Þingmenn tókust á um Sigmund Davíð: Óheppilegt eða hræsni? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. apríl 2016 14:02 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Vísir/Ernir Tengsl forsætisráðherra við aflandsfélag í skattaskjóli er pólitískt erfitt fyrir hann sjálfan en hefur ekki áhrif á ríkisstjórnina. Þetta segir Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, er ósammála Brynjari og segir vanda Sigmundar vanda allar ríkisstjórnarinnar.Brynjar Níelsson segir stjórnmálamenn oft taka ákvarðanir sem hafa áhrif á persónulega hagi þeirra.vísir/vilhelm„Það getur verið pólitískt erfitt fyrir Sigmund sjálfan af því að eignirnar eru þarna. En ég er bara að segja út frá vanhæfissjónarmiðum að þá finnst mér þetta ekki hafa áhrif á ríkisstjórnina. Þetta getur haft áhrif á ráðherrann sem slíkan en þetta er ekki þannig mál að ríkisstjórnin eigi að hætta eða fara frá.“ Þetta sagði Brynjar í þættinum Á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þáttastjórnandinn Sigurjón M. Egilsson spurði hvort Sigmundur ætti þá bara sjálfur að stíga til hliðar og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að fylla í skarðið? „Menn geta vel því fyrir sér,“ sagði Brynjar en hann væri ekki þeirrar skoðunar. Málið væri hins vegar óþægilegt, óheppilegt og upplýsingarnar hefðu átt að liggja fyrir.Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar.Vísir/ValliHelgi Hjörvar var á öðru máli. „Mér finnst sérkennilegt að heyra hjá félaga minum Brynjari að þetta sé vandamál fyrir Sigmund sjálfan en ekki fyrir ríkisstjórnina. Auðvitað eru vandamál fyrir forsætirsráðherra vandamál fyrir ríkisstjórnina. Þetta er ekki mjög flókið. Forsætisráðherra, hvorki á Íslandi né í nokkru öðru landi, á að vera á Tortóla,“ sagði Helgi. „Því síður á að leyna upplýsingum um það. Það hefur í för með sér svo margvísleg álitamál sem hljóta að skapa verulega erfiðleika fyrir forsætisráðherrann og þar með ríkisstjórnina. Þar eru þessi álitamál um hæfið í viðræðum um stærstu hagsmuni íslensu þjóðarinnar við erlendu kröfuhafana. Sömuleiðis það sem lítur að því að hann leynir upplýsingum,“ sagði Helgi og hélt áfram: „Það er hræsnin sem í því felst að vera sjálfur í erlendu hagkerfi með erlendan gjaldeyri en gera öðrum í landinu að búa við íslenska krónu og ákveða að þeir eiga að gera það til frambúðar. Svo er það að það fóru fjármunir úr landinu fyrir hrun sem fólk sá ekki sóma sinn í að koma hingað með til fjárfestinga eftir hrun þegar neyðarástand var í landinu, fyrirtæki að hrynja og fólk að missa vinnnuna.“Hlusta má á þáttinn í heild sinni hér að neðan. Þar fyrir neðan má hlusta á einstaka liði úr þættinum. Ásmundur Einar Daðason, Brynjar Níelsson, Helgi Hjörvar og Svandís Svavarsdóttir töluðu um átökin í íslenskum stjórnmálum. Brynjar Níelsson vill að forsætisráðherra leggi öll gögn á borðið og eyði þannig totryggni. Guðmundur Hálfdánarson og Stefán Jón Hafstein fóru víða í samræðum sínum. Þeir töluðu um stöðuna í stjórnmálunum. Panama-skjölin Tengdar fréttir Segir Rúv í „pólitískum herleiðangri“ gegn forsætisráðherra Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir augljóst að Ríkisútvarpið noti upplýsingar um aflandsreikninga í þeim tilgangi að koma höggi á forsætisráðherra og ríkisstjórnina. 2. apríl 2016 18:50 Saga Ara Matt með ríkustu mönnum á Íslandi á Holtinu rifjuð upp Ríkustu mönnum landsins var boðin leið til að koma fjármunum sínum úr landi. 3. apríl 2016 13:09 Saga skattaskjóla eins gömul og skatta Skattaskjól eru svæði þar sem ekki eru greiddir tekjuskattar. Ekki er ólöglegt að eiga peninga í aflandsfélögum, hins vegar er ólöglegt að stinga undan skatti. 