Heimsýn orðin hornkerling í Framsóknarflokknum Jakob Bjarnar skrifar 7. apríl 2016 11:03 Engin vil ég hornkerling vera. Lilja er tekin fram fyrir Heimsýnarfólkið Vigdísi og Ásmund Einar. Ef reynt er að rýna í það hvaða sögn felst í nýrri ráðherraskipan, má segja að Evrópuandstæðingar hafi verið hornsettir meðan Lilja Dögg Alfreðsdóttir, yfirlýstur Evrópusinni, er nú orðin utanríkisráðherra. Utanríkisráðuneytið þykir eitt hið mikilvægasta og í gegnum tíðina hafa gjarnan valist í það formenn Stjórnmalaflokka, svo sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar og Halldór Ásgrímsson heitinn, þá formaður Framsóknarflokksins. Lilja Dögg Alfreðsdóttir sat í stjórn Evrópusamtakanna. Yfirlýst stefna Framsóknarflokksins, eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tók þar við völdum, hefur hins vegar verið eindregin og hatrömm andstaða við aðild að Evrópusambandinu. Þar hafa farið fyrir flokki tveir virkir Heimsýnarmenn, þau Vigdís Hauksdóttir og Ásmundur Einar Daðason. Vigdís hefur lýst því yfir að hún sé afar ósátt við að enn hafi verið gengið fram hjá henni þegar ráðherralið Framsóknar er valið. „Engin vil ég hornkerling vera,“ segir í Njálu; bókinni sem guðfaðir Vigdísar í pólitíkinni, Guðni Ágústsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins kann utan bókar. Óvíst er hvernig honum hugnast þróun mála. Vigdís er ósátt og vitnar með merkingarþrungnum hætti í stjörnuspá Moggans á Facebooksíðu sinni: „Að gengisfella sjálfan sig er glæpur.“Forspár ÖssurHugsanlega eru menn að rýna of mikið í þetta, þó þarna megi vissulega greina þætti og það að visst óðagot einkennir atburðarrás undanfarinna daga. Hins vegar er það svo að Össur Skarphéðinsson þingmaður, þaulreyndur refur á sviði stjórnmálanna, sá þetta fyrir í Facebookfærslu sem hann birti fyrir hálfum sólarhring, áður en fyrir lá að Lilja yrði utanríkisráðherra og kallaði „Evrópusinnum bætist liðsauki“. Össur er einmitt, meðal annars, fyrrverandi utanríkisráðherra.Ef einhver kann að rýna í hin pólitísku spil, og fléttur á vettvangi stjórnmálanna, heitir sá maður Össur Skarphéðinsson.Vísir„Svo geta þeir sem spá í gang pólitískra himintungla velt fyrir sér hvort það boði breytta tíma að ný forysta Framsóknar skuli taka fyrrverandi forystukonu úr Evrópusamtökunum fram fyrir Ásmund Einar og Vigdísi Hauksdóttur - tvo fyrrverandi formenn Heimsýnar.“Lífsvon Gunnars BragaEn, Össur bendir á aðrar skýringar á því á því að mál æxluðust með þessum hætti, þó ekki skýri það hvers vegna gengið er fram hjá Vigdísi og Ásmundi Einari, en Gunnar Bragi er nú orðinn Landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra. Þetta er mikilvægt embætti nú þegar til stendur, meðal annars, að fullljúka búvörusamningi og hafa fingur á ýmsum einkavæðingaráformum. „Gunnar Bragi Sveinsson eygir lífsvon í kjördæminu eftir þriggja ára fjarveru í útlöndum með því að krónprins flokksins, Ásmundi Einari Daðasyni, þingflokksformanni, var að þessu sinni haldið utan ríkisstjórnar. Fyrir Gunnar Braga væri vitlegast í stöðunni að sækjast eftir atvinnumálaráðuneytinu, gefa Lilju eftir utanríkisráðuneytið, og nota síðustu mánuðina til að styrkja stöðu sína heima fyrir gagnvart Ásmundi Einari.“Evrópusinnum bætist liðsaukiÞað er söguleg kaldhæðni að síðasta verk Sigmundar Davíðs áður en örlögin feykja honum úr...Posted by Össur Skarphéðinsson on 6. apríl 2016 Panama-skjölin Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira
