„Megi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gjöra svo vel að drulla sér úr sínum ráðherrastól“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. apríl 2016 18:21 Birgitta lét ekki segjast þó að barið væri í bjölluna ítrekað. vísir/valli „Af hverju ætti ég að virða þingsköp þegar forsætisráðherra þessa lands kemst upp með, með lygum og lýðskrumi, að ljúga beint framan í andlitið á þjóðinni aftur og aftur,“ sagði píratinn Birgitta Jónsdóttir undir háværum bjölluhljómi forseta Alþingis, Einars K. Guðfinnssonar. Eftir að óundirbúnum fyrirspurnatíma lauk voru önnur mál þingfundar tekin af dagskrá og hafði forseti í hyggju að slíta þingfundi. Þingmenn stjórnarandstöðunnar ræddu hins vegar í góða stund undir liðnum fundarstjórn forseta þar sem þau úthúðu forsætisráðherra fyrir framgöngu sína og furðuðu sig á „æpandi þögn“ stjórnarþingmanna. „Úti á Austurvelli sér maður fólk og það er með skilti og hvað stendur á skiltunum? Það stendur á þeim að það vilji Sigmund Davíð Gunnlaugsson burt. En hann ætlar ekki að víkja,“ sagði Birgitta. „Því hefur minnihlutinn lagt fram vantraust á þennan ráðherra og alla hans ríkisstjórn og ég vona að sú tillaga verði flutt hér sem fyrst. Ég vil heyra í þingmönnum stjórnarliða. Ég vil heyra þá verja þennan mann sem ég mun aldrei aftur kalla hæstvirtan.“ Þingmaðurinn tók tvisvar til máls og í bæði skiptin fór hún fram yfir þann tíma sem henni er skammtaður samkvæmt þingsköpum. Í þeirri síðari fór hún ekki einu sinni örlítið yfir heldur talaði tæpum tveimur mínútum of lengi. Stærstan hluta ræðunnar reyndi hún að yfirgnæfa bjöllu forseta. „Hann sýndi enga iðrun hér í dag. Mikil má skömm Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar vera fyrir framgöngu hans hér í dag og 11. mars þegar hann laug og labbaði úr viðtali. Síðan hefur hann ekki gert neitt annað en að gera lítið úr fjölmiðlum þeim sem hafa spurt hann einfaldra spurninga. Og neitað að mæta í viðtöl. Það er skammarlegt. Og megi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gjöra svo vel að drulla sér úr sínum ráðherrastól sem allra fyrst,“ sagði Birgitta. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, áréttaði, nokkuð höstuglega, að þingmenn myndu lúta reglum um ræðutíma. „Forseti ætlast til þess að háttvirtir þingmenn hefji sig ekki á þann stall að telja sig yfir þær reglur hafnar.“ Upptöku af síðari ræðu Birgittu má sjá hér að neðan en bjölluhljómurinn hefst þegar ræðan er hálfnuð. Panama-skjölin Tengdar fréttir Forsætisráðherra segir Svíþjóð og Bretland vera skattaskjól "Mörg lönd hafa verið nefnd skattaskjól. Bretland, Panama, Kýpur. Svíþjóð skattaskjól Evrópu.“ sagði Sigmundur Davíð á Alþingi í dag. 4. apríl 2016 16:59 Sigmundur hefur ekki íhugað afsögn Sigmundur Davíð biðst afsökunar á því að hafa staðið sig illa í sjónvarpsviðtali. 4. apríl 2016 12:13 Þingflokkarnir funda: Sjálfstæðismenn funda án formannsins Þingflokkarnir funduðu allir í morgun utan Pírata. 4. apríl 2016 10:49 Hvað var Sigmundur Davíð núna að teikna? Sigmundur er góður með pennann. 4. apríl 2016 16:13 „Af hverju sagðirðu ekki bara hlutina eins og þeir eru og af hverju sagðirðu ekki satt?“ Forsætisráðherra strunsaði úr þinghúsinu strax að fyrirspurnatíma loknum. 4. apríl 2016 17:15 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
„Af hverju ætti ég að virða þingsköp þegar forsætisráðherra þessa lands kemst upp með, með lygum og lýðskrumi, að ljúga beint framan í andlitið á þjóðinni aftur og aftur,“ sagði píratinn Birgitta Jónsdóttir undir háværum bjölluhljómi forseta Alþingis, Einars K. Guðfinnssonar. Eftir að óundirbúnum fyrirspurnatíma lauk voru önnur mál þingfundar tekin af dagskrá og hafði forseti í hyggju að slíta þingfundi. Þingmenn stjórnarandstöðunnar ræddu hins vegar í góða stund undir liðnum fundarstjórn forseta þar sem þau úthúðu forsætisráðherra fyrir framgöngu sína og furðuðu sig á „æpandi þögn“ stjórnarþingmanna. „Úti á Austurvelli sér maður fólk og það er með skilti og hvað stendur á skiltunum? Það stendur á þeim að það vilji Sigmund Davíð Gunnlaugsson burt. En hann ætlar ekki að víkja,“ sagði Birgitta. „Því hefur minnihlutinn lagt fram vantraust á þennan ráðherra og alla hans ríkisstjórn og ég vona að sú tillaga verði flutt hér sem fyrst. Ég vil heyra í þingmönnum stjórnarliða. Ég vil heyra þá verja þennan mann sem ég mun aldrei aftur kalla hæstvirtan.“ Þingmaðurinn tók tvisvar til máls og í bæði skiptin fór hún fram yfir þann tíma sem henni er skammtaður samkvæmt þingsköpum. Í þeirri síðari fór hún ekki einu sinni örlítið yfir heldur talaði tæpum tveimur mínútum of lengi. Stærstan hluta ræðunnar reyndi hún að yfirgnæfa bjöllu forseta. „Hann sýndi enga iðrun hér í dag. Mikil má skömm Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar vera fyrir framgöngu hans hér í dag og 11. mars þegar hann laug og labbaði úr viðtali. Síðan hefur hann ekki gert neitt annað en að gera lítið úr fjölmiðlum þeim sem hafa spurt hann einfaldra spurninga. Og neitað að mæta í viðtöl. Það er skammarlegt. Og megi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gjöra svo vel að drulla sér úr sínum ráðherrastól sem allra fyrst,“ sagði Birgitta. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, áréttaði, nokkuð höstuglega, að þingmenn myndu lúta reglum um ræðutíma. „Forseti ætlast til þess að háttvirtir þingmenn hefji sig ekki á þann stall að telja sig yfir þær reglur hafnar.“ Upptöku af síðari ræðu Birgittu má sjá hér að neðan en bjölluhljómurinn hefst þegar ræðan er hálfnuð.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Forsætisráðherra segir Svíþjóð og Bretland vera skattaskjól "Mörg lönd hafa verið nefnd skattaskjól. Bretland, Panama, Kýpur. Svíþjóð skattaskjól Evrópu.“ sagði Sigmundur Davíð á Alþingi í dag. 4. apríl 2016 16:59 Sigmundur hefur ekki íhugað afsögn Sigmundur Davíð biðst afsökunar á því að hafa staðið sig illa í sjónvarpsviðtali. 4. apríl 2016 12:13 Þingflokkarnir funda: Sjálfstæðismenn funda án formannsins Þingflokkarnir funduðu allir í morgun utan Pírata. 4. apríl 2016 10:49 Hvað var Sigmundur Davíð núna að teikna? Sigmundur er góður með pennann. 4. apríl 2016 16:13 „Af hverju sagðirðu ekki bara hlutina eins og þeir eru og af hverju sagðirðu ekki satt?“ Forsætisráðherra strunsaði úr þinghúsinu strax að fyrirspurnatíma loknum. 4. apríl 2016 17:15 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Forsætisráðherra segir Svíþjóð og Bretland vera skattaskjól "Mörg lönd hafa verið nefnd skattaskjól. Bretland, Panama, Kýpur. Svíþjóð skattaskjól Evrópu.“ sagði Sigmundur Davíð á Alþingi í dag. 4. apríl 2016 16:59
Sigmundur hefur ekki íhugað afsögn Sigmundur Davíð biðst afsökunar á því að hafa staðið sig illa í sjónvarpsviðtali. 4. apríl 2016 12:13
Þingflokkarnir funda: Sjálfstæðismenn funda án formannsins Þingflokkarnir funduðu allir í morgun utan Pírata. 4. apríl 2016 10:49
„Af hverju sagðirðu ekki bara hlutina eins og þeir eru og af hverju sagðirðu ekki satt?“ Forsætisráðherra strunsaði úr þinghúsinu strax að fyrirspurnatíma loknum. 4. apríl 2016 17:15