Viðskipti innlent

Finnur tapaði talsverðu fé á aflandsfélaginu Adair

Bjarki Ármannsson skrifar
Finnur Ingólfsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra og seðlabankastjóri.
Finnur Ingólfsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra og seðlabankastjóri. Vísir/Pjetur
Finnur Ingólfsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra og seðlabankastjóri, er meðal þeirra sem nefndir eru í vinnuskjölum blaðamannsins Jóhannesar Kr. Kristjánssonar, sem rannsakað hefur Panama-gögnin svokölluðu undanfarna mánuði. Skjölin sáust nokkuð greinilega í fréttaskýringaþætti í sænska ríkissjónvarpinu í gærkvöldi.

Líkt og DV greindi fyrst frá, átti Finnur aflandsfélag ásamt Helga S. Guðmundssyni, fyrrverandi formanni bankaráðs Landsbankans. Heiti félagsins sést ekki greinilega í þætti gærkvöldsins en í samtali við Vísi segir Finnur það hafa heitið Adair.

„Þetta félag stofnuðum við í gegnum Landsbankann í Lúxemborg, að mig minnir 2007,“ segir Finnur. „Félagið var vistað í Landsbankanum í Lúxemborg og öll okkar samskipti út af félaginu voru við hann.“

Sjá einnig: Aflandsfélag Róberts skráð á Panama og hélt utan um hluti í Actavis

Að sögn Finns voru fjárfestingar í félaginu sáralitlar en höfðu í för með sér talsvert tap fyrir þá Helga. Það tap hafi verið gert upp við Landsbankann árið 2010 og félaginu í kjölfarið lokað.

Fleiri nöfn má sjá á listanum eins og viðskiptajöfursins Róberts Wessman, ritstjórans Eggerts Skúlasonar, viðskiptamannsins Boga Pálssonar, Lofts Jóhannessonar sem Vísir fjallaði um í gær, Sindra Sindrasonar, fyrrverandi stjórnarformann Eimskips, og Sigþórs Sigmarssonar, stjórnarmanni í Novator.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×