Bjarni vill áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf við Framsóknarflokk Jakob Bjarnar skrifar 5. apríl 2016 16:28 Bjarni á Bessastöðum. Segir Sigmund hafa viljað þingrofsheimild til að geta hótað Sjálfstæðisflokknum. visir/anton Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins greindi Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands frá því að fyrir dyrum stæðu viðræður við Framsóknarflokkinn um áframhaldandi stjórnarsamstarf. Bjarni fór fram á það við Ólaf Ragnar að fá svigrúm til þeirra viðræðna og þar yrði ákveðið hvernig næsta ríkisstjórn yrði saman sett.Hrósaði forsetanum fyrir að hafa stöðvað Sigmund Davíð Bjarni sagði inngrip forsetans í hádeginu, þá er hann neitaði Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni um heimild til þingrofs, hafa verið mikilvægt. Hann sagðist hafa þakkað forsetanum fyrir að bregðast rétt við á viðkvæmu augnabliki þar sem það hefði verið algerlega órætt milli flokkanna að fara fram á þingrof. Aðspurður hvort þetta útspil Sigmundar Davíðs hafi komið honum á óvart sagði Bjarni hann líta þannig á að Sigmundur hafi viljað hafa þingrofsheimildina til að veifa framan í fjármálaráðherra ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði staðið við það að ekki yrði unað við óbreytt ástand.Sigurður Ingi næsti forsætisráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins, hefur greint frá því að hann hafi lagt það til við Bjarna Benediktsson, fjármalaráðherra og formanns samstarfsflokksins í ríkisstjórn, að hann taki við sem forsætisráðherra. Þetta er samkvæmt hugmynd Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem lýst hefur því yfir að hann ætli að stíga til hliðar sem forsætisráðherra. Fyrir liggur samþykkt þess efnis hjá þingflokki Framsóknarflokksins. Sigurður Ingi hefur greint frá því að til standi að þeir Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, muni hefja viðræður við Bjarna að loknum yfirstandandi fundi hans og Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands. Efni þeirra viðræðna er þá þessi hugmynd og hefur Sigurður Ingi lýst því yfir að hann sé vongóður um að Bjarni taki vel í þá hugmynd. Bjarni útskýrði að hann og forsetinn hefðu ákveðið í gær, að frumkvæði forsetans, að hittast í dag. Þar hefði hann reiknað með að eiga ræða við forsetann um atburði liðinna daga. Það hefði hins vegar breyst eftir fund Bjarna með Sigmundi Davíð í morgun.Sigmundur með tvær kröfurBjarni sagðist hafa tjáð Sigmundi Davíð á fundi þeirra í morgun að ekki yrði búið við óbreytt ástand. Sigmundur hefði sagt tvo möguleika í stöðunni, að Sjálfstæðisflokkurinn væri afdráttarlaus í stuðningi sínum eða að óskað yrði eftir þingrofi. Bjarni hefði ekki verið sammála því. Bjarni hefði því óskað eftir því við forsetann að hann fengi tíma til að ræða við Sigurð Inga um tillögur Framsóknarflokksins. Hann reiknaði með því að þær viðræður færu hratt fram en lyki þó væntanlega ekki í dag. Fjármálaráðherra segist meta það þannig að hann hafi fullan stuðning síns flokks og segist jafnframt ekki gera neina kröfu um stól forsætisráðherra í viðræðunum. Hann eigi mörgum verkum ólokið í ráðuneyti sínu og vilji ljúka þeim. Bjarni var spurður hvort hann teldi að hann hefði traust þjóðarinnar en hann hefur einnig verið nefndur í Panamaskjölunum. Hann sagðist tilbúinn að gera hreint fyrir sínum dyrum, hans mál væri einfalt og allt gerst áður en hann gerðist formaður Sjálfstæðisflokksins og löngu áður en hann varð ráðherra. Hann sé tilbúinn að sýna skattayfirlit verði gerð krafa þess efnis. Panama-skjölin Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins greindi Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands frá því að fyrir dyrum stæðu viðræður við Framsóknarflokkinn um áframhaldandi stjórnarsamstarf. Bjarni fór fram á það við Ólaf Ragnar að fá svigrúm til þeirra viðræðna og þar yrði ákveðið hvernig næsta ríkisstjórn yrði saman sett.Hrósaði forsetanum fyrir að hafa stöðvað Sigmund Davíð Bjarni sagði inngrip forsetans í hádeginu, þá er hann neitaði Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni um heimild til þingrofs, hafa verið mikilvægt. Hann sagðist hafa þakkað forsetanum fyrir að bregðast rétt við á viðkvæmu augnabliki þar sem það hefði verið algerlega órætt milli flokkanna að fara fram á þingrof. Aðspurður hvort þetta útspil Sigmundar Davíðs hafi komið honum á óvart sagði Bjarni hann líta þannig á að Sigmundur hafi viljað hafa þingrofsheimildina til að veifa framan í fjármálaráðherra ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði staðið við það að ekki yrði unað við óbreytt ástand.Sigurður Ingi næsti forsætisráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins, hefur greint frá því að hann hafi lagt það til við Bjarna Benediktsson, fjármalaráðherra og formanns samstarfsflokksins í ríkisstjórn, að hann taki við sem forsætisráðherra. Þetta er samkvæmt hugmynd Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem lýst hefur því yfir að hann ætli að stíga til hliðar sem forsætisráðherra. Fyrir liggur samþykkt þess efnis hjá þingflokki Framsóknarflokksins. Sigurður Ingi hefur greint frá því að til standi að þeir Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, muni hefja viðræður við Bjarna að loknum yfirstandandi fundi hans og Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands. Efni þeirra viðræðna er þá þessi hugmynd og hefur Sigurður Ingi lýst því yfir að hann sé vongóður um að Bjarni taki vel í þá hugmynd. Bjarni útskýrði að hann og forsetinn hefðu ákveðið í gær, að frumkvæði forsetans, að hittast í dag. Þar hefði hann reiknað með að eiga ræða við forsetann um atburði liðinna daga. Það hefði hins vegar breyst eftir fund Bjarna með Sigmundi Davíð í morgun.Sigmundur með tvær kröfurBjarni sagðist hafa tjáð Sigmundi Davíð á fundi þeirra í morgun að ekki yrði búið við óbreytt ástand. Sigmundur hefði sagt tvo möguleika í stöðunni, að Sjálfstæðisflokkurinn væri afdráttarlaus í stuðningi sínum eða að óskað yrði eftir þingrofi. Bjarni hefði ekki verið sammála því. Bjarni hefði því óskað eftir því við forsetann að hann fengi tíma til að ræða við Sigurð Inga um tillögur Framsóknarflokksins. Hann reiknaði með því að þær viðræður færu hratt fram en lyki þó væntanlega ekki í dag. Fjármálaráðherra segist meta það þannig að hann hafi fullan stuðning síns flokks og segist jafnframt ekki gera neina kröfu um stól forsætisráðherra í viðræðunum. Hann eigi mörgum verkum ólokið í ráðuneyti sínu og vilji ljúka þeim. Bjarni var spurður hvort hann teldi að hann hefði traust þjóðarinnar en hann hefur einnig verið nefndur í Panamaskjölunum. Hann sagðist tilbúinn að gera hreint fyrir sínum dyrum, hans mál væri einfalt og allt gerst áður en hann gerðist formaður Sjálfstæðisflokksins og löngu áður en hann varð ráðherra. Hann sé tilbúinn að sýna skattayfirlit verði gerð krafa þess efnis.
Panama-skjölin Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Sjá meira