Þögn í herbúðum sjálfstæðismanna Nanna Elísa Jakobsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 4. apríl 2016 13:13 Ásmundur Friðriksson, Óli Björn Kárason, Unnur Brá Konráðsdóttir og Jón Gunnarsson. Þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem Vísir hefur náð tali af í dag vildu lítið tjá sig um mál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, og tengsla hans við aflandsfélagið Wintris. Þá gáfu þeir ekkert upp um afstöðu flokksins til vantrauststillögunnar sem stjórnarandstaðan hefur boðað. Þingflokkurinn fundaði vegna málsins í morgun og mun funda aftur núna eftir hádegi áður en þing kemur saman klukkan 15. Stjórnarandstaðan hefur ekki aðeins boðað tillögu sem snýr að vantrausti á forsætisráðherra og ríkisstjórn hans sem heldur einnig að þing verði rofið og boðað til kosninga. Ætla má að sú staðreynd að Sigmundur Davíð hefur ekki íhugað að segja af sér verði rædd á fundi þingflokksins nú eftir hádegi. Ásmundur Friðriksson segir málið grafalvarlegt. „Við höfum auðvitað miklar áhyggjur af þessu máli. Þetta er grafalvarlegt,“ segir Ásmundur Friðriksson. Hann segir Sjálfstæðisflokkinn vera að fara yfir málið í dag og að mikill þungi sé í mönnum. Ásmundur hafði ekki séð viðtalið við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í hádegisfréttum Stöðvar 2 þegar Vísir náði af honum tali og vildi því ekki tjá sig um það að hann hygðist ekki segja af sér. „Við vonum bara að þetta fari vel.“ Ásmundur sagði vont að að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður flokksins, væri fastur á erlendri grundu í dag. Óli Björn Kárason, varaþingmaður, segir menn hafa rætt hlutina af hreinskilni í morgun og muni halda áfram að gera það í dag. „Menn skilja alvarleika málsins en hins vegar er ekki verið að hlaupa í einhverju óðagoti fram,“ segir Óli Björn. Aðspurður um tillögu stjórnarandstöðunnar og afstöðu til hennar segist Óli Björn ætla að bíða eftir að hún komi fram. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. „Menn gera sér grein fyrir því að staðan er alvarleg,“ segir Jón Gunnarsson, þingmaður Suðvesturkjördæmis. Hann sagðist þó ekki getað tjáð sig um afstöðu sína gagnvart vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á Sigmund Davíð. Það mál yrði rætt á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins á eftir. „Við erum að fara yfir það hvernig brugðist skuli við þessu. Þurfum að fá svigrúm til þess að meta aðstæður.“ Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Suðurkjördæmis og formaður allsherjarnefndar, segir alvarlega stöðu vera uppi. „Við ætlum ekki að tjá okkur um það sem fram fór á fundinum í dag en þetta er auðvitað bara erfið staða, það er ekkert hægt að neita því,“ segir Unnur Brá. Þá vildu þau Vilhjálmur Bjarnason og Valgerður Gunnarsdóttir ekki tjá sig um málið. Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur hefur ekki íhugað afsögn Sigmundur Davíð biðst afsökunar á því að hafa staðið sig illa í sjónvarpsviðtali. 4. apríl 2016 12:13 Leggja einnig fram tillögu um þingrof og kosningar Um eina tillögu í nokkrum liðum er að ræða. 4. apríl 2016 11:56 Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Gríðarlegur fjöldi hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla og krefjast kosninga vegna tengsla forsætisráðherra við aflandsfélag á Tortóla. 4. apríl 2016 07:48 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem Vísir hefur náð tali af í dag vildu lítið tjá sig um mál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, og tengsla hans við aflandsfélagið Wintris. Þá gáfu þeir ekkert upp um afstöðu flokksins til vantrauststillögunnar sem stjórnarandstaðan hefur boðað. Þingflokkurinn fundaði vegna málsins í morgun og mun funda aftur núna eftir hádegi áður en þing kemur saman klukkan 15. Stjórnarandstaðan hefur ekki aðeins boðað tillögu sem snýr að vantrausti á forsætisráðherra og ríkisstjórn hans sem heldur einnig að þing verði rofið og boðað til kosninga. Ætla má að sú staðreynd að Sigmundur Davíð hefur ekki íhugað að segja af sér verði rædd á fundi þingflokksins nú eftir hádegi. Ásmundur Friðriksson segir málið grafalvarlegt. „Við höfum auðvitað miklar áhyggjur af þessu máli. Þetta er grafalvarlegt,“ segir Ásmundur Friðriksson. Hann segir Sjálfstæðisflokkinn vera að fara yfir málið í dag og að mikill þungi sé í mönnum. Ásmundur hafði ekki séð viðtalið við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í hádegisfréttum Stöðvar 2 þegar Vísir náði af honum tali og vildi því ekki tjá sig um það að hann hygðist ekki segja af sér. „Við vonum bara að þetta fari vel.“ Ásmundur sagði vont að að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður flokksins, væri fastur á erlendri grundu í dag. Óli Björn Kárason, varaþingmaður, segir menn hafa rætt hlutina af hreinskilni í morgun og muni halda áfram að gera það í dag. „Menn skilja alvarleika málsins en hins vegar er ekki verið að hlaupa í einhverju óðagoti fram,“ segir Óli Björn. Aðspurður um tillögu stjórnarandstöðunnar og afstöðu til hennar segist Óli Björn ætla að bíða eftir að hún komi fram. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. „Menn gera sér grein fyrir því að staðan er alvarleg,“ segir Jón Gunnarsson, þingmaður Suðvesturkjördæmis. Hann sagðist þó ekki getað tjáð sig um afstöðu sína gagnvart vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á Sigmund Davíð. Það mál yrði rætt á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins á eftir. „Við erum að fara yfir það hvernig brugðist skuli við þessu. Þurfum að fá svigrúm til þess að meta aðstæður.“ Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Suðurkjördæmis og formaður allsherjarnefndar, segir alvarlega stöðu vera uppi. „Við ætlum ekki að tjá okkur um það sem fram fór á fundinum í dag en þetta er auðvitað bara erfið staða, það er ekkert hægt að neita því,“ segir Unnur Brá. Þá vildu þau Vilhjálmur Bjarnason og Valgerður Gunnarsdóttir ekki tjá sig um málið.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur hefur ekki íhugað afsögn Sigmundur Davíð biðst afsökunar á því að hafa staðið sig illa í sjónvarpsviðtali. 4. apríl 2016 12:13 Leggja einnig fram tillögu um þingrof og kosningar Um eina tillögu í nokkrum liðum er að ræða. 4. apríl 2016 11:56 Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Gríðarlegur fjöldi hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla og krefjast kosninga vegna tengsla forsætisráðherra við aflandsfélag á Tortóla. 4. apríl 2016 07:48 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Sigmundur hefur ekki íhugað afsögn Sigmundur Davíð biðst afsökunar á því að hafa staðið sig illa í sjónvarpsviðtali. 4. apríl 2016 12:13
Leggja einnig fram tillögu um þingrof og kosningar Um eina tillögu í nokkrum liðum er að ræða. 4. apríl 2016 11:56
Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Gríðarlegur fjöldi hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla og krefjast kosninga vegna tengsla forsætisráðherra við aflandsfélag á Tortóla. 4. apríl 2016 07:48