Sigmundur ræðst líka gegn RÚV Samúel Karl Ólason skrifar 3. apríl 2016 16:48 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. Vísir/ERNIR Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir umfjöllun RÚV um aflandsreikninga tengda Sigmundi hafa yfirbragð þess að segja sögu eða hanna atburðarás, fremur en að greina frá staðreyndum. Hann segir álitgjafa fréttastofunnar hafa verið neikvæða í sinn garð og ríkisstjórnarinnar og ekki hafi verið gert grein fyrir tengslum þeirra. „Þannig var siðfræðingurinn sem sagði að Íslendingum bæri siðferðisleg skylda til að greiða Icesave fenginn til að leggja mat á málið strax í upphafi og aðrir úr sömu átt fylgdu svo í röðum.“ Þetta skrifar Sigmundur í pistli á heimasíðu sinni. „Næst var farið að hringja reglulega í þingmenn stjórnarliðsins en svör þeirra aldrei birt þegar þau töldust jákvæð í minn garð eða ríkisstjórnarinnar. Aðeins teknar út setningar sem hægt var að setja neikvætt yfirbragð á og þær settar í nýtt samhengi.“ Þá segir hann að honum hafi borist fregnir af því að þeir sem hafi verið að undirbúa Kastljósþátt kvöldsins hafi hringt vítt og breitt til að reyna að fá fólk til að rengja ummæli sín. Því hafi verið tekið „ákaflega illa þegar menn staðfesti frásögn mína.“ Þá setur Sigmundur verulega út á frétt RÚV og segir að þar hafi verið gefið í skyn að ekki hafi verið greiddir skattar af eignum eiginkonu sinnar. „Á sama tíma skrifaði sami pistlahöfundur pistil um fjármál eiginkonu minnar á heimasíðu sína á ensku til að dreifa óhróðrinum sem víðast. Ég hef reyndar orðið var við að einhverjir hér heima hafi lagt sig fram um að dreifa sögum til erlendra fjölmiðla þar sem farið er með rangt mál í grundvallaratriðum. Dreifing óhróðursins virðist því vera orðinn grundvöllur að nýrri útrás.“ Panama-skjölin Tengdar fréttir Segir Rúv í „pólitískum herleiðangri“ gegn forsætisráðherra Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir augljóst að Ríkisútvarpið noti upplýsingar um aflandsreikninga í þeim tilgangi að koma höggi á forsætisráðherra og ríkisstjórnina. 2. apríl 2016 18:50 Þingmenn tókust á um Sigmund Davíð: Óheppilegt eða hræsni? Brynjar Níelsson og Helgi Hjörvar sjá mál forsætisráðherra og Wintris ólíkum augum. 3. apríl 2016 14:02 Saga skattaskjóla eins gömul og skatta Skattaskjól eru svæði þar sem ekki eru greiddir tekjuskattar. Ekki er ólöglegt að eiga peninga í aflandsfélögum, hins vegar er ólöglegt að stinga undan skatti. 2. apríl 2016 14:15 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir umfjöllun RÚV um aflandsreikninga tengda Sigmundi hafa yfirbragð þess að segja sögu eða hanna atburðarás, fremur en að greina frá staðreyndum. Hann segir álitgjafa fréttastofunnar hafa verið neikvæða í sinn garð og ríkisstjórnarinnar og ekki hafi verið gert grein fyrir tengslum þeirra. „Þannig var siðfræðingurinn sem sagði að Íslendingum bæri siðferðisleg skylda til að greiða Icesave fenginn til að leggja mat á málið strax í upphafi og aðrir úr sömu átt fylgdu svo í röðum.“ Þetta skrifar Sigmundur í pistli á heimasíðu sinni. „Næst var farið að hringja reglulega í þingmenn stjórnarliðsins en svör þeirra aldrei birt þegar þau töldust jákvæð í minn garð eða ríkisstjórnarinnar. Aðeins teknar út setningar sem hægt var að setja neikvætt yfirbragð á og þær settar í nýtt samhengi.“ Þá segir hann að honum hafi borist fregnir af því að þeir sem hafi verið að undirbúa Kastljósþátt kvöldsins hafi hringt vítt og breitt til að reyna að fá fólk til að rengja ummæli sín. Því hafi verið tekið „ákaflega illa þegar menn staðfesti frásögn mína.“ Þá setur Sigmundur verulega út á frétt RÚV og segir að þar hafi verið gefið í skyn að ekki hafi verið greiddir skattar af eignum eiginkonu sinnar. „Á sama tíma skrifaði sami pistlahöfundur pistil um fjármál eiginkonu minnar á heimasíðu sína á ensku til að dreifa óhróðrinum sem víðast. Ég hef reyndar orðið var við að einhverjir hér heima hafi lagt sig fram um að dreifa sögum til erlendra fjölmiðla þar sem farið er með rangt mál í grundvallaratriðum. Dreifing óhróðursins virðist því vera orðinn grundvöllur að nýrri útrás.“
Panama-skjölin Tengdar fréttir Segir Rúv í „pólitískum herleiðangri“ gegn forsætisráðherra Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir augljóst að Ríkisútvarpið noti upplýsingar um aflandsreikninga í þeim tilgangi að koma höggi á forsætisráðherra og ríkisstjórnina. 2. apríl 2016 18:50 Þingmenn tókust á um Sigmund Davíð: Óheppilegt eða hræsni? Brynjar Níelsson og Helgi Hjörvar sjá mál forsætisráðherra og Wintris ólíkum augum. 3. apríl 2016 14:02 Saga skattaskjóla eins gömul og skatta Skattaskjól eru svæði þar sem ekki eru greiddir tekjuskattar. Ekki er ólöglegt að eiga peninga í aflandsfélögum, hins vegar er ólöglegt að stinga undan skatti. 2. apríl 2016 14:15 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Segir Rúv í „pólitískum herleiðangri“ gegn forsætisráðherra Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir augljóst að Ríkisútvarpið noti upplýsingar um aflandsreikninga í þeim tilgangi að koma höggi á forsætisráðherra og ríkisstjórnina. 2. apríl 2016 18:50
Þingmenn tókust á um Sigmund Davíð: Óheppilegt eða hræsni? Brynjar Níelsson og Helgi Hjörvar sjá mál forsætisráðherra og Wintris ólíkum augum. 3. apríl 2016 14:02
Saga skattaskjóla eins gömul og skatta Skattaskjól eru svæði þar sem ekki eru greiddir tekjuskattar. Ekki er ólöglegt að eiga peninga í aflandsfélögum, hins vegar er ólöglegt að stinga undan skatti. 2. apríl 2016 14:15