Ný ríkisstjórn fram hjá miðstjórnum flokkanna Sveinn Arnarsson skrifar 7. apríl 2016 11:07 Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson kynna niðurstöðu viðræðna sinna. Þeir munu ekki ræða við Miðstjórnir flokka sinna vísir/vilhelm Flokksráð Sjálfstæðisflokks og miðstjórn Framsóknarflokks hafa ekki verið kallaðar saman vegna nýrrar ríkisstjórnarmyndunar þrátt fyrir að lög beggja flokka gera beinlínis ráð fyrir því. Ný ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar á að taka við völdum í landinu klukkan þrjú í dag. Þorfinnur Björnsson, skrifstofustjóri þingflokks Framsóknarflokksins, staðfestir að miðstjórn flokksins hafi ekki verið kölluð saman. Í lögum Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks segir að miðstjórn eða flokksráð flokkanna þurfi að koma saman til að samþykkja aðild sína að ríkisstjórn, málefnasamning og þá hefur venjan verið sú að ráðherralistar flokkanna liggi fyrir á fundunum til samþykktar. Í lögum Sjálfstæðisflokksins er talað um flokksráð flokksins en Framsóknarflokkurinn kallar stofnunina miðstjórn. Síðustu dagar hafa verið róstursamir í íslenskum stjórnmálum. Á einum sólarhring náðu Bjarni Benediktsson og Sigðurður Ingi Jóhannsson saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar á grunni þess samstarfs sem verið hefur milli flokkanna frá kosningum árið 2013. Í lögum Framsóknarflokksins segir að miðstjórn flokksins fari með umboð hans á milli flokksþinga og ákvarði um þátttöku flokksins í ríkisstjórn. „Málefnasamning um ríkisstjórnarsamstarf skal leggja fyrir miðstjórn,“ segir í lögum framsóknarflokksins. Í miðstjórn Framsóknarflokksins eiga sæti um 200 fulltrúar Sömu sögu er að segja af lögum Sjálfstæðisflokksins. Úr skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins er að finna reglur um flokksráð í 10. grein reglanna. „Flokksráð markar stjórnmálastefnu flokksins og afstöðu til einstakra mála, ef ekki liggja fyrir ályktanir landsfundar. Tillögu um þátttöku Sjálfstæðisflokksins í myndun ríkisstjórnar ber að leggja fyrir flokksráð sem tekur ákvörðun um ríkisstjórnaraðild flokksins.“Vigdís Hauksdóttir vildi ekki tjá sig á þessu stigi málsins hvort miðstjórn þyrfti að vera kölluð saman.vísir/VilhelmRíkisstjórnarflokkarnir, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, meta það sem svo að ekki þurfi að leggja nýja ríkisstjórn fyrir miðstjórnir flokkanna því málefnin byggi á stjórnarsáttmála sem samþykktur var 2013. Hinsvegar er ljóst að ný ríkisstjórn verður til í dag undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar; hans fyrsta ráðuneyti. Forystumenn beggja stjórnarflokkanna gera sér grein fyrir að óeining er meðal flokksmanna með hinar ýmsu ákvarðanir sem teknar hafa verið á síðustu dögum. Þingmenn hafa sagst vera ósáttir við niðurstöðuna og að allir kostir í stöðunni væru slæmir. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hafði ekki gert sér grein fyrir þessari stöðu þegar fréttastofa náði tali af henni. Hún vildi ekki tjá sig um þessa stöðu og hvort þurfi að kalla saman miðstjórn flokksins. Hún vildi kynna sér málið. Sagði hún rétt að formaður og varaformaður flokksins myndu svara þessum vangaveltum. