Ólafur Ragnar sagður hafa rassskellt Sigmund Davíð Jakob Bjarnar skrifar 5. apríl 2016 15:07 Ýmsir á Facebook meta það svo að Ólafur Ragnar hafi rassskellt Sigmund Davíð, og tekið hann í kennslustund þegar hann neitaði honum um heimild til þingrofs. Fólkið á Facebook telur Ólaf Ragnar hafa kaghýtt Sigmund Forseti Íslands er með pálmann í höndunum en forsætisráðherra smáður. Gusurnar ganga yfir Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á Facebook í kjölfar þess að Ólafur Ragnar Grímsson forseti landsins neitaði honum um heimild til þingrofs. Þar eiga menn erfitt með að halda lýsingarorðum sínum í skefjum. Þeir sem tjá sig um þennan leik á Facebook eiga ekki í nokkrum vandræðum með að túlka þennan millileik sem svo að staða Sigmundar Davíðs sé þar með algerlega vonlaus. Menn ganga nokkuð langt í túlkunum sínum og er Sigmundur Davíð sagður hafa verið flengdur af forsetanum, sem sjálfur stendur uppi með pálmann í höndunum. Helgi Seljan þurfti að láta segja sér þetta tvisvar: „Ólafur Ragnar neitaði SDG - heyrist mér. OMG.“ Reynir Traustason blaðamaður segir þetta stórleik forsetans: „Sigmundur Davíð Gunnlaugsson bókstaflega sleginn kaldur. Ruglinu linnir vonandi sem með þessu og forsætisráðherrann hrökklast þangað sem honum ber. Ferfalt húrra fyrir Ólafi Ragnari Grímssyni.“ Og Mörður Árnason varaþingmaður segist ... „[A]Alltíeinu soldið ánægður með forsetann sem ég kaus. Une grande performance -- og hárrétt ákvörðun, stjórnskipunarlega og pólitískt. Nú er að bíða í tíu mínútur eftir næsta leik ... hannaða atburðarásin á fullu ...“ Grímur Atlason framkvæmdastjóri kann einnig að koma orðum að því: „Ólafur Ragnar gerði það eina rétta í stöðunni: Hann rassskellti freka kallinn! Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er slíkur amatör og fúskari að það hálfa væri nóg. Hvernig tókst okkur að velja þennan mann sem forsætisráðherra okkar? Það er rannsóknarefni.“ Og blaðamaðurinn Jóhann Páll Jóhannsson er á sama róli: „SDG niðurlægður af pólitískum guðföður sínum, ÓRG sem tekst um leið að gera sjálfan sig að miðpunkti athyglinnar.“ Enn einn blaðamaðurinn sem tjáir sig um málið er Ágúst Borgþór Sverrisson, sem segir, fullur aðdáunar á þeirri skák sem Ólafur Ragnar tefldi þegar hann neitað Sigmundi um heimildina: „Svo heldur fólk að hvaða kjáni sem er geti verið forseti.“ Panama-skjölin Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Sjá meira
Fólkið á Facebook telur Ólaf Ragnar hafa kaghýtt Sigmund Forseti Íslands er með pálmann í höndunum en forsætisráðherra smáður. Gusurnar ganga yfir Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á Facebook í kjölfar þess að Ólafur Ragnar Grímsson forseti landsins neitaði honum um heimild til þingrofs. Þar eiga menn erfitt með að halda lýsingarorðum sínum í skefjum. Þeir sem tjá sig um þennan leik á Facebook eiga ekki í nokkrum vandræðum með að túlka þennan millileik sem svo að staða Sigmundar Davíðs sé þar með algerlega vonlaus. Menn ganga nokkuð langt í túlkunum sínum og er Sigmundur Davíð sagður hafa verið flengdur af forsetanum, sem sjálfur stendur uppi með pálmann í höndunum. Helgi Seljan þurfti að láta segja sér þetta tvisvar: „Ólafur Ragnar neitaði SDG - heyrist mér. OMG.“ Reynir Traustason blaðamaður segir þetta stórleik forsetans: „Sigmundur Davíð Gunnlaugsson bókstaflega sleginn kaldur. Ruglinu linnir vonandi sem með þessu og forsætisráðherrann hrökklast þangað sem honum ber. Ferfalt húrra fyrir Ólafi Ragnari Grímssyni.“ Og Mörður Árnason varaþingmaður segist ... „[A]Alltíeinu soldið ánægður með forsetann sem ég kaus. Une grande performance -- og hárrétt ákvörðun, stjórnskipunarlega og pólitískt. Nú er að bíða í tíu mínútur eftir næsta leik ... hannaða atburðarásin á fullu ...“ Grímur Atlason framkvæmdastjóri kann einnig að koma orðum að því: „Ólafur Ragnar gerði það eina rétta í stöðunni: Hann rassskellti freka kallinn! Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er slíkur amatör og fúskari að það hálfa væri nóg. Hvernig tókst okkur að velja þennan mann sem forsætisráðherra okkar? Það er rannsóknarefni.“ Og blaðamaðurinn Jóhann Páll Jóhannsson er á sama róli: „SDG niðurlægður af pólitískum guðföður sínum, ÓRG sem tekst um leið að gera sjálfan sig að miðpunkti athyglinnar.“ Enn einn blaðamaðurinn sem tjáir sig um málið er Ágúst Borgþór Sverrisson, sem segir, fullur aðdáunar á þeirri skák sem Ólafur Ragnar tefldi þegar hann neitað Sigmundi um heimildina: „Svo heldur fólk að hvaða kjáni sem er geti verið forseti.“
Panama-skjölin Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Sjá meira