Sigmundur ekki sagt af sér heldur stigið til hliðar um óákveðinn tíma Bjarki Ármannsson og Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifa 5. apríl 2016 21:41 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur ekki sagt af sér sem forsætisráðherra, heldur lagt til að Sigurður Ingi Jóhannsson taki við embættinu um óákveðinn tíma. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur ekki sagt af sér sem forsætisráðherra, heldur lagt til að Sigurður Ingi Jóhannsson taki við embættinu um óákveðinn tíma. Áhersla er lögð á þetta í tölvupósti á ensku sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar sendi erlendum blaðamönnum í kvöld. Fjölmiðlar á Íslandi og víða um heim hafa greint frá því í dag að Sigmundur Davíð hafi látið af embætti og flestir talað um afsögn í því samhengi. Svo virðist sem þetta orðalag þyki heldur ónákvæmt. Nokkrir þeirra blaðamanna sem fengu bréfið birta brot úr því á Twitter og furða sig á því.This press release (which directly came from PM office and somehow landed in my inbox) is incredibly confusing for everyone. Clarity needed!— Benjamin Leruth (@BenLeruth) April 5, 2016 „Yfirlýsingin segir nákvæmlega það sem gerðist í dag,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs. „Að forsætisráðherra hafi ekki sagt af sér en hann hafi lagt það til við þingflokk Framsóknarmanna að hann stigi til hliðar og að Sigurður Ingi taki við sem forsætisráðherra um óákveðinn tíma. Óákveðinn tími getur til dæmis verið fram að kosningum, það er greinilega miðað við það sem menn eru að ræða í kvöld ekki alveg ljóst hvenær menn vilja hafa kosningar.“Er hann ósáttur við orðalag erlendra fjölmiðla?„Við fáum fyrirspurnir frá erlendum fjölmiðlum sem segja: Er það rétt sem við heyrum að forsætisráðherra hafi sagt af sér?“ segir hann. „Við erum stödd í því limbói núna að forsætisráðherra hefur ekki sagt af sér. Hann hefur hins vegar lagt það til að hann stígi til hliðar. Þegar hann fer og skilar sínu umboði þá verður það tilkynnt erlendum fjölmiðlum eins og öllum öðrum.“ Tillaga Sigmundar Davíðs hljómar svona orðrétt:„Forsætisráðherra leggur til að varaformaður flokksins taki við embætti forsætisráðherra svo það megi verða til að ríkisstjórnin geti lokið þeim mikilvægum verkum sem hún hefur unnið að og varða mikilvæga þjóðarhagsmuni.“ Panama-skjölin Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur ekki sagt af sér sem forsætisráðherra, heldur lagt til að Sigurður Ingi Jóhannsson taki við embættinu um óákveðinn tíma. Áhersla er lögð á þetta í tölvupósti á ensku sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar sendi erlendum blaðamönnum í kvöld. Fjölmiðlar á Íslandi og víða um heim hafa greint frá því í dag að Sigmundur Davíð hafi látið af embætti og flestir talað um afsögn í því samhengi. Svo virðist sem þetta orðalag þyki heldur ónákvæmt. Nokkrir þeirra blaðamanna sem fengu bréfið birta brot úr því á Twitter og furða sig á því.This press release (which directly came from PM office and somehow landed in my inbox) is incredibly confusing for everyone. Clarity needed!— Benjamin Leruth (@BenLeruth) April 5, 2016 „Yfirlýsingin segir nákvæmlega það sem gerðist í dag,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs. „Að forsætisráðherra hafi ekki sagt af sér en hann hafi lagt það til við þingflokk Framsóknarmanna að hann stigi til hliðar og að Sigurður Ingi taki við sem forsætisráðherra um óákveðinn tíma. Óákveðinn tími getur til dæmis verið fram að kosningum, það er greinilega miðað við það sem menn eru að ræða í kvöld ekki alveg ljóst hvenær menn vilja hafa kosningar.“Er hann ósáttur við orðalag erlendra fjölmiðla?„Við fáum fyrirspurnir frá erlendum fjölmiðlum sem segja: Er það rétt sem við heyrum að forsætisráðherra hafi sagt af sér?“ segir hann. „Við erum stödd í því limbói núna að forsætisráðherra hefur ekki sagt af sér. Hann hefur hins vegar lagt það til að hann stígi til hliðar. Þegar hann fer og skilar sínu umboði þá verður það tilkynnt erlendum fjölmiðlum eins og öllum öðrum.“ Tillaga Sigmundar Davíðs hljómar svona orðrétt:„Forsætisráðherra leggur til að varaformaður flokksins taki við embætti forsætisráðherra svo það megi verða til að ríkisstjórnin geti lokið þeim mikilvægum verkum sem hún hefur unnið að og varða mikilvæga þjóðarhagsmuni.“
Panama-skjölin Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Sjá meira