Ef reynt er að rýna í það hvaða sögn felst í nýrri ráðherraskipan, má segja að Evrópuandstæðingar hafi verið hornsettir meðan Lilja Dögg Alfreðsdóttir, yfirlýstur Evrópusinni, er nú orðin utanríkisráðherra. Utanríkisráðuneytið þykir eitt hið mikilvægasta og í gegnum tíðina hafa gjarnan valist í það formenn Stjórnmalaflokka, svo sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar og Halldór Ásgrímsson heitinn, þá formaður Framsóknarflokksins. Lilja Dögg Alfreðsdóttir sat í stjórn Evrópusamtakanna. Yfirlýst stefna Framsóknarflokksins, eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tók þar við völdum, hefur hins vegar verið eindregin og hatrömm andstaða við aðild að Evrópusambandinu. Þar hafa farið fyrir flokki tveir virkir Heimsýnarmenn, þau Vigdís Hauksdóttir og Ásmundur Einar Daðason. Vigdís hefur lýst því yfir að hún sé afar ósátt við að enn hafi verið gengið fram hjá henni þegar ráðherralið Framsóknar er valið. „Engin vil ég hornkerling vera,“ segir í Njálu; bókinni sem guðfaðir Vigdísar í pólitíkinni, Guðni Ágústsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins kann utan bókar. Óvíst er hvernig honum hugnast þróun mála. Vigdís er ósátt og vitnar með merkingarþrungnum hætti í stjörnuspá Moggans á Facebooksíðu sinni: „Að gengisfella sjálfan sig er glæpur.“Forspár ÖssurHugsanlega eru menn að rýna of mikið í þetta, þó þarna megi vissulega greina þætti og það að visst óðagot einkennir atburðarrás undanfarinna daga. Hins vegar er það svo að Össur Skarphéðinsson þingmaður, þaulreyndur refur á sviði stjórnmálanna, sá þetta fyrir í Facebookfærslu sem hann birti fyrir hálfum sólarhring, áður en fyrir lá að Lilja yrði utanríkisráðherra og kallaði „Evrópusinnum bætist liðsauki“. Össur er einmitt, meðal annars, fyrrverandi utanríkisráðherra.Ef einhver kann að rýna í hin pólitísku spil, og fléttur á vettvangi stjórnmálanna, heitir sá maður Össur Skarphéðinsson.Vísir„Svo geta þeir sem spá í gang pólitískra himintungla velt fyrir sér hvort það boði breytta tíma að ný forysta Framsóknar skuli taka fyrrverandi forystukonu úr Evrópusamtökunum fram fyrir Ásmund Einar og Vigdísi Hauksdóttur - tvo fyrrverandi formenn Heimsýnar.“Lífsvon Gunnars BragaEn, Össur bendir á aðrar skýringar á því á því að mál æxluðust með þessum hætti, þó ekki skýri það hvers vegna gengið er fram hjá Vigdísi og Ásmundi Einari, en Gunnar Bragi er nú orðinn Landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra. Þetta er mikilvægt embætti nú þegar til stendur, meðal annars, að fullljúka búvörusamningi og hafa fingur á ýmsum einkavæðingaráformum. „Gunnar Bragi Sveinsson eygir lífsvon í kjördæminu eftir þriggja ára fjarveru í útlöndum með því að krónprins flokksins, Ásmundi Einari Daðasyni, þingflokksformanni, var að þessu sinni haldið utan ríkisstjórnar. Fyrir Gunnar Braga væri vitlegast í stöðunni að sækjast eftir atvinnumálaráðuneytinu, gefa Lilju eftir utanríkisráðuneytið, og nota síðustu mánuðina til að styrkja stöðu sína heima fyrir gagnvart Ásmundi Einari.“Evrópusinnum bætist liðsaukiÞað er söguleg kaldhæðni að síðasta verk Sigmundar Davíðs áður en örlögin feykja honum úr...Posted by Össur Skarphéðinsson on 6. apríl 2016
Panama-skjölin Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira