„Í alþjóðlegu samhengi kemur þetta skelfilega út fyrir íslenskt samfélag“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. apríl 2016 20:16 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir það sem komið hafi fram í Kastljósþætti kvöldsins um aflandsfélagið Wintris sem er í eigu Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, vera mjög sláandi. Í þættinum var upplýst að Sigmundur Davíð hafi verið prókúruhafi í félaginu í tvö ár en á gamlársdag 2009 seldi hann helmingshlut í félaginu til konu sinnar á einn dollara. „Þarna kemur auðvitað í fyrsta lagi fram að forsætisráðherra er þarna í ekkert sérstaklega fýsilegum félagsskap miðað við þá stjórnmálamenn sem þarna eru taldir upp sem eru með tengingar við aflandsfélög og það kemur líka fram ýmislegt sem ekki hefur áður komið fram í umræðunni eins og sú staðreynd að hann virðist hafa afhent henni sinn hlut í félaginu daginn áður en að svokallaðar CFC-reglur eru settar inn í íslensk lög sem virðist þá benda til þess að ætlunin hafi verið að komast einhvern hjá þessum reglum,“ segir Katrín í samtali við Vísi. Þá segir hún að forsætisráðherra hafi átt að gera grein fyrir þessu þegar hann var kosinn á þing og því megi segja að Sigmundur Davíð sé fremstur í flokki nokkurra kjörinna fulltrúa sem hafi ákveðið að spila ekki eftir reglum samfélagsins og haldið því leyndu. Katrín nefnir einnig alþjóðalega samhengið. „Þetta er mjög alvarlegt mál og svona í alþjóðlegu samhengi kemur þetta skelfilega út fyrir íslenskt samfélag og forsætisráðherra á auðvitað að íhuga það að axla ábyrgð og segja af sér.“ Fyrir liggur að stjórnarandstaðan hefur boðað tillögu um þingrof og að kosningar fari fram. Aðspurð segir Katrín að það fari eftir því hvernig forsætisráðherra og aðrir ráðamenn bregðist við fréttum dagsins. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, er á svipuðum nótum og Katrín. Hann segir málið mun alvarlegra en hann hafi búist við. Þá dugi ekki þær skýringar sem forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafi gefið á sínum málum. Ríkisstjórnin sé rúin trausti og að hans mati er engin leið að komast hjá vantrauststillögu við þessar aðstæður. „Skýringar um að þetta hafi verið eign maka forsætisráðherra standast ekki. Það hafa átt sér stað þarna viðskipti með eignarhlut og allt ber þetta einkenni skattasniðgöngu eins og hún augljósast verður. Það er sama hvar borið er niður, ekkert af skýringunum stenst. Við þessar aðstæður, þegar þessi ásýnd af Íslandi blasir við, einu vestrænna lýðræðisríkja að þar sé stjórnmálastéttin á bólakafi í skattsvikum það kallar auðvitað á það að við sameinumst hér á vettvangi Alþingis um það að bjarga ásýnd lýðræðis og góðra stjórnarhátta í landinu. Þá verða þeir sem að þarna koma við sögu að fara frá og þjóðin verður að fá að kjósa,“ segir Árni Páll. Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur gekk út úr viðtali spurður út í Wintris Sigmundur sakaði Jóhannes Kristjánsson um að hafa platað sig í viðtal. 3. apríl 2016 18:22 Þverneitaði fyrir að hafa selt hlutinn í Wintris á einn dollara Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, neitaði því að hafa tengst eða tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum í viðtali við sænskan blaðamann sem tekið var upp í ráðherrabústaðnum þann 11. mars síðastliðinn. 3. apríl 2016 19:15 Seldi Wintris fyrir einn bandaríkjadal Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fékk úthlutað prókúru fyrir aflandsfélaginu Wintris Inc. þegar félagið var stofnað. Prókúran gerði honum kleift að skuldbinda félagið og meðhöndla eignir þess sem sínar eigin. Þá átti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í viðskiptum með fasteignir í Dúbaí árið 2009 og notaði til þess tölvupóstfang sitt hjá Alþingi. 3. apríl 2016 18:30 Sigmundur fær kaldar kveðjur á Facebooksíðu sinni Varnarræða Sigmundar Davíðs á Facebooksíðu hans hefur kallað fram 3. apríl 2016 17:54 Íslensku stjórnmálamennirnir í Panama-skjölunum Fleiri en ráðherrarnir þrír eiga félög á aflandseyjum. 