Framsóknarmenn á Akureyri snúa baki við Sigmundi Bjarki Ármannsson skrifar 4. apríl 2016 21:05 Jóhannes Gunnar Bjarnason, fyrrverandi oddviti Framsóknarflokksins á Akureyri, gerir málið að umfjöllunarefni á Facebook –síðu sinni. Vísir/Auðunn Bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins á Akureyri skora á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formann flokksins, að segja af sér. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðismanna þar í bæ segja trúverðugleika ríkisstjórnarinnar brostna. Í áskorun sem báðir bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins, varabæjarfulltrúar og fleiri skrifa undir segir að trúnaðarbrestur hafi skapast milli Sigmundar og landsmanna allra. Því skori hópurinn á Sigmund að segja sig frá störfum forsætisráðherra án frekari tafa. Mikill styr stendur nú um ríkisstjórn Sigmundar í kjölfar umfjöllunar um tengsl hans við aflandsfélagið Wintris, sem skráð er á Bresku Jómfrúaeyjum. Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga frá stjórnarandstöðunni um vantraust á forsætisráðherra og ríkisstjórnina, þingrof og kosningar auk þess sem þúsundir manns kröfðust afsagnar stjórnarinnar á Austurvelli í kvöld. Akureyri er fjölmennasta bæjarfélag Norðausturkjördæmis, kjördæmis Sigmundar. Jóhannes Gunnar Bjarnason, fyrrverandi oddviti Framsóknarflokksins á Akureyri, gerir málið sömuleiðis að umfjöllunarefni á Facebook –síðu sinni. Jóhannes, sem sat í átta ár í bæjarstjórn Akureyrar, segir „heiftarlegan dómgreindarbrest“ forsætisráðherra í Wintris-málinu gera hann óhæfan til áframhaldandi setu. Hann segir stuðningi sínum við Framsóknarflokkinn lokið ef Sigmundur segir ekki af sér. „Ég hef verið félagi í Framsóknarflokknum í mörg ár. Margsinnis hef ég tekið snerrur við fólk, varið bæði stefnu og forystu,“ skrifar Jóhannes. „Það hef ég ávallt gert með góðri samvisku og talið mig hafa góðan málstað að verja. En í dag er mér misboðið.“Innlegg Jóhannesar má sjá hér fyrir neðan.Ég hef verið félagi í Framsóknarflokknum í mörg ár. Margsinnis hef ég tekið snerrur við fólk, varið bæði stefnu og...Posted by Jóhannes Gunnar Bjarnason on 4. apríl 2016Í ályktun frá stjórn fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins á Akureyri og bæjarfulltrúa flokksins í bænum segir jafnframt að trúverðugleiki ríkisstjórnarinnar sé brostinn og hún geti ekki starfað áfram undir forystu núverandi forsætisráðherra. Þingmenn stjórnarflokkanna hafa í dag verið tregir til þess að lýsa yfir stuðningi sínum við Sigmund. Ríkisstjórnarfundur, sem fara átti fram í fyrramálið, hefur verið afboðaður. Panama-skjölin Tengdar fréttir Þingfundur fellur niður á morgun Þetta kemur fram á vef Alþingis. 4. apríl 2016 17:59 Ásmundur Einar: „Framsóknarmenn úti um allt land hafa áhyggjur“ Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, segir ríkisstjórnina hafa stuðning flokksins eins og staðan sé í dag. 4. apríl 2016 19:53 Bjarni Benediktsson: „Alveg ljóst að það er þungt undir fæti hjá ríkisstjórninni“ Fjármálaráðherra segist ekki lýsa yfir trausti eða vantrausti á forsætisráðherra eftir pöntunum. 4. apríl 2016 20:01 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
Bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins á Akureyri skora á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formann flokksins, að segja af sér. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðismanna þar í bæ segja trúverðugleika ríkisstjórnarinnar brostna. Í áskorun sem báðir bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins, varabæjarfulltrúar og fleiri skrifa undir segir að trúnaðarbrestur hafi skapast milli Sigmundar og landsmanna allra. Því skori hópurinn á Sigmund að segja sig frá störfum forsætisráðherra án frekari tafa. Mikill styr stendur nú um ríkisstjórn Sigmundar í kjölfar umfjöllunar um tengsl hans við aflandsfélagið Wintris, sem skráð er á Bresku Jómfrúaeyjum. Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga frá stjórnarandstöðunni um vantraust á forsætisráðherra og ríkisstjórnina, þingrof og kosningar auk þess sem þúsundir manns kröfðust afsagnar stjórnarinnar á Austurvelli í kvöld. Akureyri er fjölmennasta bæjarfélag Norðausturkjördæmis, kjördæmis Sigmundar. Jóhannes Gunnar Bjarnason, fyrrverandi oddviti Framsóknarflokksins á Akureyri, gerir málið sömuleiðis að umfjöllunarefni á Facebook –síðu sinni. Jóhannes, sem sat í átta ár í bæjarstjórn Akureyrar, segir „heiftarlegan dómgreindarbrest“ forsætisráðherra í Wintris-málinu gera hann óhæfan til áframhaldandi setu. Hann segir stuðningi sínum við Framsóknarflokkinn lokið ef Sigmundur segir ekki af sér. „Ég hef verið félagi í Framsóknarflokknum í mörg ár. Margsinnis hef ég tekið snerrur við fólk, varið bæði stefnu og forystu,“ skrifar Jóhannes. „Það hef ég ávallt gert með góðri samvisku og talið mig hafa góðan málstað að verja. En í dag er mér misboðið.“Innlegg Jóhannesar má sjá hér fyrir neðan.Ég hef verið félagi í Framsóknarflokknum í mörg ár. Margsinnis hef ég tekið snerrur við fólk, varið bæði stefnu og...Posted by Jóhannes Gunnar Bjarnason on 4. apríl 2016Í ályktun frá stjórn fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins á Akureyri og bæjarfulltrúa flokksins í bænum segir jafnframt að trúverðugleiki ríkisstjórnarinnar sé brostinn og hún geti ekki starfað áfram undir forystu núverandi forsætisráðherra. Þingmenn stjórnarflokkanna hafa í dag verið tregir til þess að lýsa yfir stuðningi sínum við Sigmund. Ríkisstjórnarfundur, sem fara átti fram í fyrramálið, hefur verið afboðaður.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Þingfundur fellur niður á morgun Þetta kemur fram á vef Alþingis. 4. apríl 2016 17:59 Ásmundur Einar: „Framsóknarmenn úti um allt land hafa áhyggjur“ Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, segir ríkisstjórnina hafa stuðning flokksins eins og staðan sé í dag. 4. apríl 2016 19:53 Bjarni Benediktsson: „Alveg ljóst að það er þungt undir fæti hjá ríkisstjórninni“ Fjármálaráðherra segist ekki lýsa yfir trausti eða vantrausti á forsætisráðherra eftir pöntunum. 4. apríl 2016 20:01 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
Ásmundur Einar: „Framsóknarmenn úti um allt land hafa áhyggjur“ Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, segir ríkisstjórnina hafa stuðning flokksins eins og staðan sé í dag. 4. apríl 2016 19:53
Bjarni Benediktsson: „Alveg ljóst að það er þungt undir fæti hjá ríkisstjórninni“ Fjármálaráðherra segist ekki lýsa yfir trausti eða vantrausti á forsætisráðherra eftir pöntunum. 4. apríl 2016 20:01