Ísland í kastljósi erlendra fréttamiðla Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 6. apríl 2016 07:00 Erlendar sjónvarpsstöðvar fjalla um Ísland. vísir/ÓKÁ Ísland hefur verið í kastljósi erlendu heimspressunnar vegna leka Panama-skjalanna og stöðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og flestir stærstu fjölmiðlar heims greindu ítarlega frá framvindunni á Íslandi í gær. Framan af degi voru áberandi fréttir af fundi forsætisráðherra og forseta Íslands. Frétt BBC um málið var efst á fréttasíðu vefsins og þar var farið yfir ákvörðun forseta um að verða ekki við ósk Sigmundar Davíðs um heimild til þingrofs. CNN-fréttastofan greindi frá því sem stórfrétt að Sigmundur Davíð væri hættur og vitnaði í mótmælendur á Austurvelli sem kröfðust kosninga þrátt fyrir að hann hefði stigið til hliðar. „Ísland getur ekki verið eina vestræna evrópska lýðræðisríkið með leiðtoga í þessari stöðu,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, í viðtali við breska miðilinn The Guardian í gær, sem hefur fjallað ítarlega um Ísland og málefni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fráfarandi forsætisráðherra, undanfarna daga. Við Bessastaði biðu blaðamenn frá norrænum miðlum á borð við Aftenposten. Þá var sjónvarpsstöðin Al-Jazeera með beina útsendingu frá Alþingishúsinu í gær. Fjölmargir aðrir miðlar fjölluðu um málið. Tvær af stærstu fréttaveitum heimsins, AP og AFP, fjalla um málið. Þá eru viðskiptamiðlarnir The Financial Times og Bloomberg með umfjöllun ásamt síðum á borð við Mashable og ABC í Bandaríkjunum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. apríl. Panama-skjölin Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Ísland hefur verið í kastljósi erlendu heimspressunnar vegna leka Panama-skjalanna og stöðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og flestir stærstu fjölmiðlar heims greindu ítarlega frá framvindunni á Íslandi í gær. Framan af degi voru áberandi fréttir af fundi forsætisráðherra og forseta Íslands. Frétt BBC um málið var efst á fréttasíðu vefsins og þar var farið yfir ákvörðun forseta um að verða ekki við ósk Sigmundar Davíðs um heimild til þingrofs. CNN-fréttastofan greindi frá því sem stórfrétt að Sigmundur Davíð væri hættur og vitnaði í mótmælendur á Austurvelli sem kröfðust kosninga þrátt fyrir að hann hefði stigið til hliðar. „Ísland getur ekki verið eina vestræna evrópska lýðræðisríkið með leiðtoga í þessari stöðu,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, í viðtali við breska miðilinn The Guardian í gær, sem hefur fjallað ítarlega um Ísland og málefni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fráfarandi forsætisráðherra, undanfarna daga. Við Bessastaði biðu blaðamenn frá norrænum miðlum á borð við Aftenposten. Þá var sjónvarpsstöðin Al-Jazeera með beina útsendingu frá Alþingishúsinu í gær. Fjölmargir aðrir miðlar fjölluðu um málið. Tvær af stærstu fréttaveitum heimsins, AP og AFP, fjalla um málið. Þá eru viðskiptamiðlarnir The Financial Times og Bloomberg með umfjöllun ásamt síðum á borð við Mashable og ABC í Bandaríkjunum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. apríl.
Panama-skjölin Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira