Sigurður Ingi treystir sér til þess að sefa reiði almennings Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. apríl 2016 19:21 Sigurður Ingi Jóhannsson og Ásmundur Einar Daðason í þinghúsinu í dag. vísir/vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður og forsætisráðherraefni Framsóknarflokksins, treystir sér til þess að sefa reiði almennings. Þetta sagði hann í viðtali við Heimi Má Pétursson í Íslandi í dag í kvöld. Í þættinum voru sýndar myndir frá Valhöll þar sem almenningur mótmælir því að ríkisstjórnin skuli ekki vera farin frá. Þá var líka mótmælt við höfuðstöðvar Framsóknarflokksins við Hverfisgötu í dag. Aðspurður hvort að hann treysti sér til að sefa reiði almennings sagði Sigurður Ingi: „Já, við treystum okkur til þess og ég treysti mér til þess. Annars væri ég ekki að taka þetta verkefni að mér.“Óvanalegt að skipta um forsætisráðherra Sigurður Ingi tilkynnti í dag að Sigmundur Davíð hefði lagt það til að hann myndi stíga til hliðar sem forsætisráðherra og að Sigurður Ingi tæki við því embætti. Sigurður Ingi og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, funduðu í kvöld um stöðu mála en aðspurður hvort hann gerði þá kröfu að hann yrði forsætisráðherra sagði Sigurður Ingi: „Bara eins og kom fram í dag þá erum við fyrst og fremst að skipta út ráðherrum þó það sé óvanalegt að skipta um forsætisráðherra þá að tillögu forsætisráðherra þá leggur hann til sjálfur að hann stígi til hliðar og ég verði forsætisráðherra í hans stað.“ Þá kom jafnframt fram í máli Sigurðar Inga að Sigmundur Davíð hefði komið á þingflokksfund Framsóknarmanna eftir fund með forsetanum þar sem hann fór fram á að fá heimild til þingrofs. „Já, hann kom á þingflokksfundinn eftir fund með forseta og fór yfir málið og hvað fór fram á þeim fundi get ég ekki sagt til um. Þeir eru ekki á eitt sáttir með hvað fór þar fram.“Segir Sigmund Davíð hafa unnið mikilsverð verk fyrir Ísland Fram kom í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu í dag að Sigmundur Davíð hefði ekki farið fram á að fá heimild til þingrofs en Ólafur Ragnar hefur svarað þeirri yfirlýsingu og sagt að það hafi verið alveg ljóst í upphafi fundarins hvað forsætisráðherra hafi verið að fara fram á. Sigurður Ingi sagði þingflokk Framsóknarflokksins áfram styðja Sigmund Davíð sem formann flokksins enda hafi hann „unnið mikilsverð verk fyrir Ísland.“ Hins vegar hafi það verið mistök, eins og Sigmundur Davíð hafi sjálfur sagt að hann sjái eftir, að hafa opnað reikning fyrir aflandsfélagið Wintris á Bresku Jómfrúaeyjunum. „Ég er sammála því að það hafi verið mistök að segja ekki frá þessu fyrr eða koma peningunum heim,“ sagði Sigurður Ingi.Viðtal Heimis Más Péturssonar við Sigurð Inga í heild sinni má sjá hér að neðan. Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur Davíð hættur Þingflokkur Framsóknarflokksins leggur til að Sigurður Ingi Jóhannsson taki við sem forsætisráðherra. 5. apríl 2016 15:32 Viðbrögð þjóðarinnar við því að Sigurður Ingi verði mögulega næsti forsætisráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, segist vera klár í að gegna embætti forsætisráðherra í áframhaldandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. 5. apríl 2016 16:04 Sigurður Ingi klár í að verða forsætisráðherra Maður kemur í manns stað. 5. apríl 2016 15:42 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður og forsætisráðherraefni Framsóknarflokksins, treystir sér til þess að sefa reiði almennings. Þetta sagði hann í viðtali við Heimi Má Pétursson í Íslandi í dag í kvöld. Í þættinum voru sýndar myndir frá Valhöll þar sem almenningur mótmælir því að ríkisstjórnin skuli ekki vera farin frá. Þá var líka mótmælt við höfuðstöðvar Framsóknarflokksins við Hverfisgötu í dag. Aðspurður hvort að hann treysti sér til að sefa reiði almennings sagði Sigurður Ingi: „Já, við treystum okkur til þess og ég treysti mér til þess. Annars væri ég ekki að taka þetta verkefni að mér.“Óvanalegt að skipta um forsætisráðherra Sigurður Ingi tilkynnti í dag að Sigmundur Davíð hefði lagt það til að hann myndi stíga til hliðar sem forsætisráðherra og að Sigurður Ingi tæki við því embætti. Sigurður Ingi og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, funduðu í kvöld um stöðu mála en aðspurður hvort hann gerði þá kröfu að hann yrði forsætisráðherra sagði Sigurður Ingi: „Bara eins og kom fram í dag þá erum við fyrst og fremst að skipta út ráðherrum þó það sé óvanalegt að skipta um forsætisráðherra þá að tillögu forsætisráðherra þá leggur hann til sjálfur að hann stígi til hliðar og ég verði forsætisráðherra í hans stað.“ Þá kom jafnframt fram í máli Sigurðar Inga að Sigmundur Davíð hefði komið á þingflokksfund Framsóknarmanna eftir fund með forsetanum þar sem hann fór fram á að fá heimild til þingrofs. „Já, hann kom á þingflokksfundinn eftir fund með forseta og fór yfir málið og hvað fór fram á þeim fundi get ég ekki sagt til um. Þeir eru ekki á eitt sáttir með hvað fór þar fram.“Segir Sigmund Davíð hafa unnið mikilsverð verk fyrir Ísland Fram kom í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu í dag að Sigmundur Davíð hefði ekki farið fram á að fá heimild til þingrofs en Ólafur Ragnar hefur svarað þeirri yfirlýsingu og sagt að það hafi verið alveg ljóst í upphafi fundarins hvað forsætisráðherra hafi verið að fara fram á. Sigurður Ingi sagði þingflokk Framsóknarflokksins áfram styðja Sigmund Davíð sem formann flokksins enda hafi hann „unnið mikilsverð verk fyrir Ísland.“ Hins vegar hafi það verið mistök, eins og Sigmundur Davíð hafi sjálfur sagt að hann sjái eftir, að hafa opnað reikning fyrir aflandsfélagið Wintris á Bresku Jómfrúaeyjunum. „Ég er sammála því að það hafi verið mistök að segja ekki frá þessu fyrr eða koma peningunum heim,“ sagði Sigurður Ingi.Viðtal Heimis Más Péturssonar við Sigurð Inga í heild sinni má sjá hér að neðan.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur Davíð hættur Þingflokkur Framsóknarflokksins leggur til að Sigurður Ingi Jóhannsson taki við sem forsætisráðherra. 5. apríl 2016 15:32 Viðbrögð þjóðarinnar við því að Sigurður Ingi verði mögulega næsti forsætisráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, segist vera klár í að gegna embætti forsætisráðherra í áframhaldandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. 5. apríl 2016 16:04 Sigurður Ingi klár í að verða forsætisráðherra Maður kemur í manns stað. 5. apríl 2016 15:42 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Sigmundur Davíð hættur Þingflokkur Framsóknarflokksins leggur til að Sigurður Ingi Jóhannsson taki við sem forsætisráðherra. 5. apríl 2016 15:32
Viðbrögð þjóðarinnar við því að Sigurður Ingi verði mögulega næsti forsætisráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, segist vera klár í að gegna embætti forsætisráðherra í áframhaldandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. 5. apríl 2016 16:04