3. apríl 2016 19:04 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir það sem komið hafi fram í Kastljósþætti kvöldsins um aflandsfélagið Wintris sem er í eigu Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, vera mjög sláandi. Í þættinum var upplýst að Sigmundur Davíð hafi verið prókúruhafi í félaginu í tvö ár en á gamlársdag 2009 seldi hann helmingshlut í félaginu til konu sinnar á einn dollara. „Þarna kemur auðvitað í fyrsta lagi fram að forsætisráðherra er þarna í ekkert sérstaklega fýsilegum félagsskap miðað við þá stjórnmálamenn sem þarna eru taldir upp sem eru með tengingar við aflandsfélög og það kemur líka fram ýmislegt sem ekki hefur áður komið fram í umræðunni eins og sú staðreynd að hann virðist hafa afhent henni sinn hlut í félaginu daginn áður en að svokallaðar CFC-reglur eru settar inn í íslensk lög sem virðist þá benda til þess að ætlunin hafi verið að komast einhvern hjá þessum reglum,“ segir Katrín í samtali við Vísi. Þá segir hún að forsætisráðherra hafi átt að gera grein fyrir þessu þegar hann var kosinn á þing og því megi segja að Sigmundur Davíð sé fremstur í flokki nokkurra kjörinna fulltrúa sem hafi ákveðið að spila ekki eftir reglum samfélagsins og haldið því leyndu. Katrín nefnir einnig alþjóðalega samhengið. „Þetta er mjög alvarlegt mál og svona í alþjóðlegu samhengi kemur þetta skelfilega út fyrir íslenskt samfélag og forsætisráðherra á auðvitað að íhuga það að axla ábyrgð og segja af sér.“ Fyrir liggur að stjórnarandstaðan hefur boðað tillögu um þingrof og að kosningar fari fram. Aðspurð segir Katrín að það fari eftir því hvernig forsætisráðherra og aðrir ráðamenn bregðist við fréttum dagsins. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, er á svipuðum nótum og Katrín. Hann segir málið mun alvarlegra en hann hafi búist við. Þá dugi ekki þær skýringar sem forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafi gefið á sínum málum. Ríkisstjórnin sé rúin trausti og að hans mati er engin leið að komast hjá vantrauststillögu við þessar aðstæður. „Skýringar um að þetta hafi verið eign maka forsætisráðherra standast ekki. Það hafa átt sér stað þarna viðskipti með eignarhlut og allt ber þetta einkenni skattasniðgöngu eins og hún augljósast verður. Það er sama hvar borið er niður, ekkert af skýringunum stenst. Við þessar aðstæður, þegar þessi ásýnd af Íslandi blasir við, einu vestrænna lýðræðisríkja að þar sé stjórnmálastéttin á bólakafi í skattsvikum það kallar auðvitað á það að við sameinumst hér á vettvangi Alþingis um það að bjarga ásýnd lýðræðis og góðra stjórnarhátta í landinu. Þá verða þeir sem að þarna koma við sögu að fara frá og þjóðin verður að fá að kjósa,“ segir Árni Páll.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur gekk út úr viðtali spurður út í Wintris Sigmundur sakaði Jóhannes Kristjánsson um að hafa platað sig í viðtal. 3. apríl 2016 18:22 Þverneitaði fyrir að hafa selt hlutinn í Wintris á einn dollara Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, neitaði því að hafa tengst eða tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum í viðtali við sænskan blaðamann sem tekið var upp í ráðherrabústaðnum þann 11. mars síðastliðinn. 3. apríl 2016 19:15 Seldi Wintris fyrir einn bandaríkjadal Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fékk úthlutað prókúru fyrir aflandsfélaginu Wintris Inc. þegar félagið var stofnað. Prókúran gerði honum kleift að skuldbinda félagið og meðhöndla eignir þess sem sínar eigin. Þá átti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í viðskiptum með fasteignir í Dúbaí árið 2009 og notaði til þess tölvupóstfang sitt hjá Alþingi. 3. apríl 2016 18:30 Sigmundur fær kaldar kveðjur á Facebooksíðu sinni Varnarræða Sigmundar Davíðs á Facebooksíðu hans hefur kallað fram 3. apríl 2016 17:54 Íslensku stjórnmálamennirnir í Panama-skjölunum Fleiri en ráðherrarnir þrír eiga félög á aflandseyjum. 3. apríl 2016 19:04 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira
Sigmundur gekk út úr viðtali spurður út í Wintris Sigmundur sakaði Jóhannes Kristjánsson um að hafa platað sig í viðtal. 3. apríl 2016 18:22
Þverneitaði fyrir að hafa selt hlutinn í Wintris á einn dollara Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, neitaði því að hafa tengst eða tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum í viðtali við sænskan blaðamann sem tekið var upp í ráðherrabústaðnum þann 11. mars síðastliðinn. 3. apríl 2016 19:15
Seldi Wintris fyrir einn bandaríkjadal Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fékk úthlutað prókúru fyrir aflandsfélaginu Wintris Inc. þegar félagið var stofnað. Prókúran gerði honum kleift að skuldbinda félagið og meðhöndla eignir þess sem sínar eigin. Þá átti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í viðskiptum með fasteignir í Dúbaí árið 2009 og notaði til þess tölvupóstfang sitt hjá Alþingi. 3. apríl 2016 18:30
Sigmundur fær kaldar kveðjur á Facebooksíðu sinni Varnarræða Sigmundar Davíðs á Facebooksíðu hans hefur kallað fram 3. apríl 2016 17:54
Íslensku stjórnmálamennirnir í Panama-skjölunum Fleiri en ráðherrarnir þrír eiga félög á aflandseyjum. 3. apríl 2016 19:04