Ásta Birna Gunnarsdóttir, hornamaður og fyrirliði Fram í handbolta, meiddist á öxl í leik liðsins gegn Gróttu í dag. Líkur eru á að hún verði eitthvað frá keppni stutt er í að úrslitakeppnin hefjist í Olís-deild kvenna.
Stefán Arnarson, þjálfari Fram, sagði í viðtölum eftir leikinn í dag að erfitt væri að segja á þessari stundu hve alvarleg meiðslin væru.
Fram er í þriðja sæti deildarinnar þegar ein umferð er eftir en liðið mæti Valsstúlkum í lokaleiknum. Fram má illa við að missa reynslubolta eins og Ástu Birnu á þessum tímapunkti en það styttist óðum í að úrslitakeppnin hefjist í Olís-deild kvenna.
Ásta Birna meiddist á öxl í leiknum gegn Gróttu

Mest lesið

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti


„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Körfubolti



„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Íslenski boltinn


Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við
Enski boltinn

Hamar jafnaði einvígið með stórsigri
Körfubolti

Fleiri fréttir
