Enginn ríkisstjórnarfundur í fyrramálið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. apríl 2016 20:36 Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson þegar þeir kynntu stjórnarsáttmála sinn snemmsumars 2013. Margir velta því nú fyrir sér hvort að tími ríkisstjórnarinnar sé liðinn. Vísir/GVA Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, er væntanlegur til landsins snemma í fyrramálið frá austurströnd Bandaríkjanna. Hann mun þá funda með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra, til að fara yfir stöðu mála en mikill styr stendur nú um ríkisstjórnina í kjölfar umfjöllunar um tengsl Sigmundar Davíðs við aflandsfélagið Wintris sem skráð er á Bresku Jómfrúareyjunum. Þá mun Bjarni einnig funda með þingflokki Sjálfstæðisflokksins í fyrramálið. Búið var að boða til ríkisstjórnarfundar klukkan 9.30 eins og venja er á þriðjudögum en samkvæmt upplýsingum frá Jóhannesi Þór Skúlasyni, aðstoðarmanni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, hefur sá fundur verið afboðaður vegna „sérstakra aðstæðna“ og vísaði Jóhannes til þess að Bjarni væri að koma til landsins í fyrramálið. Ekki er þó útilokað að fundurinn fari fram síðar á morgun. Guðlaugur Þór Þórðarson er starfandi þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Hann vill ekki tjá sig um stöðu Sigmundar Davíðs en segir að málin ættu að skýrast betur á morgun. „Bjarni kemur til landsins á morgun, hann mun funda með forystunni og funda með okkur og þá skýrast málin betur. Það er enginn að velkjast í vafa um það að þetta er stórt mál og það skiptir máli að þær ákvarðanir sem verða teknar að þær séu teknar af yfirvegun,“ segir Guðlaugur Þór. Margir velta því nú fyrir sér hvort að tími ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs og Bjarna sé liðinn. Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga frá stjórnarandstöðunni um vantraust á forsætisráðherra og ríkisstjórnina, þingrof og kosningar. Ekki liggur fyrir hvenær sú tillaga verður tekin fyrir á þingi en búið er að fella niður þingfund sem átti að vera á morgun. Þá komu yfir 20 þúsund manns saman á Austurvelli í dag til að krefjast kosninga og þess að Sigmundur Davíð segi af sér sem forsætisráðherra. Hann hefur sagt að hann hafi ekki íhugað afsögn en það dylst engum að hann og ríkisstjórn hans er í afar erfiðri stöðu. Panama-skjölin Tengdar fréttir Vantrauststillagan komin fram Stjórnarandstaðan hefur lagt fram sameiginlega þingályktunartillögu um vantraust á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, ríkisstjórn, þingrof og nýjar kosningar. 4. apríl 2016 15:21 Kemur til greina að opna bókhaldið upp á gátt Sigmundur Davíð var gestur í Ísland í dag. 4. apríl 2016 19:29 Segja um 22 þúsund hafa mætt á Austurvöll Skipuleggjendur mótmælanna segja augljósan vilja fyrir hendi hjá almenningi að ríkisstjórnin víki. 4. apríl 2016 19:02 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, er væntanlegur til landsins snemma í fyrramálið frá austurströnd Bandaríkjanna. Hann mun þá funda með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra, til að fara yfir stöðu mála en mikill styr stendur nú um ríkisstjórnina í kjölfar umfjöllunar um tengsl Sigmundar Davíðs við aflandsfélagið Wintris sem skráð er á Bresku Jómfrúareyjunum. Þá mun Bjarni einnig funda með þingflokki Sjálfstæðisflokksins í fyrramálið. Búið var að boða til ríkisstjórnarfundar klukkan 9.30 eins og venja er á þriðjudögum en samkvæmt upplýsingum frá Jóhannesi Þór Skúlasyni, aðstoðarmanni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, hefur sá fundur verið afboðaður vegna „sérstakra aðstæðna“ og vísaði Jóhannes til þess að Bjarni væri að koma til landsins í fyrramálið. Ekki er þó útilokað að fundurinn fari fram síðar á morgun. Guðlaugur Þór Þórðarson er starfandi þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Hann vill ekki tjá sig um stöðu Sigmundar Davíðs en segir að málin ættu að skýrast betur á morgun. „Bjarni kemur til landsins á morgun, hann mun funda með forystunni og funda með okkur og þá skýrast málin betur. Það er enginn að velkjast í vafa um það að þetta er stórt mál og það skiptir máli að þær ákvarðanir sem verða teknar að þær séu teknar af yfirvegun,“ segir Guðlaugur Þór. Margir velta því nú fyrir sér hvort að tími ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs og Bjarna sé liðinn. Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga frá stjórnarandstöðunni um vantraust á forsætisráðherra og ríkisstjórnina, þingrof og kosningar. Ekki liggur fyrir hvenær sú tillaga verður tekin fyrir á þingi en búið er að fella niður þingfund sem átti að vera á morgun. Þá komu yfir 20 þúsund manns saman á Austurvelli í dag til að krefjast kosninga og þess að Sigmundur Davíð segi af sér sem forsætisráðherra. Hann hefur sagt að hann hafi ekki íhugað afsögn en það dylst engum að hann og ríkisstjórn hans er í afar erfiðri stöðu.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Vantrauststillagan komin fram Stjórnarandstaðan hefur lagt fram sameiginlega þingályktunartillögu um vantraust á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, ríkisstjórn, þingrof og nýjar kosningar. 4. apríl 2016 15:21 Kemur til greina að opna bókhaldið upp á gátt Sigmundur Davíð var gestur í Ísland í dag. 4. apríl 2016 19:29 Segja um 22 þúsund hafa mætt á Austurvöll Skipuleggjendur mótmælanna segja augljósan vilja fyrir hendi hjá almenningi að ríkisstjórnin víki. 4. apríl 2016 19:02 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
Vantrauststillagan komin fram Stjórnarandstaðan hefur lagt fram sameiginlega þingályktunartillögu um vantraust á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, ríkisstjórn, þingrof og nýjar kosningar. 4. apríl 2016 15:21
Kemur til greina að opna bókhaldið upp á gátt Sigmundur Davíð var gestur í Ísland í dag. 4. apríl 2016 19:29
Segja um 22 þúsund hafa mætt á Austurvöll Skipuleggjendur mótmælanna segja augljósan vilja fyrir hendi hjá almenningi að ríkisstjórnin víki. 4. apríl 2016 19:02