Jæja-hópurinn fundaði með forseta Íslands Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 7. apríl 2016 15:17 Jæja-hópurinn hefur staðið fyrir fjölmennum mótmælum á Austurvelli. Vísir/Facebook-síða Jæja-hópsins Nokkrir meðlimir Jæja hópsins, sem standa fyrir mótmælum á Austurvelli í dag, funduðu með forseta Íslands í hádeginu í dag til að fara yfir stöðuna í stjórnmálum þessa dagana. Þetta segir á Facebook-síðu Jæja-hópsins í færslu sem birtist fyrir stundu. „Hópurinn reyndi að túlka vilja mótmælenda eftir bestu getu og miðla honum til forseta eins milliliðalaust og hægt er. Fundurinn varði í klukkustund og fór forseti yfir stöðuna eins og hún birtist honum og hópurinn kom sínum sjónarmiðum á framfæri,“ segir í færslunni. Hópurinn stóð fyrir einum fjölmennustu mótmælum sögunnar á mánudag þegar um tuttugu þúsund manns mættu á Austurvöll, og í nágrenni hans, til þess að krefjast afsagnar forsætisráðherra og ríkisstjórnar hans. Í kjölfarið sagði Sigmundur Davíð af sér en aðrir ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa lýst því yfir að þeir hyggist ekki láta af embætti. Fjögur þúsund manns hafa boðað komu sína á mótmæli í dag. Hér má nálgast upplýsingar. „Hópurinn lagði áherslu á að yfirskrift og krafa mótmælanna sé „Kosningar strax” og að ráðamenn hafi hvorki svarað þeirri ósk almennings, né kröfunni um bætt siðferði og hvernig þeir hyggjast ná trausti þjóðarinnar á ný eftir atburði undanfarinna daga. Það er von hópsins að fundurinn, sem og aðrar aðgerðir hans og annara mótmælenda, verði til þess að lýðræðislegum kröfum þjóðarinnar verði mætt án tafar.“ Ólafur Ragnar Grímsson forseti neitaði beiðni Sigmundar Davíðs um þingrof á mánudag og vakti það mikla athygli þjóðarinnar og fjölmiðla. Sagði hann ekki liggja skýrt fyrir hvort stuðningur til þess lægi fyrir hjá meirihluta þings.Nokkrir meðlimir Jæja hópsins, sem staðið hafa fyrir mótmælum á Austurvelli undanfarna daga, funduðu með forseta Íslands...Posted by Jæja on Thursday, April 7, 2016 Panama-skjölin Tengdar fréttir Ólafur Ragnar fagnaði undirskriftarsöfnuninni gegn Sigmundi Davíð Með undirskriftarlistanum er þess jafnframt krafist að boðað verði til kosninga strax. 7. apríl 2016 13:42 Steingrímur óð í stjórnarflokkana: „Nú á forsætisráðherra loksins heimsmet“ Þingmaður Vinstri grænna segir þjóðina blæða fyrir hugmyndafræði Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. 7. apríl 2016 12:33 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Fleiri fréttir Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira
Nokkrir meðlimir Jæja hópsins, sem standa fyrir mótmælum á Austurvelli í dag, funduðu með forseta Íslands í hádeginu í dag til að fara yfir stöðuna í stjórnmálum þessa dagana. Þetta segir á Facebook-síðu Jæja-hópsins í færslu sem birtist fyrir stundu. „Hópurinn reyndi að túlka vilja mótmælenda eftir bestu getu og miðla honum til forseta eins milliliðalaust og hægt er. Fundurinn varði í klukkustund og fór forseti yfir stöðuna eins og hún birtist honum og hópurinn kom sínum sjónarmiðum á framfæri,“ segir í færslunni. Hópurinn stóð fyrir einum fjölmennustu mótmælum sögunnar á mánudag þegar um tuttugu þúsund manns mættu á Austurvöll, og í nágrenni hans, til þess að krefjast afsagnar forsætisráðherra og ríkisstjórnar hans. Í kjölfarið sagði Sigmundur Davíð af sér en aðrir ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa lýst því yfir að þeir hyggist ekki láta af embætti. Fjögur þúsund manns hafa boðað komu sína á mótmæli í dag. Hér má nálgast upplýsingar. „Hópurinn lagði áherslu á að yfirskrift og krafa mótmælanna sé „Kosningar strax” og að ráðamenn hafi hvorki svarað þeirri ósk almennings, né kröfunni um bætt siðferði og hvernig þeir hyggjast ná trausti þjóðarinnar á ný eftir atburði undanfarinna daga. Það er von hópsins að fundurinn, sem og aðrar aðgerðir hans og annara mótmælenda, verði til þess að lýðræðislegum kröfum þjóðarinnar verði mætt án tafar.“ Ólafur Ragnar Grímsson forseti neitaði beiðni Sigmundar Davíðs um þingrof á mánudag og vakti það mikla athygli þjóðarinnar og fjölmiðla. Sagði hann ekki liggja skýrt fyrir hvort stuðningur til þess lægi fyrir hjá meirihluta þings.Nokkrir meðlimir Jæja hópsins, sem staðið hafa fyrir mótmælum á Austurvelli undanfarna daga, funduðu með forseta Íslands...Posted by Jæja on Thursday, April 7, 2016
Panama-skjölin Tengdar fréttir Ólafur Ragnar fagnaði undirskriftarsöfnuninni gegn Sigmundi Davíð Með undirskriftarlistanum er þess jafnframt krafist að boðað verði til kosninga strax. 7. apríl 2016 13:42 Steingrímur óð í stjórnarflokkana: „Nú á forsætisráðherra loksins heimsmet“ Þingmaður Vinstri grænna segir þjóðina blæða fyrir hugmyndafræði Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. 7. apríl 2016 12:33 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Fleiri fréttir Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira
Ólafur Ragnar fagnaði undirskriftarsöfnuninni gegn Sigmundi Davíð Með undirskriftarlistanum er þess jafnframt krafist að boðað verði til kosninga strax. 7. apríl 2016 13:42
Steingrímur óð í stjórnarflokkana: „Nú á forsætisráðherra loksins heimsmet“ Þingmaður Vinstri grænna segir þjóðina blæða fyrir hugmyndafræði Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. 7. apríl 2016 12:33