Sigmundur Davíð þótti einn kynþokkafyllsti karlmaður Íslands Jakob Bjarnar skrifar 4. apríl 2016 10:17 Gunnar Smári Egilsson ritstjóri birtir þessar myndir á Facebooksíðu sinni, skjámyndir úr sænska sjónvarpinu og segir myndirnar þær nú táknmynd pólitískrar spillingar víða um heim. Ísland og íslenski forsætisráðherrann, Sigmundur Davíð, er í aðalhlutverki á heimspressunni. Og oft virðist sem erlendir blaðamenn, ekki síst á Norðurlöndunum, geti ekki stillt sig um að hæðast að Íslandi. Freyr Eyjólfsson útvarpsmaður, sem búsettur er úti í Frakkalandi, er nýlega kominn þangað aftur eftir stutta dvöl á Íslandi. Og honum er brugðið. „Ég bý í litlum frönskum smábæ þar sem fólk er ekki endilega alltaf að velta sér upp úr heimsfréttunum. Búinn að fara með börnin í skólann, skreppa í bakaríið og svona. Hvert sem ég fer, hvern sem ég hitti er til umræðu mál íslenska forsætisráðherrans. Viðkvæðið vanalega: "Jæja, Freyr minn, hvað er eiginlega að gerast þarna á Íslandi" Þetta er í ÖLLUM fjölmiðlum hérna, Frönskum, þýskum, svissneskum, spænskum, ítölskum. Ruglið og steypan að þetta sé nú allt saman eitthvert meiriháttar Rúv samsæri er sorglega hlægilegt og vandræðalegt.“ Þetta er ekki orðum aukið hjá Frey, en hann greinir frá þessu á Facebooksíðu sinni; flestir fjölmiðlar heims fjalla nú um Íslands. Uppljóstrarinn Edward Snowden er meðal þeirra sem fylgist grannt með gangi mála og hann setti á twitter-síðu sína myndbrot, svokallað gif, sem vakið hefur mikla athygli. Þetta er brot úr alræmdu viðtali sem Kastljós birti í gærkvöld, þar sem sænski sjónvarpsmaðurinn Sven Bergman, tók viðtal við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, sem svo Jóhannes Kr. Kristjánsson hjá Reykjavík Media blandaði sér inní. Með orðum Snowdens: Andartakið þegar forsætisráðherra áttar sig á því að blaðamennirnir hafi upplýsingar um að hann var að ljúga. („The exact moment Iceland‘s PM realizes journalist found his secret“)The exact moment Iceland's PM realizes journalists found his secret: https://t.co/XUaUMVmIm9 #Cashljós #PanamaPapers pic.twitter.com/rp29gGGTp1— Edward Snowden (@Snowden) April 3, 2016 Þúsundir hafa deilt þessum myndbroti á Twitter.Vísir greindi skilmerkilega frá því í gær frá því að „Fjölmiðlar um heim allan fjalla um félag Sigmundar og Önnu“Stöðugt bætast í sarpinn, erlendir miðlar keppast við að fjalla um Ísland og líkast til er þetta athygli af því taginu sem fæstir kæra sig um. SVT Nyheter birtir frétt, myndbandstökur af áðurnefndu viðtali og fylgir henni úr hlaði með orðunum þeim að íslenski forsætisráðherrann feli milljónir í skattaparadís og hér flýr hann af vettvangi úr viðtali Uppdrags gransknings.Svíar, sem og allar Norðurlandaþjóðirnar, sýna málinu mikinn áhuga.Í gær var greint frá því að lögregla hafi verið kölluð til þegar blaðamenn Aftenposten freistuðu þess, við heimili Sigmundar Davíðs, að ná af honum tali. Þar er vitnað í orð Sigmundar Davíðs, þau sem hann lét falla í viðtalinu áður en uppúr sauð, að því sé tekið af mikilli alvöru ef einhver á Íslandi reynir að koma sér hjá því að leggja sitt til samneyslunnar. En, eins og segir í Aftenposten, svo fékk hann óþægilegar spurningar. Í raun verður að segjast alveg eins og er að afar háðskur tónn litar umfjöllun erlendra miðla, ekki síst fjölmiðla á Norðurlöndum.Sigmundur einn kynþokkafyllsti karlmaður landsins Og öllum steinum er velt við og hér er frétt í sænskum fjölmiðlum sem fer fyrir brjóstið á mörgum. Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur vekur athygli á því, á sinni Facebooksíðu, að sænskir rannsóknarblaðamenn hafi grafið það upp að árið 2007 hafi Sigmundur Davíð verið kjörinn þriðji kynþokkafyllsti karlmaður landsins.Aftenposten hefur eftir Sigmundi að á Íslandi sé það litið alvarlegum augum þegar einhver víkur sér undan því að taka þátt í samneyslunni.„Það eru margar hliðar á þessu Tortóla máli. Hér er ein. Sigmundur vann sinn fyrsta og merkilegasta kosningasigur 2007. Sænskir rannsóknarblaðamenn hafa grafið það upp. Í þessari frétt segir: "2007 köpte Gunnlaugsson, då en populär tv-personlighet som utsetts till Islands tredje sexigaste man" Það er nefnilega það! Hver var það eiginlega sem var valin kynþokkafyllstur þetta árið? Það er stóra spurningin!" Það mun einmitt vera Ríkisútvarpið, þetta sem margir Framsóknarmenn telja að ofsæki Sigmund, sem einmitt stóð fyrir þessari kosningu. Jón Ólafsson tónlistarmaður fór með sigur af hólmi. Panama-skjölin Tengdar fréttir Fjölmiðlar um heim allan fjalla um félag Sigmundar og Önnu Félag forsætisráðherra Íslands í skattaskjóli er aðalfréttaefni erlendra miðla þessa stundina. 3. apríl 2016 18:31 Segir ekkert nýtt hafa komið fram í umfjöllun Kastljóss Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segist hafa búist við annars konar framsetningu á þeim upplýsingum sem opinberuð voru í Kastljósþætti kvöldsins. 3. apríl 2016 19:22 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira
Ísland og íslenski forsætisráðherrann, Sigmundur Davíð, er í aðalhlutverki á heimspressunni. Og oft virðist sem erlendir blaðamenn, ekki síst á Norðurlöndunum, geti ekki stillt sig um að hæðast að Íslandi. Freyr Eyjólfsson útvarpsmaður, sem búsettur er úti í Frakkalandi, er nýlega kominn þangað aftur eftir stutta dvöl á Íslandi. Og honum er brugðið. „Ég bý í litlum frönskum smábæ þar sem fólk er ekki endilega alltaf að velta sér upp úr heimsfréttunum. Búinn að fara með börnin í skólann, skreppa í bakaríið og svona. Hvert sem ég fer, hvern sem ég hitti er til umræðu mál íslenska forsætisráðherrans. Viðkvæðið vanalega: "Jæja, Freyr minn, hvað er eiginlega að gerast þarna á Íslandi" Þetta er í ÖLLUM fjölmiðlum hérna, Frönskum, þýskum, svissneskum, spænskum, ítölskum. Ruglið og steypan að þetta sé nú allt saman eitthvert meiriháttar Rúv samsæri er sorglega hlægilegt og vandræðalegt.“ Þetta er ekki orðum aukið hjá Frey, en hann greinir frá þessu á Facebooksíðu sinni; flestir fjölmiðlar heims fjalla nú um Íslands. Uppljóstrarinn Edward Snowden er meðal þeirra sem fylgist grannt með gangi mála og hann setti á twitter-síðu sína myndbrot, svokallað gif, sem vakið hefur mikla athygli. Þetta er brot úr alræmdu viðtali sem Kastljós birti í gærkvöld, þar sem sænski sjónvarpsmaðurinn Sven Bergman, tók viðtal við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, sem svo Jóhannes Kr. Kristjánsson hjá Reykjavík Media blandaði sér inní. Með orðum Snowdens: Andartakið þegar forsætisráðherra áttar sig á því að blaðamennirnir hafi upplýsingar um að hann var að ljúga. („The exact moment Iceland‘s PM realizes journalist found his secret“)The exact moment Iceland's PM realizes journalists found his secret: https://t.co/XUaUMVmIm9 #Cashljós #PanamaPapers pic.twitter.com/rp29gGGTp1— Edward Snowden (@Snowden) April 3, 2016 Þúsundir hafa deilt þessum myndbroti á Twitter.Vísir greindi skilmerkilega frá því í gær frá því að „Fjölmiðlar um heim allan fjalla um félag Sigmundar og Önnu“Stöðugt bætast í sarpinn, erlendir miðlar keppast við að fjalla um Ísland og líkast til er þetta athygli af því taginu sem fæstir kæra sig um. SVT Nyheter birtir frétt, myndbandstökur af áðurnefndu viðtali og fylgir henni úr hlaði með orðunum þeim að íslenski forsætisráðherrann feli milljónir í skattaparadís og hér flýr hann af vettvangi úr viðtali Uppdrags gransknings.Svíar, sem og allar Norðurlandaþjóðirnar, sýna málinu mikinn áhuga.Í gær var greint frá því að lögregla hafi verið kölluð til þegar blaðamenn Aftenposten freistuðu þess, við heimili Sigmundar Davíðs, að ná af honum tali. Þar er vitnað í orð Sigmundar Davíðs, þau sem hann lét falla í viðtalinu áður en uppúr sauð, að því sé tekið af mikilli alvöru ef einhver á Íslandi reynir að koma sér hjá því að leggja sitt til samneyslunnar. En, eins og segir í Aftenposten, svo fékk hann óþægilegar spurningar. Í raun verður að segjast alveg eins og er að afar háðskur tónn litar umfjöllun erlendra miðla, ekki síst fjölmiðla á Norðurlöndum.Sigmundur einn kynþokkafyllsti karlmaður landsins Og öllum steinum er velt við og hér er frétt í sænskum fjölmiðlum sem fer fyrir brjóstið á mörgum. Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur vekur athygli á því, á sinni Facebooksíðu, að sænskir rannsóknarblaðamenn hafi grafið það upp að árið 2007 hafi Sigmundur Davíð verið kjörinn þriðji kynþokkafyllsti karlmaður landsins.Aftenposten hefur eftir Sigmundi að á Íslandi sé það litið alvarlegum augum þegar einhver víkur sér undan því að taka þátt í samneyslunni.„Það eru margar hliðar á þessu Tortóla máli. Hér er ein. Sigmundur vann sinn fyrsta og merkilegasta kosningasigur 2007. Sænskir rannsóknarblaðamenn hafa grafið það upp. Í þessari frétt segir: "2007 köpte Gunnlaugsson, då en populär tv-personlighet som utsetts till Islands tredje sexigaste man" Það er nefnilega það! Hver var það eiginlega sem var valin kynþokkafyllstur þetta árið? Það er stóra spurningin!" Það mun einmitt vera Ríkisútvarpið, þetta sem margir Framsóknarmenn telja að ofsæki Sigmund, sem einmitt stóð fyrir þessari kosningu. Jón Ólafsson tónlistarmaður fór með sigur af hólmi.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Fjölmiðlar um heim allan fjalla um félag Sigmundar og Önnu Félag forsætisráðherra Íslands í skattaskjóli er aðalfréttaefni erlendra miðla þessa stundina. 3. apríl 2016 18:31 Segir ekkert nýtt hafa komið fram í umfjöllun Kastljóss Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segist hafa búist við annars konar framsetningu á þeim upplýsingum sem opinberuð voru í Kastljósþætti kvöldsins. 3. apríl 2016 19:22 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira
Fjölmiðlar um heim allan fjalla um félag Sigmundar og Önnu Félag forsætisráðherra Íslands í skattaskjóli er aðalfréttaefni erlendra miðla þessa stundina. 3. apríl 2016 18:31
Segir ekkert nýtt hafa komið fram í umfjöllun Kastljóss Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segist hafa búist við annars konar framsetningu á þeim upplýsingum sem opinberuð voru í Kastljósþætti kvöldsins. 3. apríl 2016 19:22