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, benti á þetta á Facebook síðu sinni í dag og hafa spunnist nokkrar umræður um þetta. Nefnir hann að hann hafi skrifað ævisögu Steingríms Hermannssonar, fyrrum formanns Framsóknarflokksins og forsætisráðherra þjóðarinnar. ég skrifaði einu sinni ævisögu Steingríms Hermannssonar sem var farsæll formaður Framsóknarflokksins - og rámaði þess...Posted by Dagur B. Eggertsson on Thursday, April 7, 2016 Panama-skjölin Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Flokksráð Sjálfstæðisflokks og miðstjórn Framsóknarflokks hafa ekki verið kallaðar saman vegna nýrrar ríkisstjórnarmyndunar þrátt fyrir að lög beggja flokka gera beinlínis ráð fyrir því. Ný ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar á að taka við völdum í landinu klukkan þrjú í dag. Þorfinnur Björnsson, skrifstofustjóri þingflokks Framsóknarflokksins, staðfestir að miðstjórn flokksins hafi ekki verið kölluð saman. Í lögum Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks segir að miðstjórn eða flokksráð flokkanna þurfi að koma saman til að samþykkja aðild sína að ríkisstjórn, málefnasamning og þá hefur venjan verið sú að ráðherralistar flokkanna liggi fyrir á fundunum til samþykktar. Í lögum Sjálfstæðisflokksins er talað um flokksráð flokksins en Framsóknarflokkurinn kallar stofnunina miðstjórn. Síðustu dagar hafa verið róstursamir í íslenskum stjórnmálum. Á einum sólarhring náðu Bjarni Benediktsson og Sigðurður Ingi Jóhannsson saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar á grunni þess samstarfs sem verið hefur milli flokkanna frá kosningum árið 2013. Í lögum Framsóknarflokksins segir að miðstjórn flokksins fari með umboð hans á milli flokksþinga og ákvarði um þátttöku flokksins í ríkisstjórn. „Málefnasamning um ríkisstjórnarsamstarf skal leggja fyrir miðstjórn,“ segir í lögum framsóknarflokksins. Í miðstjórn Framsóknarflokksins eiga sæti um 200 fulltrúar Sömu sögu er að segja af lögum Sjálfstæðisflokksins. Úr skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins er að finna reglur um flokksráð í 10. grein reglanna. „Flokksráð markar stjórnmálastefnu flokksins og afstöðu til einstakra mála, ef ekki liggja fyrir ályktanir landsfundar. Tillögu um þátttöku Sjálfstæðisflokksins í myndun ríkisstjórnar ber að leggja fyrir flokksráð sem tekur ákvörðun um ríkisstjórnaraðild flokksins.“Vigdís Hauksdóttir vildi ekki tjá sig á þessu stigi málsins hvort miðstjórn þyrfti að vera kölluð saman.vísir/VilhelmRíkisstjórnarflokkarnir, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, meta það sem svo að ekki þurfi að leggja nýja ríkisstjórn fyrir miðstjórnir flokkanna því málefnin byggi á stjórnarsáttmála sem samþykktur var 2013. Hinsvegar er ljóst að ný ríkisstjórn verður til í dag undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar; hans fyrsta ráðuneyti. Forystumenn beggja stjórnarflokkanna gera sér grein fyrir að óeining er meðal flokksmanna með hinar ýmsu ákvarðanir sem teknar hafa verið á síðustu dögum. Þingmenn hafa sagst vera ósáttir við niðurstöðuna og að allir kostir í stöðunni væru slæmir. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hafði ekki gert sér grein fyrir þessari stöðu þegar fréttastofa náði tali af henni. Hún vildi ekki tjá sig um þessa stöðu og hvort þurfi að kalla saman miðstjórn flokksins. Hún vildi kynna sér málið. Sagði hún rétt að formaður og varaformaður flokksins myndu svara þessum vangaveltum. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, benti á þetta á Facebook síðu sinni í dag og hafa spunnist nokkrar umræður um þetta. Nefnir hann að hann hafi skrifað ævisögu Steingríms Hermannssonar, fyrrum formanns Framsóknarflokksins og forsætisráðherra þjóðarinnar. ég skrifaði einu sinni ævisögu Steingríms Hermannssonar sem var farsæll formaður Framsóknarflokksins - og rámaði þess...Posted by Dagur B. Eggertsson on Thursday, April 7, 2016
Panama-skjölin Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira