Mótmælin á Austurvelli: Sænskir túristar fastir í bíl og mótmælendur vopnaðir banönum Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 5. apríl 2016 09:00 Mótmælendur töldu táknrænt að mæta með banana á Austurvöll. Visir/Villhelm Mótmælendur á Austurvelli köstuðu banönum og eggjum að Alþingishúsinu í gær. Lögregla telur að í kringum 10-15 þúsund manns hafi verið á mótmælunum en skipuleggjendur töldu allt að 22 þúsund manns. Hildur Margrétardóttir með bananaknippi. Fréttablaðið/KristjanaEnginn var handtekinn eftir að mótmælin hófust, að sögn lögreglu, og enginn særðist. En áður en mótmælin hófust var einn handtekinn fyrir að henda skyri í þinghúsið. „Við erum auðvitað með banana, enda búum við í bananalýðveldi,“ segir Helga Margrét Reinharðsdóttir, sem mætti til mótmæla ásamt dóttur sinni í gær. Báðar héldu þær á bananaknippi. „Þetta er fáránlegt að halda að hann komist upp með þetta. Að hann skuli glotta framan í okkur og ætli ekki að fara úr embætti,“ segir dóttir hennar, Hildur Margrétardóttir, og segist ekki munu gefast upp fyrr en forsætisráðherra hefur sagt af sér. Ómar Ragnarsson telur stöðuna alvarlega. Fréttablaðið/KristjanaTöpuðum ærunniÓmar Ragnarsson fréttamaður mætti til mótmælanna og sagði stöðuna grafalvarlega. Krafan þeirra um umbætur væri þung. Þyngri en eftir hrunið. „Í mótmælunum eftir hrunið mætti fólk sem hafði tapað eigum sínum,“ sagði Ómar. „Nú eru komnir hingað vonsviknir Íslendingar sem finnst þeir hafa tapað einhverju sem er miklu verðmætara. Ærunni, traustinu,“ bætti hann við. „Þetta er svo miklu alvarlegra.“Kristofer og Mads léttir í lundu þrátt fyrir að vera pikkfastir í umferðinni við Austurvöll. Fréttablaðið/KristjanaFastir í umferðinniÞeir Kristofer og Mads frá Stokkhólmi sátu fastir í bifreið sinni fyrir utan Hótel Borg. „Við höfum verið hér í um klukkustund, sagði Kristofer. „Þetta er óneitanlega sérstök upplifun. Mér finnst gott að Íslendingar mótmæla,“ segir Mads og sagði þeim félögum nokkuð sama um að vera fastir í bifreiðinni. Athæfi forsætisráðherra væri með ólíkindum. Þeir hafa fylgst með fréttum af málinu í Svíþjóð. „Við óskum ykkur alls góðs. Bara að við verðum ekki bensínlausir,“ segir Kristofer. Panama-skjölin Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Mótmælendur á Austurvelli köstuðu banönum og eggjum að Alþingishúsinu í gær. Lögregla telur að í kringum 10-15 þúsund manns hafi verið á mótmælunum en skipuleggjendur töldu allt að 22 þúsund manns. Hildur Margrétardóttir með bananaknippi. Fréttablaðið/KristjanaEnginn var handtekinn eftir að mótmælin hófust, að sögn lögreglu, og enginn særðist. En áður en mótmælin hófust var einn handtekinn fyrir að henda skyri í þinghúsið. „Við erum auðvitað með banana, enda búum við í bananalýðveldi,“ segir Helga Margrét Reinharðsdóttir, sem mætti til mótmæla ásamt dóttur sinni í gær. Báðar héldu þær á bananaknippi. „Þetta er fáránlegt að halda að hann komist upp með þetta. Að hann skuli glotta framan í okkur og ætli ekki að fara úr embætti,“ segir dóttir hennar, Hildur Margrétardóttir, og segist ekki munu gefast upp fyrr en forsætisráðherra hefur sagt af sér. Ómar Ragnarsson telur stöðuna alvarlega. Fréttablaðið/KristjanaTöpuðum ærunniÓmar Ragnarsson fréttamaður mætti til mótmælanna og sagði stöðuna grafalvarlega. Krafan þeirra um umbætur væri þung. Þyngri en eftir hrunið. „Í mótmælunum eftir hrunið mætti fólk sem hafði tapað eigum sínum,“ sagði Ómar. „Nú eru komnir hingað vonsviknir Íslendingar sem finnst þeir hafa tapað einhverju sem er miklu verðmætara. Ærunni, traustinu,“ bætti hann við. „Þetta er svo miklu alvarlegra.“Kristofer og Mads léttir í lundu þrátt fyrir að vera pikkfastir í umferðinni við Austurvöll. Fréttablaðið/KristjanaFastir í umferðinniÞeir Kristofer og Mads frá Stokkhólmi sátu fastir í bifreið sinni fyrir utan Hótel Borg. „Við höfum verið hér í um klukkustund, sagði Kristofer. „Þetta er óneitanlega sérstök upplifun. Mér finnst gott að Íslendingar mótmæla,“ segir Mads og sagði þeim félögum nokkuð sama um að vera fastir í bifreiðinni. Athæfi forsætisráðherra væri með ólíkindum. Þeir hafa fylgst með fréttum af málinu í Svíþjóð. „Við óskum ykkur alls góðs. Bara að við verðum ekki bensínlausir,“ segir Kristofer.
Panama-skjölin Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira