segir María Magnúsdóttir, söngkona og tónskáld, um ókeypis menningarviðburð í Listasafni Íslands á morgun, sunnudag, milli klukkan 14 og 15. Þar mun Kvennakórinn Katla syngja þrjú ný lög eftir Maríu við ljóð Guðnýjar Jónsdóttur frá Klömbrum (1804-1836) sem átti erfiða ævi og var ein þeirra kvenna sem ekki fengu notið sín sem skáld í lifanda lífi. Helga Kress bókmenntafræðingur og María Ellingsen leikkona sem hafa kynnt sér líf og ljóð Guðnýjar koma þar líka fram. María hafði nýlokið prófi í djassi frá Konunglega listaháskólanum í Haag í Hollandi í fyrravor þegar hún sá grein um þöggun skáldkvenna eftir Magneu J. Matthíasdóttur. Hún snart hana svo að hún leitaði uppi allt sem hún fann um Guðnýju. „Mig langaði að semja fyrir kvennakór og hafði heyrt af Kötlu sem er skipaður ungum konum. Fyrst var ég að hugsa um nýstárlegar útsetningar en svo urðu lögin næstum sálmaleg því það hentar ljóðunum. Ég táraðist við að semja lögin því ljóðin eru svo sorgleg og veit að efnið tekur á stelpurnar í kórnum.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. apríl.
Menning Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira