Sveinbjörg Birna fer í frí ef yfirferð um hagsmunaskráningu verður ekki lokið í júní Birgir Olgeirsson skrifar 5. apríl 2016 14:24 Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Vísir/Valli Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar og flugvallarvina í borgarstjórn, mun óska eftir tímabundnu leyfi frá störfum sínum sem borgarfulltrúi verði yfirferð um hagsmunaskráningu borgarfulltrúa ekki lokið þegar hún kemur aftur til starfa úr fæðingarorlofi 13. júní næstkomandi. Þetta segir Sveinbjörg Birna í yfirlýsingu til fjölmiðla vegna umfjöllunar Kastljóss og Reykjavík Media um tengsl hennar við Panama-skjölin. Í þeim kom í ljós að Sveinbjörg Birna var skráð fyrir tveimur félögum í umsjá panamísku lögfræðistofunnar Mossack Fonseca; 7Callinvest sem skráð er á Tortóla og Ice 1 Corp sem var skráð á Panama.Sjá má yfirlýsingu hennar hér fyrir neðan:Í fréttaskýringarþættinum Kastljósi sl. sunnudag var fjallað um félög sem voru stofnuð meðan ég var búsett og skattskyld í Luxemborg, löngu áður en ég hóf afskipti af stjórnmálum á Íslandi. Af því tilefni sendi ég regluverði Reykjavíkurborgar og forseta borgarstjórnar bréf þar sem ég fór yfir þau viðskipti sem fjallað er um í þættinum og bauðst til að veita frekari skýringar teldi regluvörður þörf á því.Í dag samþykkti forsætisnefnd Reykjavíkurborgar tillögu um að fela innri endurskoðun Reykjavíkurborgar og siðanefnd Sambands Íslenskra sveitafélaga að taka til skoðunar hagsmunaskráningu borgarfulltrúa. Ég styð slíka tillögu og mun aðstoða framangreinda aðila við þá vinnu í hvívetna.Sem borgarfulltrúa ber mér fyrst og síðast skylda til að gæta hagsmuna borgarbúa. Ég vonast til að yfirferð um hagsmunaskráningu borgarfulltrúa verði lokið áður en ég kem aftur til starfa úr fæðingarorlofi 13. júní nk. Verði yfirferðinni á hinn bóginn ekki lokið þá mun ég óska eftir tímabundnu leyfi frá störfum mínum sem borgarfulltrúi þar til niðurstaða liggur fyrir.Ég hef tekið þessa ákvörðun til að borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina geti áfram veitt meirihluta borgarstjórnar nauðsynlegt aðhald. Fjárhagsstaða borgarinnar er sem kunnugt er slæm og viðvarandi tap á rekstri borgarinnar á sama tíma og dregið er úr þjónustu. Í mínum huga er þýðingarmest að kjörnir fulltrúar einbeiti sér að leysa slík mál, frekar en að eyða dýrmætum tíma í þref um skráningu mína á hagsmunaskrá. Panama-skjölin Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Maðurinn sem féll í ána er látinn Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem féll í ána er látinn Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Sjá meira
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar og flugvallarvina í borgarstjórn, mun óska eftir tímabundnu leyfi frá störfum sínum sem borgarfulltrúi verði yfirferð um hagsmunaskráningu borgarfulltrúa ekki lokið þegar hún kemur aftur til starfa úr fæðingarorlofi 13. júní næstkomandi. Þetta segir Sveinbjörg Birna í yfirlýsingu til fjölmiðla vegna umfjöllunar Kastljóss og Reykjavík Media um tengsl hennar við Panama-skjölin. Í þeim kom í ljós að Sveinbjörg Birna var skráð fyrir tveimur félögum í umsjá panamísku lögfræðistofunnar Mossack Fonseca; 7Callinvest sem skráð er á Tortóla og Ice 1 Corp sem var skráð á Panama.Sjá má yfirlýsingu hennar hér fyrir neðan:Í fréttaskýringarþættinum Kastljósi sl. sunnudag var fjallað um félög sem voru stofnuð meðan ég var búsett og skattskyld í Luxemborg, löngu áður en ég hóf afskipti af stjórnmálum á Íslandi. Af því tilefni sendi ég regluverði Reykjavíkurborgar og forseta borgarstjórnar bréf þar sem ég fór yfir þau viðskipti sem fjallað er um í þættinum og bauðst til að veita frekari skýringar teldi regluvörður þörf á því.Í dag samþykkti forsætisnefnd Reykjavíkurborgar tillögu um að fela innri endurskoðun Reykjavíkurborgar og siðanefnd Sambands Íslenskra sveitafélaga að taka til skoðunar hagsmunaskráningu borgarfulltrúa. Ég styð slíka tillögu og mun aðstoða framangreinda aðila við þá vinnu í hvívetna.Sem borgarfulltrúa ber mér fyrst og síðast skylda til að gæta hagsmuna borgarbúa. Ég vonast til að yfirferð um hagsmunaskráningu borgarfulltrúa verði lokið áður en ég kem aftur til starfa úr fæðingarorlofi 13. júní nk. Verði yfirferðinni á hinn bóginn ekki lokið þá mun ég óska eftir tímabundnu leyfi frá störfum mínum sem borgarfulltrúi þar til niðurstaða liggur fyrir.Ég hef tekið þessa ákvörðun til að borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina geti áfram veitt meirihluta borgarstjórnar nauðsynlegt aðhald. Fjárhagsstaða borgarinnar er sem kunnugt er slæm og viðvarandi tap á rekstri borgarinnar á sama tíma og dregið er úr þjónustu. Í mínum huga er þýðingarmest að kjörnir fulltrúar einbeiti sér að leysa slík mál, frekar en að eyða dýrmætum tíma í þref um skráningu mína á hagsmunaskrá.
Panama-skjölin Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Maðurinn sem féll í ána er látinn Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem féll í ána er látinn Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Sjá meira