2. apríl 2016 14:15 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Tengsl forsætisráðherra við aflandsfélag í skattaskjóli er pólitískt erfitt fyrir hann sjálfan en hefur ekki áhrif á ríkisstjórnina. Þetta segir Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, er ósammála Brynjari og segir vanda Sigmundar vanda allar ríkisstjórnarinnar.Brynjar Níelsson segir stjórnmálamenn oft taka ákvarðanir sem hafa áhrif á persónulega hagi þeirra.vísir/vilhelm„Það getur verið pólitískt erfitt fyrir Sigmund sjálfan af því að eignirnar eru þarna. En ég er bara að segja út frá vanhæfissjónarmiðum að þá finnst mér þetta ekki hafa áhrif á ríkisstjórnina. Þetta getur haft áhrif á ráðherrann sem slíkan en þetta er ekki þannig mál að ríkisstjórnin eigi að hætta eða fara frá.“ Þetta sagði Brynjar í þættinum Á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þáttastjórnandinn Sigurjón M. Egilsson spurði hvort Sigmundur ætti þá bara sjálfur að stíga til hliðar og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að fylla í skarðið? „Menn geta vel því fyrir sér,“ sagði Brynjar en hann væri ekki þeirrar skoðunar. Málið væri hins vegar óþægilegt, óheppilegt og upplýsingarnar hefðu átt að liggja fyrir.Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar.Vísir/ValliHelgi Hjörvar var á öðru máli. „Mér finnst sérkennilegt að heyra hjá félaga minum Brynjari að þetta sé vandamál fyrir Sigmund sjálfan en ekki fyrir ríkisstjórnina. Auðvitað eru vandamál fyrir forsætirsráðherra vandamál fyrir ríkisstjórnina. Þetta er ekki mjög flókið. Forsætisráðherra, hvorki á Íslandi né í nokkru öðru landi, á að vera á Tortóla,“ sagði Helgi. „Því síður á að leyna upplýsingum um það. Það hefur í för með sér svo margvísleg álitamál sem hljóta að skapa verulega erfiðleika fyrir forsætisráðherrann og þar með ríkisstjórnina. Þar eru þessi álitamál um hæfið í viðræðum um stærstu hagsmuni íslensu þjóðarinnar við erlendu kröfuhafana. Sömuleiðis það sem lítur að því að hann leynir upplýsingum,“ sagði Helgi og hélt áfram: „Það er hræsnin sem í því felst að vera sjálfur í erlendu hagkerfi með erlendan gjaldeyri en gera öðrum í landinu að búa við íslenska krónu og ákveða að þeir eiga að gera það til frambúðar. Svo er það að það fóru fjármunir úr landinu fyrir hrun sem fólk sá ekki sóma sinn í að koma hingað með til fjárfestinga eftir hrun þegar neyðarástand var í landinu, fyrirtæki að hrynja og fólk að missa vinnnuna.“Hlusta má á þáttinn í heild sinni hér að neðan. Þar fyrir neðan má hlusta á einstaka liði úr þættinum. Ásmundur Einar Daðason, Brynjar Níelsson, Helgi Hjörvar og Svandís Svavarsdóttir töluðu um átökin í íslenskum stjórnmálum. Brynjar Níelsson vill að forsætisráðherra leggi öll gögn á borðið og eyði þannig totryggni. Guðmundur Hálfdánarson og Stefán Jón Hafstein fóru víða í samræðum sínum. Þeir töluðu um stöðuna í stjórnmálunum.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Segir Rúv í „pólitískum herleiðangri“ gegn forsætisráðherra Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir augljóst að Ríkisútvarpið noti upplýsingar um aflandsreikninga í þeim tilgangi að koma höggi á forsætisráðherra og ríkisstjórnina. 2. apríl 2016 18:50 Saga Ara Matt með ríkustu mönnum á Íslandi á Holtinu rifjuð upp Ríkustu mönnum landsins var boðin leið til að koma fjármunum sínum úr landi. 3. apríl 2016 13:09 Saga skattaskjóla eins gömul og skatta Skattaskjól eru svæði þar sem ekki eru greiddir tekjuskattar. Ekki er ólöglegt að eiga peninga í aflandsfélögum, hins vegar er ólöglegt að stinga undan skatti. 2. apríl 2016 14:15 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Segir Rúv í „pólitískum herleiðangri“ gegn forsætisráðherra Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir augljóst að Ríkisútvarpið noti upplýsingar um aflandsreikninga í þeim tilgangi að koma höggi á forsætisráðherra og ríkisstjórnina. 2. apríl 2016 18:50
Saga Ara Matt með ríkustu mönnum á Íslandi á Holtinu rifjuð upp Ríkustu mönnum landsins var boðin leið til að koma fjármunum sínum úr landi. 3. apríl 2016 13:09
Saga skattaskjóla eins gömul og skatta Skattaskjól eru svæði þar sem ekki eru greiddir tekjuskattar. Ekki er ólöglegt að eiga peninga í aflandsfélögum, hins vegar er ólöglegt að stinga undan skatti. 2. apríl 2016 14:15